Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júlí 2025 15:07 Drífa Snædal talskona Stígamóta. Vísir/Vilhelm Talskona Stígamóta segir vændi svo gott sem refsilaust á Íslandi og staðreyndin sé sú að þeir sem kaupi vændi virðist vera nokkuð sama um neyð kvennanna. Hún segir hugsanlega þolendur mansals sem lögregla fann í alþjóðlegri lögregluaðgerð i júní vera þolendur sem ekki leiti sér aðstoðar Stígamóta. Greint var frá því í gær að íslensk lögregluyfirvöld hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð í byrjun júní. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegum aðgerðardögum Europol, Frontex og Interpol. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir konurnar sem um ræðir vera fórnarlömb sem ekki leiti sér aðstoðar hjá Stígamótum. „Þetta eru iðullega konur sem eru ferjaðar á milli heimshluta og erfitt að ná til sem brotaþola. Svo er hin hliðin á peningnum að það er að vændi er nánast refsilaust hér á Íslandi, það fær að viðgangast og þegar vændi fær að viðgangast þá er mansal fylgifiskur.“ Drífa segir viðurlög við vændiskaupum vera sektir og vændiskaupendur njóti nafnleyndar. „Og það sem hefur komið í ljós bæði af því sem Stígamót hafa skoðað og erlendar rannsóknir er að þeir sem kaupa vændi virðist vera nokk sama í hvernig nauðung konur eru sem eru í vændi. Þannig eina leiðin til að uppræta vændi og þá mansal sem hefur verið fylgifiskur vændis það er bara að taka á þeim sem telja sig geta keypt líkama annarra og jafnvel telja það vera mannréttindi að geta keypt aðgang að líkömum annarra.“ Lögum um vændiskaup hafi verið breytt árið 2010 svo að vændiskaup urðu refsiverð en þeim lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Félagslegum úrræðum fyrir brotaþola hafi fjölgað undanfarin ár. „Og ég held að þekking okkar á þessum málaflokki er komin það langt núna að við ættum að geta farið að spýta í lófana og tekið á þessu almennilega. Mig langar líka að segja að hluti af þessum vanda er að við erum alltaf að rugla saman ofbeldi og kynlífi og við erum til dæmis að sjá orðskrípi eins og kynlífsvændi og ég held að við ættum að hætta að blanda þessu saman og tala bara um vændi sem ofbeldi og svo er kynlíf eitthvað allt annað.“ Mansal Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46 Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Greint var frá því í gær að íslensk lögregluyfirvöld hafi fundið 36 hugsanlega þolendur mansals í alþjóðlegri lögregluaðgerð í byrjun júní. Aðgerðirnar voru hluti af alþjóðlegum aðgerðardögum Europol, Frontex og Interpol. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir konurnar sem um ræðir vera fórnarlömb sem ekki leiti sér aðstoðar hjá Stígamótum. „Þetta eru iðullega konur sem eru ferjaðar á milli heimshluta og erfitt að ná til sem brotaþola. Svo er hin hliðin á peningnum að það er að vændi er nánast refsilaust hér á Íslandi, það fær að viðgangast og þegar vændi fær að viðgangast þá er mansal fylgifiskur.“ Drífa segir viðurlög við vændiskaupum vera sektir og vændiskaupendur njóti nafnleyndar. „Og það sem hefur komið í ljós bæði af því sem Stígamót hafa skoðað og erlendar rannsóknir er að þeir sem kaupa vændi virðist vera nokk sama í hvernig nauðung konur eru sem eru í vændi. Þannig eina leiðin til að uppræta vændi og þá mansal sem hefur verið fylgifiskur vændis það er bara að taka á þeim sem telja sig geta keypt líkama annarra og jafnvel telja það vera mannréttindi að geta keypt aðgang að líkömum annarra.“ Lögum um vændiskaup hafi verið breytt árið 2010 svo að vændiskaup urðu refsiverð en þeim lögum hafi ekki verið fylgt eftir. Félagslegum úrræðum fyrir brotaþola hafi fjölgað undanfarin ár. „Og ég held að þekking okkar á þessum málaflokki er komin það langt núna að við ættum að geta farið að spýta í lófana og tekið á þessu almennilega. Mig langar líka að segja að hluti af þessum vanda er að við erum alltaf að rugla saman ofbeldi og kynlífi og við erum til dæmis að sjá orðskrípi eins og kynlífsvændi og ég held að við ættum að hætta að blanda þessu saman og tala bara um vændi sem ofbeldi og svo er kynlíf eitthvað allt annað.“
Mansal Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46 Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Langalgengast er að vændisstarfsemi hér á landi fari fram í Airbnb-íbúðum sem eru leigðar undir fölsku flaggi að sögn yfirlögfræðings hjá lögreglunni. Vændi sé stundað um allt land og dæmi um að konur í viðkvæmum stöðum séu seldar út í símaverum í Evrópu. 11. júlí 2025 21:46
Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, segir vændi og mansal sé algengt á Íslandi. Kaupendur séu karlmenn og algengast að þeir séu fjölskyldufeður. Þeir láti það ekki stoppa sig að konurnar séu þolendur mansals. Hún segir afar mikilvægt að mansalsþolendum sé veittur góður stuðningur. 11. júlí 2025 14:21