„Það er orrustan um Ísland“ Tómas Arnar Þorláksson og Magnús Jochum Pálsson skrifa 10. júlí 2025 13:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir orrustuna um Ísland hafna og að ríkisstjórnin ætli þar að vinna sérhagsmunaöflin og minnihlutann. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé orrusta um Ísland sem ríkisstjórnin ætli að vinna. Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar. Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum. Bandarískur kjarnorkuknúinn kafbátur kom til hafnar á Grundartanga í dag í þjónustuheimsókn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var viðstödd heimsóknina en kom seint vegna látanna á Alþingi í morgun. Fréttastofa náði tali af Þorgerði til að ræða um stöðu þingsins. Hvernig blasa þessar nýjustu vendingar við þér? „Þetta eru algjörlega fordæmalausir tímar í þinginu, það er algjörlega þannig. Það er mjög mikilvægt að við gætum að því að málfrelsi þingmanna sé virt og það fúnkeri. En málfrelsi þingmanna má ekki nota til þess að stoppa mál, stoppa lýðræði, stoppa þingræði,“ segir Þorgerður. „Það er verið að ganga gegn stjórnarskrárbundnum rétti þingmanna, ég er ekki að fá að kjósa um þau mál sem hafa hlotið mikla umræðu. Það er búið að slá Íslandsmet um veiðigjöldin, það mál hefur fengið gríðarmikla umræðu, umfjöllun og skoðun. Það er búið að fara í gegnum allan ferilinn og það er kominn tími að við getum fengið tækifæri til þess að kjósa um það. Það er verið að koma í veg fyrir það,“ segir hún. Þorgerður segir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins og 5. varaforseta, víst hafa slitið þinginu fyrirvaralaust án samráðs við forseta þegar lá fyrir að þingfundur ætti að halda áfram. „Það vissu allir að við ætluðum að halda áfram inn í nóttina. Það er verið að beita öllum brögðum til þess að þingræðið fúnkeri ekki og ég er miður mín yfir þessu,“ segir hún. Fordæmalaus framkoma minnihlutans „Ég hef ekki upplifað svona framkomu af neinni stjórnarandstöðu í gegnum tíðina og hef þó upplifað margt,“ segir Þorgerður Katrín um minnihlutann. Þessi ræða forsætisráðherra í morgun, er þetta að einhverju leyti merki um að þið séuð að undirbúa að beita þessu ákvæði um að fara í atkvæðagreiðslu um veiðigjaldafrumvarpið? „Það er allavega ljóst að skilaboð okkar eru skýr, við ætlum að láta lýðræðið fúnkera og við ætlum að standa vörð um þingræðið. Við viljum að það verði greidd atkvæði um veiðigjöldin. Við erum búin að vera að bjóða stjórnarandstöðunni upp á alls konar hluti, við höfum ekki verið að fara út með það,“ segir hún. Stjórnarandstaðan sé hins vegar búin að sýna á spilin. „Þau hafa viljað slátra flestöllum málum okkar en við máttum náðarsamlegast flytja þeirra mál um veiðigjöld sem við vitum að er samið annars staðar út í bæ eða hjá SFS. Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu, það er ríkisstjórn í landinu með dyggan meirihluta þingsins á bak við sig og það er hún sem ætlar að stýra hér för,“ segir hún. Ætla að vinna orrustuna um Ísland „Eftir þessa uppákomu í gær og hafandi horft á það hvernig stjórnarandstaðan er að haga sér finnst mér við vera komin svolítið í að það er orrustan um Ísland,“ segir Þorgerður. „Og við ætlum að vinna þá orrustu fyrir almenning og þjóðina alla.“ Núna í fjölmiðlum undanfarið hefur þetta verið friðsamlegt. Slær við nýjan tón núna, er komin meiri harka í þetta? „Ég verð að segja eins og er að það er skrítið að sitja á fundum með formönnum stjórnarandstöðunnar og það er alltaf verið að lýsa yfir einhverjum samningsvilja. En það er alltaf bara þeirra mál og þeirra leið sem er til umræðu. Greiðum atkvæði! Þau geta verið á rauða takkanum, kannski eru þau smeyk við það,“ sagði hún. „Leyfum okkur að kjósa. Það er lýðræðislegur réttur okkar þingmanna og til þess erum við kosin að taka afstöðu til mála. Menn eiga ekki að vera hræddir við það.“ „En það er líka furðulegt að upplifa það að við erum ekkert endilega bara að semja við stjórnarandstöðuna. Þau fara með okkar tillögur og eru frekar jákvæð, næstum því búin að ná samningum. Svo koma þau til baka og segja: ,Nei, við getum ekki samþykkt þetta',“ segir Þorgerður. „Það er alveg augljóst að það eru aðilar út í bæ sem stýra þessu, ekki stjórnarandstaðan.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. 10. júlí 2025 12:22 Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Bandarískur kjarnorkuknúinn kafbátur kom til hafnar á Grundartanga í dag í þjónustuheimsókn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, var viðstödd heimsóknina en kom seint vegna látanna á Alþingi í morgun. Fréttastofa náði tali af Þorgerði til að ræða um stöðu þingsins. Hvernig blasa þessar nýjustu vendingar við þér? „Þetta eru algjörlega fordæmalausir tímar í þinginu, það er algjörlega þannig. Það er mjög mikilvægt að við gætum að því að málfrelsi þingmanna sé virt og það fúnkeri. En málfrelsi þingmanna má ekki nota til þess að stoppa mál, stoppa lýðræði, stoppa þingræði,“ segir Þorgerður. „Það er verið að ganga gegn stjórnarskrárbundnum rétti þingmanna, ég er ekki að fá að kjósa um þau mál sem hafa hlotið mikla umræðu. Það er búið að slá Íslandsmet um veiðigjöldin, það mál hefur fengið gríðarmikla umræðu, umfjöllun og skoðun. Það er búið að fara í gegnum allan ferilinn og það er kominn tími að við getum fengið tækifæri til þess að kjósa um það. Það er verið að koma í veg fyrir það,“ segir hún. Þorgerður segir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins og 5. varaforseta, víst hafa slitið þinginu fyrirvaralaust án samráðs við forseta þegar lá fyrir að þingfundur ætti að halda áfram. „Það vissu allir að við ætluðum að halda áfram inn í nóttina. Það er verið að beita öllum brögðum til þess að þingræðið fúnkeri ekki og ég er miður mín yfir þessu,“ segir hún. Fordæmalaus framkoma minnihlutans „Ég hef ekki upplifað svona framkomu af neinni stjórnarandstöðu í gegnum tíðina og hef þó upplifað margt,“ segir Þorgerður Katrín um minnihlutann. Þessi ræða forsætisráðherra í morgun, er þetta að einhverju leyti merki um að þið séuð að undirbúa að beita þessu ákvæði um að fara í atkvæðagreiðslu um veiðigjaldafrumvarpið? „Það er allavega ljóst að skilaboð okkar eru skýr, við ætlum að láta lýðræðið fúnkera og við ætlum að standa vörð um þingræðið. Við viljum að það verði greidd atkvæði um veiðigjöldin. Við erum búin að vera að bjóða stjórnarandstöðunni upp á alls konar hluti, við höfum ekki verið að fara út með það,“ segir hún. Stjórnarandstaðan sé hins vegar búin að sýna á spilin. „Þau hafa viljað slátra flestöllum málum okkar en við máttum náðarsamlegast flytja þeirra mál um veiðigjöld sem við vitum að er samið annars staðar út í bæ eða hjá SFS. Það gengur ekki að sérhagsmunaöflin stýri landinu, það er ríkisstjórn í landinu með dyggan meirihluta þingsins á bak við sig og það er hún sem ætlar að stýra hér för,“ segir hún. Ætla að vinna orrustuna um Ísland „Eftir þessa uppákomu í gær og hafandi horft á það hvernig stjórnarandstaðan er að haga sér finnst mér við vera komin svolítið í að það er orrustan um Ísland,“ segir Þorgerður. „Og við ætlum að vinna þá orrustu fyrir almenning og þjóðina alla.“ Núna í fjölmiðlum undanfarið hefur þetta verið friðsamlegt. Slær við nýjan tón núna, er komin meiri harka í þetta? „Ég verð að segja eins og er að það er skrítið að sitja á fundum með formönnum stjórnarandstöðunnar og það er alltaf verið að lýsa yfir einhverjum samningsvilja. En það er alltaf bara þeirra mál og þeirra leið sem er til umræðu. Greiðum atkvæði! Þau geta verið á rauða takkanum, kannski eru þau smeyk við það,“ sagði hún. „Leyfum okkur að kjósa. Það er lýðræðislegur réttur okkar þingmanna og til þess erum við kosin að taka afstöðu til mála. Menn eiga ekki að vera hræddir við það.“ „En það er líka furðulegt að upplifa það að við erum ekkert endilega bara að semja við stjórnarandstöðuna. Þau fara með okkar tillögur og eru frekar jákvæð, næstum því búin að ná samningum. Svo koma þau til baka og segja: ,Nei, við getum ekki samþykkt þetta',“ segir Þorgerður. „Það er alveg augljóst að það eru aðilar út í bæ sem stýra þessu, ekki stjórnarandstaðan.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. 10. júlí 2025 12:22 Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Segir forseta ekki hafa upplýst um lengd þingfundar Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. 10. júlí 2025 12:22
Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt. 10. júlí 2025 10:57