„Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 12:22 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta. Guðrún og Kristrún tókust á í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag, en heitar umræður hafa átt sér stað þar á bæ frá því Kristrún Frostadóttir hélt óvænt ávarp í upphafi þingfundar í dag. „Pólitík er málamiðlun“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að pólitík sé málamiðlun, og málamiðlun eigi að vera leiðarljós í þingstörfum. „Lýðræði snýst ekki bara um það að meirihlutinn ráði. Lýðræði snýst líka um að minnihlutinn fái að tjá sig og minnihlutinn fái að hafa áhrif,“ sagði Guðrún og kliður heyrðist í salnum. „Alþingi byggir á þeirri hugsun, enda hafa fulltrúar í meiri- og minnihluta alveg jafnt lýðræðislegt umboð.“ Þá sagði hún að í þinginu væri orðið fordæmalaust ástand, og það skrifaðist á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. „Hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga, í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minnihlutanum, allt þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við.“ Alvarleg yfirlýsing frá formanni Sjálfstæðisflokksins Kristrún Frostadóttir segir að henni þyki það ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi inn og lýsi því yfir að það sem gerðist í gærkvöldi af hálfu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sé eðlilegt. „Allir sem þekkja til þingstarfa vita að varaforsetar slíta ekki fundi, nema eftir samtal við forseta.“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks sem hefur í gegnum tíðina talið sig vera ábyrgan, stjórntækan flokk, sem hægt er að treysta á á lýðræðislegum grunni.“ Þá sagði Kristrún að hlutirnir virkuðu ekki þannig að formenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, og Framsóknar geti ákveðið hvar línan er dregin og segi hingað en ekki lengra, þegar ný ríkisstjórn er tekin við. „Það sem háttvirtur þingmaður er að verða vitni að, er ríkisstjórn sem treystir sér til að stýra landinu, treystir sér til að virða lýðræðislegt umboð, og veit sannarlega hvar línan liggur. Og sú lína er ekki dregin af formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Kristrún Frostadóttir. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Guðrún og Kristrún tókust á í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag, en heitar umræður hafa átt sér stað þar á bæ frá því Kristrún Frostadóttir hélt óvænt ávarp í upphafi þingfundar í dag. „Pólitík er málamiðlun“ Guðrún Hafsteinsdóttir segir að pólitík sé málamiðlun, og málamiðlun eigi að vera leiðarljós í þingstörfum. „Lýðræði snýst ekki bara um það að meirihlutinn ráði. Lýðræði snýst líka um að minnihlutinn fái að tjá sig og minnihlutinn fái að hafa áhrif,“ sagði Guðrún og kliður heyrðist í salnum. „Alþingi byggir á þeirri hugsun, enda hafa fulltrúar í meiri- og minnihluta alveg jafnt lýðræðislegt umboð.“ Þá sagði hún að í þinginu væri orðið fordæmalaust ástand, og það skrifaðist á ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. „Hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga, í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minnihlutanum, allt þar til ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við.“ Alvarleg yfirlýsing frá formanni Sjálfstæðisflokksins Kristrún Frostadóttir segir að henni þyki það ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi inn og lýsi því yfir að það sem gerðist í gærkvöldi af hálfu þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sé eðlilegt. „Allir sem þekkja til þingstarfa vita að varaforsetar slíta ekki fundi, nema eftir samtal við forseta.“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks sem hefur í gegnum tíðina talið sig vera ábyrgan, stjórntækan flokk, sem hægt er að treysta á á lýðræðislegum grunni.“ Þá sagði Kristrún að hlutirnir virkuðu ekki þannig að formenn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, og Framsóknar geti ákveðið hvar línan er dregin og segi hingað en ekki lengra, þegar ný ríkisstjórn er tekin við. „Það sem háttvirtur þingmaður er að verða vitni að, er ríkisstjórn sem treystir sér til að stýra landinu, treystir sér til að virða lýðræðislegt umboð, og veit sannarlega hvar línan liggur. Og sú lína er ekki dregin af formanni Sjálfstæðisflokksins,“ segir Kristrún Frostadóttir.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira