Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2025 06:33 Enska er opinbert mál Líberíu. AP/Evan Vucci Donald Trump hrósaði forseta Líberíu fyrir færni sína á ensku í gær þegar hann fundaði með leiðtogum Afríkuríkja í Hvíta húsinu. Enska er móðurmál Líberíuforseta og flestra Líberíumanna. Donald Trump Bandaríkjaforseta bauð afrískum leiðtogum í hádegisverðarboð á heimili sínu í gær. Joseph Boakai forseti Líberíu flutti þar stutt ávarp og þegar hann lauk máli sínu spurðist Trump fyrir um hvar Boakai hefði lært að tala svona góða ensku. Hrósaði honum upp í hástert „Svo góð enska, svo falleg. Hvar lærðirðu að tala svona fallega? Hvar ertu menntaður?“ spurði Bandaríkjaforseti hann og bætti við: „Í Líberíu?“ Boakai skellti örlítið upp úr og jánkaði. „Það er áhugavert, enskan þín er falleg. Ég er með fólk við þetta borð sem er ekki nærrum því jafngott í ensku,“ sagði Bandaríkjaforseti þá. Fluttu þræla í massavís af ótta við uppreisnir Líberíuríki var stofnað árið 1822 fyrir tilstilli þáverandi Bandaríkjaforseta James Monroe, höfuðborg landsins Monróvía ber enn nafn forsetans. Samstillt átak trúarhópa sem börðust gegn þrælahaldi og þrælahaldaranna sjálfa, sem óttuðust þrælauppreisnir, varð til þess að bandarískir þrælar voru fluttir í stórum stíl til þessa lands sem flestir þrælanna höfðu enga tengingu við. Afrísk mál eru enn töluð víða í Líberíu en enska er opinbert mál landsins og mál menntunar og stjórnsýslu. Donald Trump bauð leiðtogum frá Gabon, Gíneu-Bissá, Líberíu, Máritaníu og Senegal til hádegisverðarboðs í Hvíta húsinu í gær til að tilkynna þeim að stefna Bandaríkjanna til viðskipta í Afríku væri að breytast. Dagar þróunaraðstoðar væru liðnir og nú tækju við viðskipti á jafningjagrundvelli. Margir leiðtoganna mæltu á eigin máli og notuðu túlka. Bandaríkin Líbería Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta bauð afrískum leiðtogum í hádegisverðarboð á heimili sínu í gær. Joseph Boakai forseti Líberíu flutti þar stutt ávarp og þegar hann lauk máli sínu spurðist Trump fyrir um hvar Boakai hefði lært að tala svona góða ensku. Hrósaði honum upp í hástert „Svo góð enska, svo falleg. Hvar lærðirðu að tala svona fallega? Hvar ertu menntaður?“ spurði Bandaríkjaforseti hann og bætti við: „Í Líberíu?“ Boakai skellti örlítið upp úr og jánkaði. „Það er áhugavert, enskan þín er falleg. Ég er með fólk við þetta borð sem er ekki nærrum því jafngott í ensku,“ sagði Bandaríkjaforseti þá. Fluttu þræla í massavís af ótta við uppreisnir Líberíuríki var stofnað árið 1822 fyrir tilstilli þáverandi Bandaríkjaforseta James Monroe, höfuðborg landsins Monróvía ber enn nafn forsetans. Samstillt átak trúarhópa sem börðust gegn þrælahaldi og þrælahaldaranna sjálfa, sem óttuðust þrælauppreisnir, varð til þess að bandarískir þrælar voru fluttir í stórum stíl til þessa lands sem flestir þrælanna höfðu enga tengingu við. Afrísk mál eru enn töluð víða í Líberíu en enska er opinbert mál landsins og mál menntunar og stjórnsýslu. Donald Trump bauð leiðtogum frá Gabon, Gíneu-Bissá, Líberíu, Máritaníu og Senegal til hádegisverðarboðs í Hvíta húsinu í gær til að tilkynna þeim að stefna Bandaríkjanna til viðskipta í Afríku væri að breytast. Dagar þróunaraðstoðar væru liðnir og nú tækju við viðskipti á jafningjagrundvelli. Margir leiðtoganna mæltu á eigin máli og notuðu túlka.
Bandaríkin Líbería Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Sjá meira