Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júlí 2025 23:01 Macron er staddur í þriggja daga langri opinberri heimsókn í Lundúnum. EPA Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands bindur vonir við að Emmanuel Macron Frakklandsforseti samþykki tillögu hans að aðgerðaráætlun milli ríkjanna í innflytjendamálum. Áætlunin snýr einkum að innflytjendum sem sigla milli landanna á litlum bátum. Macron og Starmer sátu fund í dag á síðasta degi opinberrar heimsóknar þess fyrrnefnda til Bretlands, þar sem innflytjendamál og öryggis- og varnarmál voru efst á baugi. Ólöglegar fólksflutningar hælisleitenda frá Frakklandi til Bretlands um Ermarsundið hafa færst í aukana undanfarin ár og tugir hafa drukknað í slíkum siglingum. Í frétt Reuters um heimsóknina segir að dvínandi vinsældir Starmer frá því að hann sigraði þingkosningar í Bretlandi í fyrra megi meðal annars rekja til aðgerðaleysis í innflytjendamálum. Á fundinum lagði Starmer fram tillögu að svokallaðri „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum. Í henni felst að hver sem siglir ólöglega frá Frakklandi til Bretlands í leit að hæli verði brottvísað aftur til Frakklands. Á móti kemur yrðu jafnmargir hælisleitendur sem komu löglega til Frakklands sendir þaðan til Bretlands, þar sem tekið yrði á móti þeim. Ekki liggur fyrir hvort tillaga Starmer verði samþykkt en Macron kallaði eftir frekari aðgerðum Breta í tengslum við að gera ólöglegum innflytjendum erfiðara fyrir að fá vinnu, og þar af leiðandi geta búið í landinu. Sér til varnar sagði Starmer bresk stjórnvöld hafa í auknum mæli handtekið ólöglega innflytjendur sem hafi reynst án atvinnuréttinda að undanförnu. Það hafi virkað sem fælingarmáttur fyrir aðra á leið til Bretlands í leit að atvinnu án réttinda. Frakkland Bretland Flóttamenn Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Macron og Starmer sátu fund í dag á síðasta degi opinberrar heimsóknar þess fyrrnefnda til Bretlands, þar sem innflytjendamál og öryggis- og varnarmál voru efst á baugi. Ólöglegar fólksflutningar hælisleitenda frá Frakklandi til Bretlands um Ermarsundið hafa færst í aukana undanfarin ár og tugir hafa drukknað í slíkum siglingum. Í frétt Reuters um heimsóknina segir að dvínandi vinsældir Starmer frá því að hann sigraði þingkosningar í Bretlandi í fyrra megi meðal annars rekja til aðgerðaleysis í innflytjendamálum. Á fundinum lagði Starmer fram tillögu að svokallaðri „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum. Í henni felst að hver sem siglir ólöglega frá Frakklandi til Bretlands í leit að hæli verði brottvísað aftur til Frakklands. Á móti kemur yrðu jafnmargir hælisleitendur sem komu löglega til Frakklands sendir þaðan til Bretlands, þar sem tekið yrði á móti þeim. Ekki liggur fyrir hvort tillaga Starmer verði samþykkt en Macron kallaði eftir frekari aðgerðum Breta í tengslum við að gera ólöglegum innflytjendum erfiðara fyrir að fá vinnu, og þar af leiðandi geta búið í landinu. Sér til varnar sagði Starmer bresk stjórnvöld hafa í auknum mæli handtekið ólöglega innflytjendur sem hafi reynst án atvinnuréttinda að undanförnu. Það hafi virkað sem fælingarmáttur fyrir aðra á leið til Bretlands í leit að atvinnu án réttinda.
Frakkland Bretland Flóttamenn Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira