Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. júlí 2025 21:01 Kötturinn Ófelía vekur mikla gleði meðal viðskiptavina. vísir/tómas Köttur sem heldur til í verslun á Skólavörðustíg sló óvænt í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum. Eigandinn segir kisan vera ekkert annað en stjörnu enda um leikara og fyrirsætu að ræða. Steinsnar frá Hallgrímskirkju er einn loðinn starfsmaður í Iceamart sem stelur allri athygli frá helstu ferðamannastöðum. Það er engin önnur en hún Ófelía sem hefur staðið vaktina þar í fjöldamörg ár. Kynnast má Ófelíu í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrirsæta og leikkona með meiru Ófelía er sextán ára og einstaklega vinsæl meðal viðskiptavina en hefur einnig slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Rúmlega hálf milljón hafa barið myndskeiðið augum. @ragnhildur.johanns #catsofreykjavik #fyp #eurotok #genx #reykjavik #iceland ♬ Do You Want To Know A Secret - Remastered 2009 - The Beatles Selma Karlsdóttir eigandi kattarins segir frægð Ófelíu á samfélagsmiðlum ekki koma á óvart enda sé hún algjör stjarna. „Túristarnir senda mér til dæmis svona myndir í þakklætisskyni og spyrja mjög mikið um hana. Hérna var einhver Dana frá Bandaríkjunum sem sendi mér svona póstkort. Hún er stjarna og elskar að sitja fyrir. Hún er svona fyrirsæta í sér og plús það þá er hún leikkona. Hún er búin að leika í bíómynd.“ Ófelía liggur ávallt á sama stað í versluninni á uppáhalds teppinu sínu.vísir/tómas Kvikmyndin sem um ræðir er Undir trénu en einnig hefur kisinn komið fram í erlendum þáttum. Ófelía kemur daglega í verslunina en áhyggjufullt fólk hefur samband við Selmu ef kötturinn sést ekki í versluninni. Þar sé vel séð um hana. „Já hún er með hlaðborð hérna í versluninni. Það er mjög vel hugsað um hana. Ég hleyp yfir með kattamat. Túristarnir sjá um að gefa henni gúmmelaði. Harðfisk og fleira. Hún lifir mjög góðu lífi.“ „Hún er barnið okkar“ Ófelía sé meira í versluninni en heima hjá sér. “Hún elskar bara athygli. Hún elskar að láta halda á sér og klappa sér. Hún elskar að taka á móti fólki. Hún er mjög góður gestgjafi.“ Starfsmenn Icemart segja það yndislegt að eiga loðinn samstarfsfélaga sem laðar viðskiptavini að. „Það eru mjög margir sem koma bara fyrir hana sem eru búnir að sjá hana á TikTok eða Instagram. Hún er mjög vinsæl. Allir túristarnir elska hana. Við elskum hana svo mikið. Hún er barnið okkar,“ segja þær. Kettir Dýr Reykjavík Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Steinsnar frá Hallgrímskirkju er einn loðinn starfsmaður í Iceamart sem stelur allri athygli frá helstu ferðamannastöðum. Það er engin önnur en hún Ófelía sem hefur staðið vaktina þar í fjöldamörg ár. Kynnast má Ófelíu í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrirsæta og leikkona með meiru Ófelía er sextán ára og einstaklega vinsæl meðal viðskiptavina en hefur einnig slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Rúmlega hálf milljón hafa barið myndskeiðið augum. @ragnhildur.johanns #catsofreykjavik #fyp #eurotok #genx #reykjavik #iceland ♬ Do You Want To Know A Secret - Remastered 2009 - The Beatles Selma Karlsdóttir eigandi kattarins segir frægð Ófelíu á samfélagsmiðlum ekki koma á óvart enda sé hún algjör stjarna. „Túristarnir senda mér til dæmis svona myndir í þakklætisskyni og spyrja mjög mikið um hana. Hérna var einhver Dana frá Bandaríkjunum sem sendi mér svona póstkort. Hún er stjarna og elskar að sitja fyrir. Hún er svona fyrirsæta í sér og plús það þá er hún leikkona. Hún er búin að leika í bíómynd.“ Ófelía liggur ávallt á sama stað í versluninni á uppáhalds teppinu sínu.vísir/tómas Kvikmyndin sem um ræðir er Undir trénu en einnig hefur kisinn komið fram í erlendum þáttum. Ófelía kemur daglega í verslunina en áhyggjufullt fólk hefur samband við Selmu ef kötturinn sést ekki í versluninni. Þar sé vel séð um hana. „Já hún er með hlaðborð hérna í versluninni. Það er mjög vel hugsað um hana. Ég hleyp yfir með kattamat. Túristarnir sjá um að gefa henni gúmmelaði. Harðfisk og fleira. Hún lifir mjög góðu lífi.“ „Hún er barnið okkar“ Ófelía sé meira í versluninni en heima hjá sér. “Hún elskar bara athygli. Hún elskar að láta halda á sér og klappa sér. Hún elskar að taka á móti fólki. Hún er mjög góður gestgjafi.“ Starfsmenn Icemart segja það yndislegt að eiga loðinn samstarfsfélaga sem laðar viðskiptavini að. „Það eru mjög margir sem koma bara fyrir hana sem eru búnir að sjá hana á TikTok eða Instagram. Hún er mjög vinsæl. Allir túristarnir elska hana. Við elskum hana svo mikið. Hún er barnið okkar,“ segja þær.
Kettir Dýr Reykjavík Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira