Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. júlí 2025 21:01 Kötturinn Ófelía vekur mikla gleði meðal viðskiptavina. vísir/tómas Köttur sem heldur til í verslun á Skólavörðustíg sló óvænt í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok á dögunum. Eigandinn segir kisan vera ekkert annað en stjörnu enda um leikara og fyrirsætu að ræða. Steinsnar frá Hallgrímskirkju er einn loðinn starfsmaður í Iceamart sem stelur allri athygli frá helstu ferðamannastöðum. Það er engin önnur en hún Ófelía sem hefur staðið vaktina þar í fjöldamörg ár. Kynnast má Ófelíu í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrirsæta og leikkona með meiru Ófelía er sextán ára og einstaklega vinsæl meðal viðskiptavina en hefur einnig slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Rúmlega hálf milljón hafa barið myndskeiðið augum. @ragnhildur.johanns #catsofreykjavik #fyp #eurotok #genx #reykjavik #iceland ♬ Do You Want To Know A Secret - Remastered 2009 - The Beatles Selma Karlsdóttir eigandi kattarins segir frægð Ófelíu á samfélagsmiðlum ekki koma á óvart enda sé hún algjör stjarna. „Túristarnir senda mér til dæmis svona myndir í þakklætisskyni og spyrja mjög mikið um hana. Hérna var einhver Dana frá Bandaríkjunum sem sendi mér svona póstkort. Hún er stjarna og elskar að sitja fyrir. Hún er svona fyrirsæta í sér og plús það þá er hún leikkona. Hún er búin að leika í bíómynd.“ Ófelía liggur ávallt á sama stað í versluninni á uppáhalds teppinu sínu.vísir/tómas Kvikmyndin sem um ræðir er Undir trénu en einnig hefur kisinn komið fram í erlendum þáttum. Ófelía kemur daglega í verslunina en áhyggjufullt fólk hefur samband við Selmu ef kötturinn sést ekki í versluninni. Þar sé vel séð um hana. „Já hún er með hlaðborð hérna í versluninni. Það er mjög vel hugsað um hana. Ég hleyp yfir með kattamat. Túristarnir sjá um að gefa henni gúmmelaði. Harðfisk og fleira. Hún lifir mjög góðu lífi.“ „Hún er barnið okkar“ Ófelía sé meira í versluninni en heima hjá sér. “Hún elskar bara athygli. Hún elskar að láta halda á sér og klappa sér. Hún elskar að taka á móti fólki. Hún er mjög góður gestgjafi.“ Starfsmenn Icemart segja það yndislegt að eiga loðinn samstarfsfélaga sem laðar viðskiptavini að. „Það eru mjög margir sem koma bara fyrir hana sem eru búnir að sjá hana á TikTok eða Instagram. Hún er mjög vinsæl. Allir túristarnir elska hana. Við elskum hana svo mikið. Hún er barnið okkar,“ segja þær. Kettir Dýr Reykjavík Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Steinsnar frá Hallgrímskirkju er einn loðinn starfsmaður í Iceamart sem stelur allri athygli frá helstu ferðamannastöðum. Það er engin önnur en hún Ófelía sem hefur staðið vaktina þar í fjöldamörg ár. Kynnast má Ófelíu í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrirsæta og leikkona með meiru Ófelía er sextán ára og einstaklega vinsæl meðal viðskiptavina en hefur einnig slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlinum TikTok. Rúmlega hálf milljón hafa barið myndskeiðið augum. @ragnhildur.johanns #catsofreykjavik #fyp #eurotok #genx #reykjavik #iceland ♬ Do You Want To Know A Secret - Remastered 2009 - The Beatles Selma Karlsdóttir eigandi kattarins segir frægð Ófelíu á samfélagsmiðlum ekki koma á óvart enda sé hún algjör stjarna. „Túristarnir senda mér til dæmis svona myndir í þakklætisskyni og spyrja mjög mikið um hana. Hérna var einhver Dana frá Bandaríkjunum sem sendi mér svona póstkort. Hún er stjarna og elskar að sitja fyrir. Hún er svona fyrirsæta í sér og plús það þá er hún leikkona. Hún er búin að leika í bíómynd.“ Ófelía liggur ávallt á sama stað í versluninni á uppáhalds teppinu sínu.vísir/tómas Kvikmyndin sem um ræðir er Undir trénu en einnig hefur kisinn komið fram í erlendum þáttum. Ófelía kemur daglega í verslunina en áhyggjufullt fólk hefur samband við Selmu ef kötturinn sést ekki í versluninni. Þar sé vel séð um hana. „Já hún er með hlaðborð hérna í versluninni. Það er mjög vel hugsað um hana. Ég hleyp yfir með kattamat. Túristarnir sjá um að gefa henni gúmmelaði. Harðfisk og fleira. Hún lifir mjög góðu lífi.“ „Hún er barnið okkar“ Ófelía sé meira í versluninni en heima hjá sér. “Hún elskar bara athygli. Hún elskar að láta halda á sér og klappa sér. Hún elskar að taka á móti fólki. Hún er mjög góður gestgjafi.“ Starfsmenn Icemart segja það yndislegt að eiga loðinn samstarfsfélaga sem laðar viðskiptavini að. „Það eru mjög margir sem koma bara fyrir hana sem eru búnir að sjá hana á TikTok eða Instagram. Hún er mjög vinsæl. Allir túristarnir elska hana. Við elskum hana svo mikið. Hún er barnið okkar,“ segja þær.
Kettir Dýr Reykjavík Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning