Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. júlí 2025 23:15 Hingað til hefur malbikunarfyrirtækjum ekki þótt tilefni til að auglýsa sig sérstaklega. Vísir Fyrirtæki sem sérhæfa sig í malbikun fara nú mikinn í sjónvarpsauglýsingum. Markaðssérfræðingur segir fyrirtækin græða ýmislegt á því jafnvel þó að stór fyrirtæki og hið opinbera séu þeirra helstu viðskiptavinir. Í nýrri auglýsingu Malbiksstöðvarinnar má sjá söngkonuna Tinnu Óðins spóka sig um í miðbæ Selfoss á meðan hún syngur frumsamið lag um malbik en stöðin hefur líkt og keppinauturinn Colas farið mikinn í auglýsingaherferðum í sjónvarpi nýverið. Auglýsingarnar eru afar metnaðarfullar og þykir nýlunda að malbikunarfyrirtæki leggist í slíkar herferðir, ekki síst fyrir þær sakir að fyrirtækin þjónusta aðallega hið opinbera og stærri fyrirtæki. Markaðsfræðingur segir að þrátt fyrir það geti fyrirtækin haft ýmislegt upp úr því að vekja á sér athygli. Kostnaður hlaupi á tugum milljóna „Þó að þetta séu fyrirtæki sem eru kannski ekki í beinni sölu og ná mest af sínum viðskiptum í gegnum útboð til sveitarfélaga og svo framvegis þá geta þau séð ofboðslegan hag í því að vera með góða ímynd. Fólk heldur að tilgangur flestra auglýsinga sé einhverskonar bein sala en ef við horfum bara yfir sviðið þá vitum við alveg og áttum okkur á því að fæstar auglýsingar leiða til beinnar sölu,“ segir Kári Sævarsson eigandi Tvist auglýsingastofu. Kári Sævarsson er eigandi Tvist auglýsingastofu.Vísir/Vilhelm Þannig hafi Colas riðið á vaðið og Malbiksstöðin fylgt á eftir. Kári segir auglýsingarnar í takt við hve barist sé um athyglina á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Þetta er dæmi um það að oft eiga geirar atvinnulífsins það til að sveiflast í takt. Ef einn aðili byrjar að hreyfa sig á samkeppnismarkaði þá aukast líkurnar á að hinir aðilarnir spili einhverju út líka á svipuðum tíma,“ segir Kári. „Fólk á svo auðvelt með að sleppa því bara að horfa á það sem því þykir leiðinlegt. Þetta er líka partur af því sem hefur verið kallað væb kúltúrinn þar sem tilfinning og hughrif og við erum búin að vera í þessu ástandi alveg talsvert lengi, þar sem tilfinning og hughrif hefur eiginlega meiri áhrif á þig heldur en upplýsingar.“ Hann segir að myndi hann skjóta á kostnað við auglýsingaherferðirnar segist hann telja að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. „Af því það vita það allir í auglýsinga- og markaðsmálum að það þarf að framleiða og svo þarf að birta hlutina til að þeir skili árangri. Svo ef maður leiðir hugann að því hvað fyrirtæki af þessari stærðargráðu er að velta á ári sem hlýtur að vera í einhverjum milljörðum að þá er ekkert víst að þessi fjárfesting sé stór í hlutfalli við umsvif fyrirtækisins.“ Auglýsinga- og markaðsmál Vegagerð Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Í nýrri auglýsingu Malbiksstöðvarinnar má sjá söngkonuna Tinnu Óðins spóka sig um í miðbæ Selfoss á meðan hún syngur frumsamið lag um malbik en stöðin hefur líkt og keppinauturinn Colas farið mikinn í auglýsingaherferðum í sjónvarpi nýverið. Auglýsingarnar eru afar metnaðarfullar og þykir nýlunda að malbikunarfyrirtæki leggist í slíkar herferðir, ekki síst fyrir þær sakir að fyrirtækin þjónusta aðallega hið opinbera og stærri fyrirtæki. Markaðsfræðingur segir að þrátt fyrir það geti fyrirtækin haft ýmislegt upp úr því að vekja á sér athygli. Kostnaður hlaupi á tugum milljóna „Þó að þetta séu fyrirtæki sem eru kannski ekki í beinni sölu og ná mest af sínum viðskiptum í gegnum útboð til sveitarfélaga og svo framvegis þá geta þau séð ofboðslegan hag í því að vera með góða ímynd. Fólk heldur að tilgangur flestra auglýsinga sé einhverskonar bein sala en ef við horfum bara yfir sviðið þá vitum við alveg og áttum okkur á því að fæstar auglýsingar leiða til beinnar sölu,“ segir Kári Sævarsson eigandi Tvist auglýsingastofu. Kári Sævarsson er eigandi Tvist auglýsingastofu.Vísir/Vilhelm Þannig hafi Colas riðið á vaðið og Malbiksstöðin fylgt á eftir. Kári segir auglýsingarnar í takt við hve barist sé um athyglina á tímum snjalltækja og samfélagsmiðla. „Þetta er dæmi um það að oft eiga geirar atvinnulífsins það til að sveiflast í takt. Ef einn aðili byrjar að hreyfa sig á samkeppnismarkaði þá aukast líkurnar á að hinir aðilarnir spili einhverju út líka á svipuðum tíma,“ segir Kári. „Fólk á svo auðvelt með að sleppa því bara að horfa á það sem því þykir leiðinlegt. Þetta er líka partur af því sem hefur verið kallað væb kúltúrinn þar sem tilfinning og hughrif og við erum búin að vera í þessu ástandi alveg talsvert lengi, þar sem tilfinning og hughrif hefur eiginlega meiri áhrif á þig heldur en upplýsingar.“ Hann segir að myndi hann skjóta á kostnað við auglýsingaherferðirnar segist hann telja að kostnaðurinn hlaupi á tugum milljóna. „Af því það vita það allir í auglýsinga- og markaðsmálum að það þarf að framleiða og svo þarf að birta hlutina til að þeir skili árangri. Svo ef maður leiðir hugann að því hvað fyrirtæki af þessari stærðargráðu er að velta á ári sem hlýtur að vera í einhverjum milljörðum að þá er ekkert víst að þessi fjárfesting sé stór í hlutfalli við umsvif fyrirtækisins.“
Auglýsinga- og markaðsmál Vegagerð Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira