Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 9. júlí 2025 16:33 Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt. Stór hópur fyrrverandi heimavinnandi húsmæðra á sér lítil sem engin lífeyrisréttindi og þarf að reiða sig alfarið á almannatryggingakerfið. Þrátt fyrir að 62. grein laga um almannatryggingar kveði skýrt á um að lífeyrisgreiðslur skuli árlega taka mið af launaþróun, en þó aldrei hækka minna en sem nemur verðbólgu, hefur framkvæmdin verið önnur. Í reynd hefur lífeyrir aðeins hækkað í takt við verðlag þegar laun hafa hækkað mun meira. Þetta hefur leitt til stöðugrar kjaragliðnunar. Eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem fá greiðslur úr almannatryggingum hafa setið eftir á meðan launafólk nýtur bættra lífskjara. Á sama tíma og framfærslukostnaður eykst er þeim öldruðu, veiku og efnaminni í samfélaginu ýtt út á jaðarinn. Nú hillir loks undir réttlæti með núverandi ríkisstjórn. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun tryggja að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í launaþróun. Með breytingunni er horfið frá þeirri túlkun laganna sem hefur viðgengist og tryggt að ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgi launaþróun. Rétt eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Þetta frumvarp, sem hefur lengi verið baráttumál bæði LEB og ÖBÍ er nú á lokametrunum á Alþingi. Því miður virðist stjórnarandstaðan; Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn ákveðin í að koma í veg fyrir þetta réttlætismál með fordæmalausu málþófi. Þannig er lýðræðið tekið í gíslingu og okkar heimavinnandi húsmæður, aldraðir og öryrkjar neydd til að bíða enn lengur eftir löngu tímabæru réttlæti. Vilji meirihluta þjóðarinnar og stjórnarmeirihlutans er sterkari en málþóf minnihluta þingmanna. Við skulum því láta í okkur heyra og krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Eldri borgarar Jónína Björk Óskarsdóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Á árum áður helguðu margar konur líf sitt heimilisstörfum og uppeldi barna sinna af alúð og ástríðu, unnu kannski hluta úr degi utan heimilisins eða voru ekki á almennum vinnumarkaði yfir höfuð. Þegar þessar konur eru komnar á efri ár njóta þær lítilla sem engra lífeyrisréttinda. Samfélagið ætti hins vegar að umbuna þeim fyrir störf þeirra inni á heimilunum og tryggja efnahagslegt öryggi þeirra á efri árum. Raunveruleikinn hefur því miður verið allt annar. Margar þessara kvenna búa við fátækt. Stór hópur fyrrverandi heimavinnandi húsmæðra á sér lítil sem engin lífeyrisréttindi og þarf að reiða sig alfarið á almannatryggingakerfið. Þrátt fyrir að 62. grein laga um almannatryggingar kveði skýrt á um að lífeyrisgreiðslur skuli árlega taka mið af launaþróun, en þó aldrei hækka minna en sem nemur verðbólgu, hefur framkvæmdin verið önnur. Í reynd hefur lífeyrir aðeins hækkað í takt við verðlag þegar laun hafa hækkað mun meira. Þetta hefur leitt til stöðugrar kjaragliðnunar. Eldri borgarar, öryrkjar og aðrir sem fá greiðslur úr almannatryggingum hafa setið eftir á meðan launafólk nýtur bættra lífskjara. Á sama tíma og framfærslukostnaður eykst er þeim öldruðu, veiku og efnaminni í samfélaginu ýtt út á jaðarinn. Nú hillir loks undir réttlæti með núverandi ríkisstjórn. Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra mun tryggja að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í launaþróun. Með breytingunni er horfið frá þeirri túlkun laganna sem hefur viðgengist og tryggt að ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgi launaþróun. Rétt eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Þetta frumvarp, sem hefur lengi verið baráttumál bæði LEB og ÖBÍ er nú á lokametrunum á Alþingi. Því miður virðist stjórnarandstaðan; Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn ákveðin í að koma í veg fyrir þetta réttlætismál með fordæmalausu málþófi. Þannig er lýðræðið tekið í gíslingu og okkar heimavinnandi húsmæður, aldraðir og öryrkjar neydd til að bíða enn lengur eftir löngu tímabæru réttlæti. Vilji meirihluta þjóðarinnar og stjórnarmeirihlutans er sterkari en málþóf minnihluta þingmanna. Við skulum því láta í okkur heyra og krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun