Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Árni Sæberg og Auðun Georg Ólafsson skrifa 9. júlí 2025 13:23 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Er Hvammsvirkjun þá út úr myndinni? „Nei, það er alls ekki þannig. Það eru bara ágallar í málsmeðferðinni. Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um nýtt leyfi Hörður segir að Landsvirkjun muni nú leggjast yfir dóminn en líklegast sé að sækja þurfi um nýtt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. „Alþingi hefur breytt lögunum núna sem eru í þeim anda sem stjórnvöld vilja þannig að Umhverfisstofnun er heimilt að veita breytingum á svokölluðu vatnshloti. Ef þessi túlkun er, sem staðfest er af Hæstarétti, þá væri í raun útilokað að framkvæmda allar vatnsaflsvirkjanir og allar stærri framkvæmdir á Íslandi svo sem brúarframkvæmdir eða vegaframkvæmdir. Það er mjög mikilvægt að Alþingi greip hratt inn í og breytti lögunum en þessi dómur er á grundvelli eldri laga.“ Dómurinn sé ekki stefnumarkandi varðandi aðrar framkvæmdir sem eru á teikniborðinu, enda hafi lögunum þegar verið breytt. „Þetta veldur enn og aftur töfum á þessu mikilvæga verkefni fyrir samfélagið. Skaðinn er mestur fyrir samfélagið þar sem mikil þörf er fyrir orku og þetta mun hafa mjög neikvæð áhrif á ýmsan atvinnurekstur.“ Búast megi við umtalsverðum seinkunum Hörður segir Landsvirkjun eigi eftir að meta hversu lengi niðurstaða Hæstaréttar muni tefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Hrósa beri stjórnvöldum, sérstaklega umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir að hafa stigið hratt inn og breytt lögunum, svo að ný leyfisveiting geti, vonandi, gengið hratt fyrir sig. Þær lagabreytingar hafi þó ekki getað haft áhrif á dóm Hæstaréttar, enda geti lög eftir á ekki breytt neinu. Því miður megi búast við umtalsverðum töfum á framkvæmdum. „Það þarf að sækja um virkjunarleyfi aftur og svo framkvæmdarleyfi í kjölfarið á því. Það er líka heimild, sem sett voru í lögin, sem við munum nýta okkur til að sækja um bráðabirgðarleyfi. Það mun eingöngu verða til þess að lágmarka það tjón sem við verðum fyrir svo við getum lokið þeim undirbúningsframkvæmdum sem við erum með núna. Það verða umtalsverðar seinkanir, en hversu miklar á bara eftir að koma í ljós. Vilji Alþingis er þó algjörlega skýr og sjaldan verið jafn mikill stuðningur við nokkra framkvæmd eins og þessa sem hefur líka verið rannsökuð í þaula. Það er ekki verið að hafna virkjuninni vegna ágalla á henni heldur á grundvelli ágalla í leyfisveitingarferlinu sem því miður hefur verið innleitt á Íslandi og ekki vandað nógu vel til.“ Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Er Hvammsvirkjun þá út úr myndinni? „Nei, það er alls ekki þannig. Það eru bara ágallar í málsmeðferðinni. Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um nýtt leyfi Hörður segir að Landsvirkjun muni nú leggjast yfir dóminn en líklegast sé að sækja þurfi um nýtt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. „Alþingi hefur breytt lögunum núna sem eru í þeim anda sem stjórnvöld vilja þannig að Umhverfisstofnun er heimilt að veita breytingum á svokölluðu vatnshloti. Ef þessi túlkun er, sem staðfest er af Hæstarétti, þá væri í raun útilokað að framkvæmda allar vatnsaflsvirkjanir og allar stærri framkvæmdir á Íslandi svo sem brúarframkvæmdir eða vegaframkvæmdir. Það er mjög mikilvægt að Alþingi greip hratt inn í og breytti lögunum en þessi dómur er á grundvelli eldri laga.“ Dómurinn sé ekki stefnumarkandi varðandi aðrar framkvæmdir sem eru á teikniborðinu, enda hafi lögunum þegar verið breytt. „Þetta veldur enn og aftur töfum á þessu mikilvæga verkefni fyrir samfélagið. Skaðinn er mestur fyrir samfélagið þar sem mikil þörf er fyrir orku og þetta mun hafa mjög neikvæð áhrif á ýmsan atvinnurekstur.“ Búast megi við umtalsverðum seinkunum Hörður segir Landsvirkjun eigi eftir að meta hversu lengi niðurstaða Hæstaréttar muni tefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Hrósa beri stjórnvöldum, sérstaklega umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir að hafa stigið hratt inn og breytt lögunum, svo að ný leyfisveiting geti, vonandi, gengið hratt fyrir sig. Þær lagabreytingar hafi þó ekki getað haft áhrif á dóm Hæstaréttar, enda geti lög eftir á ekki breytt neinu. Því miður megi búast við umtalsverðum töfum á framkvæmdum. „Það þarf að sækja um virkjunarleyfi aftur og svo framkvæmdarleyfi í kjölfarið á því. Það er líka heimild, sem sett voru í lögin, sem við munum nýta okkur til að sækja um bráðabirgðarleyfi. Það mun eingöngu verða til þess að lágmarka það tjón sem við verðum fyrir svo við getum lokið þeim undirbúningsframkvæmdum sem við erum með núna. Það verða umtalsverðar seinkanir, en hversu miklar á bara eftir að koma í ljós. Vilji Alþingis er þó algjörlega skýr og sjaldan verið jafn mikill stuðningur við nokkra framkvæmd eins og þessa sem hefur líka verið rannsökuð í þaula. Það er ekki verið að hafna virkjuninni vegna ágalla á henni heldur á grundvelli ágalla í leyfisveitingarferlinu sem því miður hefur verið innleitt á Íslandi og ekki vandað nógu vel til.“
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira