Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2025 12:10 Guðmundur Magnússon er fatahönnuður og forfallinn hlaupari. Hlaupafatamerkið Vecct hefur orðið eitt heitasta tískumerki landsins á síðustu misserum. Vísir/Lýður Fatahönnuðurinn Guðmundur Magnússon stofnaði hlaupafatamerkið Vecct í fyrra ásamt tveimur vinum sínum. Samhliða rekstrinum hafa hlaup heltekið líf Guðmundar sem er kominn í fremstu röð hlaupara og æfir nú fyrir maraþon. Guðmundur Magnússon, gjarnan kallaður Gummi Magg, útskrifaðist úr fatahönnun í Listaháskóla Íslands 2021 en hafði þá þegar stofnað og rekið tískufyrirtæki með vini sínum. „Ég var búinn að vera lengi í tískupælingum, hafði verið með streetwear-brandið CCTV með Aroni Guan frá 2017 til 2019. Það gekk vel en var fínt tveggja ára verkefni og við hættum með það þegar við byrjuðum báðir í Listaháskólanum í fatahönnun,“ segir Guðmundur. Guðmundur nældi sér í brons í hálfmaraþoni Félags maraþonhlaupara 26. október 2024. „Útskriftarsýning mín var innblásin af samkvæmisdansi. Þá var ég mikið að spá í áhrif hreyfingar á fatnað sem er eitthvað sem ég er enn að gera í dag en á annan hátt, segir hann. „Síðan flyt ég til Mílanó eftir að ég útskrifast úr LHÍ og byrja þá að vinna hjá merki sem heitir Alyx-stúdíó sem er alveg tísku-tískumerki í rauninni. Þau voru þar með runway-sýningar og erum að hanna tískuföt,“ segir hann. Guðmundur var á þessum tímapunkti ekki kominn út í hönnun íþróttafata þó áhuginn væri til staðar. „Ég hef alltaf haft áhuga á íþróttafatnaði. Mikið af því sem ég var að gera úti á Ítalíu var tískufatnaður en að miklu leyti innblásinn af bæði útivistar- og íþróttafatnaði,“ segir Guðmundur. Áherslan var þó önnur en hjá Vecct. „Forgangsröðunin var sú að fötin þyrftu að líta vel en tækju innblástur frá íþróttafatnaði meðan hjá Vecct er það öfugt, virkni flíkarinnar er númer eitt í forgangsröðuninni og svo kemur lúkkið,“ segir hann. Mynd úr auglýsingaherferð Vecct.OkFloki Eigandaskipti í Mílanó leiddu til heimkomu Guðmundur var í tvö hálft ár úti hjá Alyx í Milanó, fyrst um sinn sem starfsnemi en síðan í fullu starfi. Eigandaskipti höfðu þau áhrif að hann horfði annað. „Það voru eigandaskipti hjá merkinu sem var að fara í aðra átt en ég var spenntur fyrir,“ segir Guðmundur en hugmyndin að Vecct var þá farin að taka á sig mynd. „Ég kom hérna í sumarfrí 2023 og þá kom þessi hugmynd upp fyrst, að stofna merkið. Þá var ég ekki búinn að hlaupa svo lengi, fjóra-fimm mánuði, en var orðinn frekar heltekinn af hlaupum á þessum tímapunkti,“ segir hann. Jóhann Ingi, Gummi og Aron eru stofnendur Vecct. Það lá því beint við að flytja heim og stofna eigin merki sem Guðmundur gerði seinni hluta árs 2023 ásamt Jóhanni Inga Skúlasyni og Aroni Guan. Jóhann er framkvæmdastjóri meðan hinir tveir sjá um listræna stjórn þó allir þrír gangi í hin ýmsu verk. „Aron er grafískur hönnuður, ég er fatahönnuður og við sjáum saman um hönnunina og listræna stjórn,“ segir Guðmundur um verkaskiptinguna. Vecct var í þróun í þó nokkurn tíma áður en fyrstu vörurnar komu út. Síðasta sumar buðu þremenningarnir fólki að gerast stofnmeðlimir í Vecct með því að forkaupa inneignarpakka. Þeir voru síðan notaðir til að fjármagna fyrstu línuna sem kom út síðasta haust. Stutt, hraðskreitt og alþjóðlegt Eitt það fyrsta sem maður staldrar við þegar kemur að Vecct er nafnið enda ekki mjög íslenskt að sjá. Vecct er dregið af eðlisfræðihugtakinu vektor, vigur á íslensku, sem lýsir stærð og stefnu í ákveðna átt. „Ísland er stórt partur af brandinu og því sem við erum að gera en frá byrjun sáum við þetta fyrir okkar eitthvað sem yrði ekki bundið við Ísland. Okkur langaði að finna eitthvað stutt einkennandi nafn og skoðuðum þá hvað við gætum fengið hugverkarétt á alþjóðlega,“ segir Guðmundur. Á skrifstofu Vecct í Borgartúninu er hægt að skoða úrvalið.Vísir/Lýður „Okkur fannst þetta líka hljóma hraðskreitt,“ bætir hann við. Vecct var þó ekki eina nafnið sem kom til greina. „Ein upprunaleg pæling var A* (A-star), það er nafn á ,wayfinding-algóriþma' sem finnur fljótustu leiðina frá A til B og er meðal annars notuð í Google Maps. En það fór ekki í gegn,“ segir Guðmundur. Hlaupin stigmagnast samhliða merkinu Það er ekki hægt að tala um stofnun Vecct án þess að koma inn á hlaup Guðmundar sem hafa orðið sífellt veigameiri þáttur í lífi hans. Guðmundur hefur hlaupið þrjú maraþon og þónokkur hálfmaraþon. „Ég byrjaði að hlaupa þarna vorið 2023, kannski hálfu ári áður en ég flyt heim og ég myndi segja að það hafi stigmagnast með brandinu,“ segir Guðmundur um hlaupin, sem má segja að hafi tekið yfir líf hans. „Þegar maður er kannski farinn að hlaupa níu-tíu sinnum í viku er það komið aðeins umfram áhugamál. En þetta helst allt saman hönd í hönd þegar maður er að hanna hlaupaföt allan daginn og hlaupa utan vinnu,“ segir hann. Guðmundur viðurkennir að hlaupin taki upp mikinn frítíma. „Á virkum dögum byrjar maður daginn á að taka ágætlega langa æfingu, einn og hálfan tíma, svo fer maður á skrifstofuna, fer heim og hleypur aftur, borðar kvöldmat og fer að sofa,“ segir Guðmundur um hefðbundinn dag. „Ég er einhleypur og barnlaus, þetta hentar ágætlega mínum lífstíl akkúrat núna. Sama með að byrja með fyrirtæki. Við hugsuðum að núna væri rétti tíminn til að fara út í bissness. Nægur er tíminn,“ segir hann. Maraþonið hentar best Guðmundur hefur reynt við ýmsar vegalengdir en hefur fundið sína hillu í heilu maraþoni. „Ég fókusa mest á götuhlaup, sérstaklega á maraþonvegalengd, ég hef fundið að sú vegalengd hentar mér best. Ég er frekar lítill og léttur,“ segir Guðmundur um séhæfingu sína. Guðmundur vinnur nú að því að saxa niður maraþontímann. „Ég hef hlaupið þrjú maraþon hingað til, seinasta í apríl í Mílanó og hljóp það á 2:39 og er núna að undirbúa mig fyrir heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu núna í ágúst. Ég er í maraþonblokk fyrir það og er svona að toppa núna, maður byggir upp æfingamagn og svo minnkar maður það nokkrum vikum fyrir hlaupið.“ Guðmundur segir ekki í kortunum eins og er að fara út í lengri vegalengdir líkt og margir gera. „Fyrir mig þá hef ég fundið mig í maraþonvegalengdinnni, finnst það mest heillandi. Þannig ég er í rauninni bara að reyna að saxa eins og ég get af maraþontímanum. „En hver veit. Maður hefur heyrt að fólk sem er búið að vera ákveðið lengi í götuhlaupum endi í utanvegahlaupum eða styttri vegalengdnum. En ég held ég sé ekkert að fara að gera það á næstunni. Ég er giftur götunni, eins og maður segir. Vilja lyfta hlaupamenningu á hærri stall Þeir félagar í Vecct hafa ekki bara verið að selja hlaupaföt heldur einnig staðið að ýmsum hlaupatengdum viðburðum og birta reglulega hlaupatengt efni á samfélagsmiðlum sínum. Vecct hefur þegar haft töluverð áhrif á senuna bæði gegnum fötin og hlaupahittinga sína.Okfloki „Okkur finnst mjög mikilvægt að byggja upp samfélag í kringum brandið upp á stemmingu,“ segir Guðmundur um markmið Vecct. „Við erum með Strava-grúppu þar sem við erum með litlar keppnir, svo erum við með okkar hlaupa-playlista með plötusnúðum sem fylgja ákveðinni skrefatíðni og svo tökum við viðtöl við hlaupara,“ segir hann um nokk Það er í raun líka markmið hjá okkur að lyfta upp íslenskri hlaupamenningu, ekki bara með fatnaði heldur að nota fyrirtækið sem vettvang til að gera það. „Hlaup eru að verða vinsælli og vinsælli og við sjáum tækifæri í að lyfta þessari menningu upp á annað plan.“ Rýnt í efni fyrir næstu flíkur.Vísir/Lýður Einblína á hlaupaföt Þó stefnan sé sett á útlönd segir Guðmundur að Vecct sé einungis að einblína á Ísland næstu misseri. Hins vegar stendur ekki til að færa út kvíarnar í annars konar fatnað en hlaupaföt. „Við leggjum upp úr því að þetta sé sérhæft hlaupafatamerki. Það eru til alls konar merki sem sérhæfa sig í alhliða íþróttafatnaði eða útivistar- og hlaupafatnaði. Við leggjum upp úr því að bjóða upp á sérhæfða vöru sem er að fókusa á hlaupaíþróttina,“ segir hann. Hlaupin hafa verið Gumma hugleikin síðustu þrjú ár.Vísir/Lýður „Svo geturðu tekið vöruna og notað hana eins og þú vilt í ræktinni eða á djamminu. En það skín í gegn að fötin séu hönnuð með hlaup í huga.“ Vecct opnaði í upphafi mánaðar svokallað „showroom“ á skrifstofu sinni í Borgartúni 25 þar sem fólk getur skoðað fötin hjá Vecct, mátað og keypt. Ólíkt venjulegri verslun er ekki hefðbundinn opnunartími, það er opið tvo tíma á dag, frá 12 til 14, þrisvar í viku. Sýningarrými Vecct í Borgartúninu gefur áhugasömum tækifæri á að sjá fötin í persónu. Að lokum leikur blaðamanni forvitni á að vita hvernig maður verður svona heltekinn af hlaupunum. „Það er svo ógeðslega misjafnt hvað fólk getur fengið út úr hlaupum, hvort sem það er hugleiðsla eða íþrótt. Ef það er íþrótt er gaman að sjá bætingarnar koma svart á hvítu. Fyrir mig er það sitt lítið af hvoru. Hlaup geta verið það skemmtilegasa sem ég geri en líka það erfiðasta sem ég geri. Hlaup Tengdar fréttir Ný samstarfslína 66°Norður og CCTV Ný fatalína merkjanna 66°Norður og CCTV verður kynnt í dag . Hún verður fáanleg í svokallaðri "pop-up“ verslun á Hverfisgötu 39 um helgina. Ari Magg tók myndirnar sem fylgja línunni. 7. júní 2019 22:00 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Guðmundur Magnússon, gjarnan kallaður Gummi Magg, útskrifaðist úr fatahönnun í Listaháskóla Íslands 2021 en hafði þá þegar stofnað og rekið tískufyrirtæki með vini sínum. „Ég var búinn að vera lengi í tískupælingum, hafði verið með streetwear-brandið CCTV með Aroni Guan frá 2017 til 2019. Það gekk vel en var fínt tveggja ára verkefni og við hættum með það þegar við byrjuðum báðir í Listaháskólanum í fatahönnun,“ segir Guðmundur. Guðmundur nældi sér í brons í hálfmaraþoni Félags maraþonhlaupara 26. október 2024. „Útskriftarsýning mín var innblásin af samkvæmisdansi. Þá var ég mikið að spá í áhrif hreyfingar á fatnað sem er eitthvað sem ég er enn að gera í dag en á annan hátt, segir hann. „Síðan flyt ég til Mílanó eftir að ég útskrifast úr LHÍ og byrja þá að vinna hjá merki sem heitir Alyx-stúdíó sem er alveg tísku-tískumerki í rauninni. Þau voru þar með runway-sýningar og erum að hanna tískuföt,“ segir hann. Guðmundur var á þessum tímapunkti ekki kominn út í hönnun íþróttafata þó áhuginn væri til staðar. „Ég hef alltaf haft áhuga á íþróttafatnaði. Mikið af því sem ég var að gera úti á Ítalíu var tískufatnaður en að miklu leyti innblásinn af bæði útivistar- og íþróttafatnaði,“ segir Guðmundur. Áherslan var þó önnur en hjá Vecct. „Forgangsröðunin var sú að fötin þyrftu að líta vel en tækju innblástur frá íþróttafatnaði meðan hjá Vecct er það öfugt, virkni flíkarinnar er númer eitt í forgangsröðuninni og svo kemur lúkkið,“ segir hann. Mynd úr auglýsingaherferð Vecct.OkFloki Eigandaskipti í Mílanó leiddu til heimkomu Guðmundur var í tvö hálft ár úti hjá Alyx í Milanó, fyrst um sinn sem starfsnemi en síðan í fullu starfi. Eigandaskipti höfðu þau áhrif að hann horfði annað. „Það voru eigandaskipti hjá merkinu sem var að fara í aðra átt en ég var spenntur fyrir,“ segir Guðmundur en hugmyndin að Vecct var þá farin að taka á sig mynd. „Ég kom hérna í sumarfrí 2023 og þá kom þessi hugmynd upp fyrst, að stofna merkið. Þá var ég ekki búinn að hlaupa svo lengi, fjóra-fimm mánuði, en var orðinn frekar heltekinn af hlaupum á þessum tímapunkti,“ segir hann. Jóhann Ingi, Gummi og Aron eru stofnendur Vecct. Það lá því beint við að flytja heim og stofna eigin merki sem Guðmundur gerði seinni hluta árs 2023 ásamt Jóhanni Inga Skúlasyni og Aroni Guan. Jóhann er framkvæmdastjóri meðan hinir tveir sjá um listræna stjórn þó allir þrír gangi í hin ýmsu verk. „Aron er grafískur hönnuður, ég er fatahönnuður og við sjáum saman um hönnunina og listræna stjórn,“ segir Guðmundur um verkaskiptinguna. Vecct var í þróun í þó nokkurn tíma áður en fyrstu vörurnar komu út. Síðasta sumar buðu þremenningarnir fólki að gerast stofnmeðlimir í Vecct með því að forkaupa inneignarpakka. Þeir voru síðan notaðir til að fjármagna fyrstu línuna sem kom út síðasta haust. Stutt, hraðskreitt og alþjóðlegt Eitt það fyrsta sem maður staldrar við þegar kemur að Vecct er nafnið enda ekki mjög íslenskt að sjá. Vecct er dregið af eðlisfræðihugtakinu vektor, vigur á íslensku, sem lýsir stærð og stefnu í ákveðna átt. „Ísland er stórt partur af brandinu og því sem við erum að gera en frá byrjun sáum við þetta fyrir okkar eitthvað sem yrði ekki bundið við Ísland. Okkur langaði að finna eitthvað stutt einkennandi nafn og skoðuðum þá hvað við gætum fengið hugverkarétt á alþjóðlega,“ segir Guðmundur. Á skrifstofu Vecct í Borgartúninu er hægt að skoða úrvalið.Vísir/Lýður „Okkur fannst þetta líka hljóma hraðskreitt,“ bætir hann við. Vecct var þó ekki eina nafnið sem kom til greina. „Ein upprunaleg pæling var A* (A-star), það er nafn á ,wayfinding-algóriþma' sem finnur fljótustu leiðina frá A til B og er meðal annars notuð í Google Maps. En það fór ekki í gegn,“ segir Guðmundur. Hlaupin stigmagnast samhliða merkinu Það er ekki hægt að tala um stofnun Vecct án þess að koma inn á hlaup Guðmundar sem hafa orðið sífellt veigameiri þáttur í lífi hans. Guðmundur hefur hlaupið þrjú maraþon og þónokkur hálfmaraþon. „Ég byrjaði að hlaupa þarna vorið 2023, kannski hálfu ári áður en ég flyt heim og ég myndi segja að það hafi stigmagnast með brandinu,“ segir Guðmundur um hlaupin, sem má segja að hafi tekið yfir líf hans. „Þegar maður er kannski farinn að hlaupa níu-tíu sinnum í viku er það komið aðeins umfram áhugamál. En þetta helst allt saman hönd í hönd þegar maður er að hanna hlaupaföt allan daginn og hlaupa utan vinnu,“ segir hann. Guðmundur viðurkennir að hlaupin taki upp mikinn frítíma. „Á virkum dögum byrjar maður daginn á að taka ágætlega langa æfingu, einn og hálfan tíma, svo fer maður á skrifstofuna, fer heim og hleypur aftur, borðar kvöldmat og fer að sofa,“ segir Guðmundur um hefðbundinn dag. „Ég er einhleypur og barnlaus, þetta hentar ágætlega mínum lífstíl akkúrat núna. Sama með að byrja með fyrirtæki. Við hugsuðum að núna væri rétti tíminn til að fara út í bissness. Nægur er tíminn,“ segir hann. Maraþonið hentar best Guðmundur hefur reynt við ýmsar vegalengdir en hefur fundið sína hillu í heilu maraþoni. „Ég fókusa mest á götuhlaup, sérstaklega á maraþonvegalengd, ég hef fundið að sú vegalengd hentar mér best. Ég er frekar lítill og léttur,“ segir Guðmundur um séhæfingu sína. Guðmundur vinnur nú að því að saxa niður maraþontímann. „Ég hef hlaupið þrjú maraþon hingað til, seinasta í apríl í Mílanó og hljóp það á 2:39 og er núna að undirbúa mig fyrir heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu núna í ágúst. Ég er í maraþonblokk fyrir það og er svona að toppa núna, maður byggir upp æfingamagn og svo minnkar maður það nokkrum vikum fyrir hlaupið.“ Guðmundur segir ekki í kortunum eins og er að fara út í lengri vegalengdir líkt og margir gera. „Fyrir mig þá hef ég fundið mig í maraþonvegalengdinnni, finnst það mest heillandi. Þannig ég er í rauninni bara að reyna að saxa eins og ég get af maraþontímanum. „En hver veit. Maður hefur heyrt að fólk sem er búið að vera ákveðið lengi í götuhlaupum endi í utanvegahlaupum eða styttri vegalengdnum. En ég held ég sé ekkert að fara að gera það á næstunni. Ég er giftur götunni, eins og maður segir. Vilja lyfta hlaupamenningu á hærri stall Þeir félagar í Vecct hafa ekki bara verið að selja hlaupaföt heldur einnig staðið að ýmsum hlaupatengdum viðburðum og birta reglulega hlaupatengt efni á samfélagsmiðlum sínum. Vecct hefur þegar haft töluverð áhrif á senuna bæði gegnum fötin og hlaupahittinga sína.Okfloki „Okkur finnst mjög mikilvægt að byggja upp samfélag í kringum brandið upp á stemmingu,“ segir Guðmundur um markmið Vecct. „Við erum með Strava-grúppu þar sem við erum með litlar keppnir, svo erum við með okkar hlaupa-playlista með plötusnúðum sem fylgja ákveðinni skrefatíðni og svo tökum við viðtöl við hlaupara,“ segir hann um nokk Það er í raun líka markmið hjá okkur að lyfta upp íslenskri hlaupamenningu, ekki bara með fatnaði heldur að nota fyrirtækið sem vettvang til að gera það. „Hlaup eru að verða vinsælli og vinsælli og við sjáum tækifæri í að lyfta þessari menningu upp á annað plan.“ Rýnt í efni fyrir næstu flíkur.Vísir/Lýður Einblína á hlaupaföt Þó stefnan sé sett á útlönd segir Guðmundur að Vecct sé einungis að einblína á Ísland næstu misseri. Hins vegar stendur ekki til að færa út kvíarnar í annars konar fatnað en hlaupaföt. „Við leggjum upp úr því að þetta sé sérhæft hlaupafatamerki. Það eru til alls konar merki sem sérhæfa sig í alhliða íþróttafatnaði eða útivistar- og hlaupafatnaði. Við leggjum upp úr því að bjóða upp á sérhæfða vöru sem er að fókusa á hlaupaíþróttina,“ segir hann. Hlaupin hafa verið Gumma hugleikin síðustu þrjú ár.Vísir/Lýður „Svo geturðu tekið vöruna og notað hana eins og þú vilt í ræktinni eða á djamminu. En það skín í gegn að fötin séu hönnuð með hlaup í huga.“ Vecct opnaði í upphafi mánaðar svokallað „showroom“ á skrifstofu sinni í Borgartúni 25 þar sem fólk getur skoðað fötin hjá Vecct, mátað og keypt. Ólíkt venjulegri verslun er ekki hefðbundinn opnunartími, það er opið tvo tíma á dag, frá 12 til 14, þrisvar í viku. Sýningarrými Vecct í Borgartúninu gefur áhugasömum tækifæri á að sjá fötin í persónu. Að lokum leikur blaðamanni forvitni á að vita hvernig maður verður svona heltekinn af hlaupunum. „Það er svo ógeðslega misjafnt hvað fólk getur fengið út úr hlaupum, hvort sem það er hugleiðsla eða íþrótt. Ef það er íþrótt er gaman að sjá bætingarnar koma svart á hvítu. Fyrir mig er það sitt lítið af hvoru. Hlaup geta verið það skemmtilegasa sem ég geri en líka það erfiðasta sem ég geri.
Hlaup Tengdar fréttir Ný samstarfslína 66°Norður og CCTV Ný fatalína merkjanna 66°Norður og CCTV verður kynnt í dag . Hún verður fáanleg í svokallaðri "pop-up“ verslun á Hverfisgötu 39 um helgina. Ari Magg tók myndirnar sem fylgja línunni. 7. júní 2019 22:00 Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Ný samstarfslína 66°Norður og CCTV Ný fatalína merkjanna 66°Norður og CCTV verður kynnt í dag . Hún verður fáanleg í svokallaðri "pop-up“ verslun á Hverfisgötu 39 um helgina. Ari Magg tók myndirnar sem fylgja línunni. 7. júní 2019 22:00