Tíska og hönnun

Kjólasaga Brooklyns loðin

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Þegar allt lék í lyndi - allavega út á við. Cruz Beckham, Nicola Peltz Beckham, Victoria Beckham og Brooklyn Peltz Beckham í febrúar 2024.
Þegar allt lék í lyndi - allavega út á við. Cruz Beckham, Nicola Peltz Beckham, Victoria Beckham og Brooklyn Peltz Beckham í febrúar 2024. Frazer Harrison/Getty Images

Það hefur vart farið fram hjá neinum að Beckham-fjölskyldan stendur nú í sögulegum deilum sem vöktu sérstaklega mikla athygli í gær þegar Brooklyn elsti sonur Victoriu og Davids opnaði sig um áralangar erjur hans og fjölskyldu hans. 

Fer Brooklyn ekki fögrum orðum um foreldra sína og bræður og rifjar meðal annars upp nokkur atvik tengd brúðkaupi hans og Nicolu Peltz frá árinu 2022. 

Segir hann meðal annars að móðir hans Victoria Beckham hafi stolið fyrsta dansinum af nýgiftu hjónunum og dansað við hann á óviðeigandi hátt. 

Brooklyn segir líka að Victoria hafi á ögurstundu hætt við að hanna brúðarkjól Nicolu.

„Mamma hætti við að sauma kjól Nicolu á elleftu stundu þrátt fyrir hversu spennt hún var að klæðast hönnun hennar, sem neyddi hana til að finna nýjan kjól í flýti,“ segir Brooklyn. 

Þessi fullyrðing hans hefur verið á milli tannanna á fólki á samfélagsmiðlum og vakti einn notandi athygli á gömlu viðtali tískurisans Vogue við Nicolu. 

Nicola klæddist glæsilegum brúðarkjól tískuhússins Valentino og sagði við Vogue að ferlið hefði tekið rúmt ár í heildina, sem fæstir myndu kannski kalla eitthvað sem gert er í flýti. 

„Þessi sérhannaði brúðarkjóll er afrakstur mikillar vinnu síðastliðið ár þar sem Nicola og stílisti hennar voru í stöðugum samskiptum við Pierpaolo Piccioli, listrænan stjórnanda Valentino. 

Nicola flaug tvisvar til Rómar í mátun og fór tvisvar í mátun í Bandaríkjunum og yfir saumakona tískuhússins flaug meira að segja til Miami til þess að tryggja að hvert einasta smáatriði væri til fyrirmyndar á stóra deginum. Þetta var draumakjóll Nicolu,“ er haft eftir henni í Vogue.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.