Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 16:32 Martin Zubimendi er mjög ánægður með að vera kominn til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Getty/Stuart MacFarlane Spænski landsliðsmiðjumaðurinn Martin Zubimendi varð um helgina nýr leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Arsenal keypti Zubimendi þá frá spænska félaginu Real Sociedad fyrir sextíu milljónir punda. Hann vildi ekki fara til Liverpool síðasta haust en stökk á það núna að flytja sig norður til Englands. Emlyn Begley skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið þar sem reynt var að svara spurningunni um hvað Arsenal sé að fá inn í liðið í þessum spænska landsliðsmanni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) „Hann er með mjög góðan fótboltaheila. Hann sér hluti inn á vellinum sem aðrir sjá ekki,“ sagði spænski blaðamaðurinn Roberto Ramajo við BBC Sport. Fær ekki tíu af tíu í neinu „Zubimendi fær ekki tíu af tíu í neinu en hann er með átta í einkunn í öllu. Í ensku úrvalsdeildinni þá getur hann þróað sinn leik í að vera tíu af tíu í öllu,“ sagði Ramajo. Ramajo fer svo langt að kalla hann „heila framtíðarinnar“ eða „el cerebro del futuro“ eins og hann orðar það á spænsku. Það er langlíklegast að hann verði inn á miðjunni með þeim Declan Rice og Martin Odegaard en allir þrír eiga það sameiginlegt að eiga sín bestu ár eftir. Meðal fimm efstu í mörgu Zubimendi er 26 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn með Real Sociedad eða síðan kom þangað fyrst tólf ára gamall árið 2011. Zubimendi er ekki markaskorari heldur spilar vanalega sem varnartengiliður. Hann spilað 236 leiki fyrir Sociedad og skoraði tíu mörk. Á síðasta tímabili þá var hann meðal fimm efstu í spænsku deildinni í heppnuðum sendingum, heppnuðum löngum sendingum, fjölda sendinga fram á völlinn, fjölda snertinga, tæklingum, unnum boltum og unnum skallaeinvígum. Hrifnari af honum án bolta „Hann er engin fyrirmynd þegar kemur að tækni og ber heldur ekki af þegar kemur að innsæi, löngum sendingum eða samspili. Hann skilar hins vegar alls staðar þar sem miðjumaður þarf að láta til sín taka. Þar sker hann sig úr og þess vegna hefur hann staðið sig svo vel hjá Real Sociedad,“ sagði fyrrnefndur Ramajo. „Martin er með góða tækni, hann veit hvað hann á að staðsetja sig inn á vellinum og hann les vel hvað liðið hans þarf á að halda. Hann les leikinn frábærlega og er fluglæs á aðstæður án boltans. Ég veit að menn hrósa honum þegar hann er með boltann en ég er hrifnari af honum án bolta,“ sagði Ramajo. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira
Arsenal keypti Zubimendi þá frá spænska félaginu Real Sociedad fyrir sextíu milljónir punda. Hann vildi ekki fara til Liverpool síðasta haust en stökk á það núna að flytja sig norður til Englands. Emlyn Begley skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið þar sem reynt var að svara spurningunni um hvað Arsenal sé að fá inn í liðið í þessum spænska landsliðsmanni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) „Hann er með mjög góðan fótboltaheila. Hann sér hluti inn á vellinum sem aðrir sjá ekki,“ sagði spænski blaðamaðurinn Roberto Ramajo við BBC Sport. Fær ekki tíu af tíu í neinu „Zubimendi fær ekki tíu af tíu í neinu en hann er með átta í einkunn í öllu. Í ensku úrvalsdeildinni þá getur hann þróað sinn leik í að vera tíu af tíu í öllu,“ sagði Ramajo. Ramajo fer svo langt að kalla hann „heila framtíðarinnar“ eða „el cerebro del futuro“ eins og hann orðar það á spænsku. Það er langlíklegast að hann verði inn á miðjunni með þeim Declan Rice og Martin Odegaard en allir þrír eiga það sameiginlegt að eiga sín bestu ár eftir. Meðal fimm efstu í mörgu Zubimendi er 26 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn með Real Sociedad eða síðan kom þangað fyrst tólf ára gamall árið 2011. Zubimendi er ekki markaskorari heldur spilar vanalega sem varnartengiliður. Hann spilað 236 leiki fyrir Sociedad og skoraði tíu mörk. Á síðasta tímabili þá var hann meðal fimm efstu í spænsku deildinni í heppnuðum sendingum, heppnuðum löngum sendingum, fjölda sendinga fram á völlinn, fjölda snertinga, tæklingum, unnum boltum og unnum skallaeinvígum. Hrifnari af honum án bolta „Hann er engin fyrirmynd þegar kemur að tækni og ber heldur ekki af þegar kemur að innsæi, löngum sendingum eða samspili. Hann skilar hins vegar alls staðar þar sem miðjumaður þarf að láta til sín taka. Þar sker hann sig úr og þess vegna hefur hann staðið sig svo vel hjá Real Sociedad,“ sagði fyrrnefndur Ramajo. „Martin er með góða tækni, hann veit hvað hann á að staðsetja sig inn á vellinum og hann les vel hvað liðið hans þarf á að halda. Hann les leikinn frábærlega og er fluglæs á aðstæður án boltans. Ég veit að menn hrósa honum þegar hann er með boltann en ég er hrifnari af honum án bolta,“ sagði Ramajo. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal)
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Sjá meira