Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2025 16:32 Martin Zubimendi er mjög ánægður með að vera kominn til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Getty/Stuart MacFarlane Spænski landsliðsmiðjumaðurinn Martin Zubimendi varð um helgina nýr leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Arsenal keypti Zubimendi þá frá spænska félaginu Real Sociedad fyrir sextíu milljónir punda. Hann vildi ekki fara til Liverpool síðasta haust en stökk á það núna að flytja sig norður til Englands. Emlyn Begley skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið þar sem reynt var að svara spurningunni um hvað Arsenal sé að fá inn í liðið í þessum spænska landsliðsmanni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) „Hann er með mjög góðan fótboltaheila. Hann sér hluti inn á vellinum sem aðrir sjá ekki,“ sagði spænski blaðamaðurinn Roberto Ramajo við BBC Sport. Fær ekki tíu af tíu í neinu „Zubimendi fær ekki tíu af tíu í neinu en hann er með átta í einkunn í öllu. Í ensku úrvalsdeildinni þá getur hann þróað sinn leik í að vera tíu af tíu í öllu,“ sagði Ramajo. Ramajo fer svo langt að kalla hann „heila framtíðarinnar“ eða „el cerebro del futuro“ eins og hann orðar það á spænsku. Það er langlíklegast að hann verði inn á miðjunni með þeim Declan Rice og Martin Odegaard en allir þrír eiga það sameiginlegt að eiga sín bestu ár eftir. Meðal fimm efstu í mörgu Zubimendi er 26 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn með Real Sociedad eða síðan kom þangað fyrst tólf ára gamall árið 2011. Zubimendi er ekki markaskorari heldur spilar vanalega sem varnartengiliður. Hann spilað 236 leiki fyrir Sociedad og skoraði tíu mörk. Á síðasta tímabili þá var hann meðal fimm efstu í spænsku deildinni í heppnuðum sendingum, heppnuðum löngum sendingum, fjölda sendinga fram á völlinn, fjölda snertinga, tæklingum, unnum boltum og unnum skallaeinvígum. Hrifnari af honum án bolta „Hann er engin fyrirmynd þegar kemur að tækni og ber heldur ekki af þegar kemur að innsæi, löngum sendingum eða samspili. Hann skilar hins vegar alls staðar þar sem miðjumaður þarf að láta til sín taka. Þar sker hann sig úr og þess vegna hefur hann staðið sig svo vel hjá Real Sociedad,“ sagði fyrrnefndur Ramajo. „Martin er með góða tækni, hann veit hvað hann á að staðsetja sig inn á vellinum og hann les vel hvað liðið hans þarf á að halda. Hann les leikinn frábærlega og er fluglæs á aðstæður án boltans. Ég veit að menn hrósa honum þegar hann er með boltann en ég er hrifnari af honum án bolta,“ sagði Ramajo. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) Enski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Arsenal keypti Zubimendi þá frá spænska félaginu Real Sociedad fyrir sextíu milljónir punda. Hann vildi ekki fara til Liverpool síðasta haust en stökk á það núna að flytja sig norður til Englands. Emlyn Begley skrifaði pistil fyrir breska ríkisútvarpið þar sem reynt var að svara spurningunni um hvað Arsenal sé að fá inn í liðið í þessum spænska landsliðsmanni. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) „Hann er með mjög góðan fótboltaheila. Hann sér hluti inn á vellinum sem aðrir sjá ekki,“ sagði spænski blaðamaðurinn Roberto Ramajo við BBC Sport. Fær ekki tíu af tíu í neinu „Zubimendi fær ekki tíu af tíu í neinu en hann er með átta í einkunn í öllu. Í ensku úrvalsdeildinni þá getur hann þróað sinn leik í að vera tíu af tíu í öllu,“ sagði Ramajo. Ramajo fer svo langt að kalla hann „heila framtíðarinnar“ eða „el cerebro del futuro“ eins og hann orðar það á spænsku. Það er langlíklegast að hann verði inn á miðjunni með þeim Declan Rice og Martin Odegaard en allir þrír eiga það sameiginlegt að eiga sín bestu ár eftir. Meðal fimm efstu í mörgu Zubimendi er 26 ára gamall og hefur spilað allan feril sinn með Real Sociedad eða síðan kom þangað fyrst tólf ára gamall árið 2011. Zubimendi er ekki markaskorari heldur spilar vanalega sem varnartengiliður. Hann spilað 236 leiki fyrir Sociedad og skoraði tíu mörk. Á síðasta tímabili þá var hann meðal fimm efstu í spænsku deildinni í heppnuðum sendingum, heppnuðum löngum sendingum, fjölda sendinga fram á völlinn, fjölda snertinga, tæklingum, unnum boltum og unnum skallaeinvígum. Hrifnari af honum án bolta „Hann er engin fyrirmynd þegar kemur að tækni og ber heldur ekki af þegar kemur að innsæi, löngum sendingum eða samspili. Hann skilar hins vegar alls staðar þar sem miðjumaður þarf að láta til sín taka. Þar sker hann sig úr og þess vegna hefur hann staðið sig svo vel hjá Real Sociedad,“ sagði fyrrnefndur Ramajo. „Martin er með góða tækni, hann veit hvað hann á að staðsetja sig inn á vellinum og hann les vel hvað liðið hans þarf á að halda. Hann les leikinn frábærlega og er fluglæs á aðstæður án boltans. Ég veit að menn hrósa honum þegar hann er með boltann en ég er hrifnari af honum án bolta,“ sagði Ramajo. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal)
Enski boltinn Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira