Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 5. júlí 2025 08:34 Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri. Menntastefna til ársins 2030 var samþykkt á alþingi árið 2021 og hefur ráðuneytið unnið samkvæmt henni allar götur síðan. Mikil umræða hefur verið um menntakerfið á liðnum misserum og ýmis sjónarhorn komið fram í umræðunni, bæði hér innanlands en einnig frá erlendum aðilum. Ríkur samhljómur er með þeim aðgerðum sem boðaðar eru í nýrri aðgerðaáætlun og þeim mikilvægu ábendingum sem hafa komið fram um menntakerfið m.a. frá OECD. Vissulega er snert á mörgu í aðgerðaáætluninni, enda allt starf í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, frístundastarfi og listnámi undir en ég leyfi mér að tiltaka nokkur atriði: Bættur námsárangur og samræmdar mælingar. Markvisst samstarf heimila og skóla um menntun barna og farsæld barna og ungmenna. Aukin gæði kennslu á öllum skólastigum. Farsæl menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í inngildandi skólastarfi. Betri stuðningur við kennara og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Áhersla félags- og tilfinningafærni barna og aukinn árangur þeirra í námi. Hagnýting rannsókna og gagna til þess að efla menntakerfið okkar. Bætt mat og eftirlit með skólastarfi. Þetta eru allt atriði sem við getum sammælst um að séu mikilvæg en sannarlega eru ólík sjónarhorn á lofti um forgangsröðun og hversu mikil áhersla eigi að vera á hverja aðgerð. Næst er að kynna áætlunina vel, stilla upp framkvæmdaröð og fylkja fólki saman. Það er kominn tími til að ganga til verka. Við vitum hvað verkefnið er og ætlum að vinna það saman. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Skoðun Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég legg stoltur fram aðra aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030 sem verður vegvísir fyrir menntaumbætur í öllu menntakerfinu næstu árin. Áætlunin er unnin í víðtæku samráði og markmið hennar er eitt og aðeins eitt, að ná betri árangri. Menntastefna til ársins 2030 var samþykkt á alþingi árið 2021 og hefur ráðuneytið unnið samkvæmt henni allar götur síðan. Mikil umræða hefur verið um menntakerfið á liðnum misserum og ýmis sjónarhorn komið fram í umræðunni, bæði hér innanlands en einnig frá erlendum aðilum. Ríkur samhljómur er með þeim aðgerðum sem boðaðar eru í nýrri aðgerðaáætlun og þeim mikilvægu ábendingum sem hafa komið fram um menntakerfið m.a. frá OECD. Vissulega er snert á mörgu í aðgerðaáætluninni, enda allt starf í leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, frístundastarfi og listnámi undir en ég leyfi mér að tiltaka nokkur atriði: Bættur námsárangur og samræmdar mælingar. Markvisst samstarf heimila og skóla um menntun barna og farsæld barna og ungmenna. Aukin gæði kennslu á öllum skólastigum. Farsæl menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn í inngildandi skólastarfi. Betri stuðningur við kennara og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi. Áhersla félags- og tilfinningafærni barna og aukinn árangur þeirra í námi. Hagnýting rannsókna og gagna til þess að efla menntakerfið okkar. Bætt mat og eftirlit með skólastarfi. Þetta eru allt atriði sem við getum sammælst um að séu mikilvæg en sannarlega eru ólík sjónarhorn á lofti um forgangsröðun og hversu mikil áhersla eigi að vera á hverja aðgerð. Næst er að kynna áætlunina vel, stilla upp framkvæmdaröð og fylkja fólki saman. Það er kominn tími til að ganga til verka. Við vitum hvað verkefnið er og ætlum að vinna það saman. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun