Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Agnar Már Másson skrifar 4. júlí 2025 16:56 Sigurjón Þórðarson er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar alþingis. Vísir/Anton brink Veiðigjaldið er aftur á dagskrá á fundi atvinnuveganefndar í dag en fundurinn er hluti af þinglokaviðræðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru viðræður á lokametrunum. Búist er við stuttum fundi sem hefst klukkan 17 í dag en þar verður farið yfir ákveðna útreikninga sem þingmenn deila um. Þingfundi lauk um kl. 16.30 í dag og hefst aftur kl. 10 á morgun. Veiðigjaldið var ekki á dagskrá þingfundar. Fulltrúar skattsins munu mæta á fund atvinnuveganefndar í dag sem er haldinn kl. 17 og fara yfir útreikninga sem þingmenn hafa deilt um síðustu vikuna, segir Sigurjón Þórðarson nefndarformaður í samtali við fréttastofu. Stjórnarandstæðingar hafa viljað taka veiðigjaldafrumvarpið aftur inn í nefnd frá því að Morgunblaðið greindi frá því á mánudag að með frumvarpinu yrði veiðigjald lagt á fimm fisktegundir samkvæmt „kerfisbundnu ofmati á hagnaði“. Var það krafa stjórnarliða að farið yrði yfir þá útreikninga áður en fram væri haldið. Samkvæmt heimildamönnum Vísis í þinghúsinu er fundurinn í atvinnuveganefndinni haldinn að kröfu stjórnarandstöðunnar sem hluti af þinglokasamningum. Búist er við stuttum fundi. Viðræður séu á lokametrunum og stefnt sé að því að þingflokksformenn hittist aftur eftir fund atvinnuveganefndar. Veiðigjöldin hafa verið helsta bitbeinið í viðræðum um þinglok. Umræðan um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra er orðin þriðja lengsta þingumræða frá því að þingið var sameinað í eina málstofu fyrir þremur áratugum árið 1991. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði aftur á móti við Vísi fyrr í dag að þeirri umræðu þyrfti að ljúka með atkvæðagreiðslu. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis sagði í morgun að fundahöld gærkvöldsins um framhald þingstarfa hefðu skilað árangri Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Þingfundi lauk um kl. 16.30 í dag og hefst aftur kl. 10 á morgun. Veiðigjaldið var ekki á dagskrá þingfundar. Fulltrúar skattsins munu mæta á fund atvinnuveganefndar í dag sem er haldinn kl. 17 og fara yfir útreikninga sem þingmenn hafa deilt um síðustu vikuna, segir Sigurjón Þórðarson nefndarformaður í samtali við fréttastofu. Stjórnarandstæðingar hafa viljað taka veiðigjaldafrumvarpið aftur inn í nefnd frá því að Morgunblaðið greindi frá því á mánudag að með frumvarpinu yrði veiðigjald lagt á fimm fisktegundir samkvæmt „kerfisbundnu ofmati á hagnaði“. Var það krafa stjórnarliða að farið yrði yfir þá útreikninga áður en fram væri haldið. Samkvæmt heimildamönnum Vísis í þinghúsinu er fundurinn í atvinnuveganefndinni haldinn að kröfu stjórnarandstöðunnar sem hluti af þinglokasamningum. Búist er við stuttum fundi. Viðræður séu á lokametrunum og stefnt sé að því að þingflokksformenn hittist aftur eftir fund atvinnuveganefndar. Veiðigjöldin hafa verið helsta bitbeinið í viðræðum um þinglok. Umræðan um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra er orðin þriðja lengsta þingumræða frá því að þingið var sameinað í eina málstofu fyrir þremur áratugum árið 1991. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði aftur á móti við Vísi fyrr í dag að þeirri umræðu þyrfti að ljúka með atkvæðagreiðslu. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis sagði í morgun að fundahöld gærkvöldsins um framhald þingstarfa hefðu skilað árangri
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira