Innlent

Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð

Agnar Már Másson skrifar
Kvígindisdalur er skammt frá Patreksfjarðarflugvelli. Á mynd er Patreksfjarðarbær, sem er reyndar hinu megin við fjörðinn.
Kvígindisdalur er skammt frá Patreksfjarðarflugvelli. Á mynd er Patreksfjarðarbær, sem er reyndar hinu megin við fjörðinn. Mynd úr safni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út til að sækja slasaðan göngumann í Kvígindisdal í Patreksfirði.

Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Úkallið hafi borist rétt fyrir klukkan þrjú. 

Þyrla Landhelgisgæslan tók á loft um 15.25 samkvæmt flugkortagögnum.  Engar björgunarsveitir voru kallaðar út, að sögn Landsbjargar. 

Sennilega er um beinbrot að ræða að sögn lögreglumannsins. Óvíst er hvort göngumaðurinn hafi verið einn á ferð eða í för með fleirum.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×