Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið 3. júlí 2025 21:17 Benjamin Stokke fagnar jöfnunarmarkinu sínu á móti gömlu félögunum. Sýn Sport Íslandsmeistarar Breiðabliks fataðist flugið í Mosfellsbæ í kvöld þegar liðið missti 0-2 forystu úr greipum sér, lokatölur 2-2. Heimamenn í Aftureldingu náðu þar með að tryggja sér gott stig og færst því nær efri hlutanum í Bestu deildinni. Blikar urðu hins vegar af mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Gestirnir úr Kópavogi voru ekki lengi að koma sér í forystu í kvöld. Á sjöundu mínútu barst boltinn til Óla Vals Ómarssonar við vinstra vítateigshornið. Tók hann litla gabbhreyfingu til þess að mynda sér smá pláss og smurði hann svo boltann í fjærhornið. Glæsilegt mark. Miklar þreifingar voru hjá báðum liðum næstu mínútur án þess að nokkur afgerandi færi sköpuðust, en Blikar töluvert meira með boltann þó. Á 37. mínútu fengu gestirnir sína fimmtu hornspyrnu í leiknum. Kristinn Steindórsson tók þá spyrnu stutt á Valgeir Valgeirsson sem kom með fyrirgjöf á nærsvæðið. Þar kom Ásgeir Helgi Orrason á ferðinni og potaði í boltann sem endaði í markinu. Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir. Minnkuðu þeir muninn rétt fyrir hálfleik. Elmar Kári Cogic kom þá með fyrirgjöf á fjær af hægri kantinum beint á pönnuna á Hrannari Snæ Magnússyni, sem skallaði boltann af krafti í markið. Staðan 1-2 í hálfleik. Heimamenn komu af jafn miklum krafti út úr hálfleiknum eins og þeir fóru inn í hann, því eftir aðeins rúma mínútu í seinni hálfleik voru þeir búnir að jafna leikinn. Aron Elí Sævarsson komst þá upp vinstri vænginn og renndi honum í gegnum teig gestanna. Þar kom fyrrum framherji Breiðabliks, Benjamin Stokke, á ferðinni og skilaði boltanum í netið. Til þess að koma sér aftur í forystu reyndi Halldór Árnason, þjálfari Blika, það sama og gekk svo vel gegn Stjörnunni í síðasta leik. Hann skipti þá þeim Kristni Jónssyni, Aroni Bjarnasyni og Kristófer Inga Kristinssyni inn á, en Kristófer Ingi skellti í þrennu í þeim leik á aðeins korteri. Þessi breyting skilaði þó litlu. Bæði lið voru nokkuð varfærin í sínum sóknarleik í síðari hálfleik og var færasköpunin eftir því. Besta færið áður en lokaflautið gall féll í skaut Hrannas Snæs sem var kominn einn í skyndisókn í uppbótatíma. Kom hann sér í þröngt færi en náði góðu skoti sem Anton Ari varði þó vel. Lokatölur 2-2. Atvik leiksins Fyrra mark Aftureldingar var algjör kinnhestur fyrir Blika en vítamínssprauta fyrir heimamenn. Afturelding nýtti sér þá sprautu einnig strax í upphafi síðari hálfleiks, þegar þeir jöfnuðu. Stjörnur og skúrkar Hrannar Snær var hrikalega orkumikill í þessum leik. Skoraði gott mark, fiskaði tvö gul spjöld á Blika og ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Sóknarleikur gestanna var frekar slakur í kvöld. Náðu lítið að skapa sér í opnum leik í kvöld. Tobias Thomsen var t.a.m. alveg týndur í fremstu víglínu gestanna. Dómarar Þórður Þorsteinn Þórðarson var með góð tök á þessum leik. Engin umdeild atvik eða erfiðar ákvarðanir í þessum leik. Stemning og umgjörð Stuðningsmannasveitir beggja liða voru duglegar að tromma og koma áleiðis stuðningi sínum í þessum leik. 750 manns voru á vellinum í kvöld. Hrannar Snær Magnússon.vísir / pawel Hrannar Snær Magnússon: „Við vissum að við áttum inni“ „Gríðarlega gott lið sem við erum að mæta hérna eftir alvöru leikjatörn. Þetta byrjaði kannski smá sloppy, 2-0 undir, en svo náum við að keyra þetta í gang og vinna okkur betur inn í leikinn,“ sagði Hrannar Snær Magnússon, annar markaskorara Aftureldingar í kvöld. Heimamenn náðu að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og svo jafna strax í þeim seinni, sem tryggði þeim að lokum stig. „Það var gríðarlega mikilvægt að ná þessu marki inn fyrir hálfleik. Við vorum búnir að fara í fínar stöður þarna og það var bara mjög gott að ná inn einu marki. Fara ekki inn í hálfleikinn 2-0 undir. Við vissum að við áttum inni þegar við vorum að fara yfir stöðuna í hálfleik og við náum að byrja þetta af krafti strax. Bara góð byrjun í seinni.“ Afturelding er um miðja deild, sjöunda sæti, sem stendur og hafa aðeins tapað einum af sjö heimaleikjum sínum. Nýliðarnir eru í Bestu deildinni til þess að vera með. „Ég held að við séum búnir að sýna það vel í sumar að við eigum heima í þessari deild og við vitum alveg hvað við getum.“ Hrannar Snær skoraði fyrsta mark sinna manna í kvöld, sem var jafnframt hans fimmta mark á tímabilinu. Sjálfur var hann sáttur með sína frammistöðu í kvöld sem og liðsins. „Ég er bara þokkalega sáttur með mína frammistöðu í kvöld og bara allt liðið líka, frá fyrstu mínútu og til enda. Við erum að berjast fyrir hvorn annan og hlaupa og við vitum að við getum strítt öllum liðum í þessari deild og við sýndum það í dag.“ Halldór Árnason er þjálfari BreiðabliksVísir/Pawel Halldór Árnason: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ „Ég er alls ekki sáttur með stigið, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá held ég við eigum ekki meira skilið því miður,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir svekkjandi 2-2 jafntefli við Aftureldingu í leik þar sem Blikar komust í 0-2. Halldór var ekki með svör á reiðum höndum af hverju lið hans náði ekki fram þeirri frammistöðu sem þurfti til þess að vinna Mosfellinga. „Þeir jafna leikinn bara eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Mér fannst meira spirit í okkur í seinni hálfleik og mér finnst fyrri hálfleikur ekki góður. Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar og 2-0 var kannski ekkert eðlileg staða. Ég hélt við myndum sleppa inn í hálfleik með 2-0 en svo fáum við bara högg í andlitið strax í byrjun seinni. Við tökum svo yfir þegar líður á og við fáum einhver hálffæri en það er bara ekki nóg.“ Aðspurður út í það orku-level sem Halldór segist hafa verið lítið í dag hjá liðinu, þá vildi hann meðal annars kenna því að stutt væri á milli leikja. Þess má þó geta að síðasti leikur Blika var síðasta föstudag. „Það er bara frábær spurning. Það er eitthvað sem við þurfum bara að fara vel yfir. Stutt síðan við spiluðum síðast og maður er einhvern veginn að spara orku en æfa af krafti og kannski vorum við bara með þrjár of flatar æfingar, ég veit það ekki. Þetta var bara orkulítið og líka gæðalítið í fyrri hálfleik.“ Aðspurður hvort komandi Evrópuverkefni hefði áhrif, þá þvertók Halldór fyrir það. „Það ætla ég að rétt að vona ekki. Við höfum bara ekki nefnt þá ferð einu orði við strákanna síðan var dregið. Ég ætla bara rétt að vona það að fókusinn hafi verið á þennan leik. Bara mikið hrós á Aftureldingu, bara hjartað og baráttan hjá þeim í dag. Þvílík liðsheild og trú í þessu liði, en við þurfum að gera aðeins betur.“ Besta deild karla Afturelding Breiðablik
Íslandsmeistarar Breiðabliks fataðist flugið í Mosfellsbæ í kvöld þegar liðið missti 0-2 forystu úr greipum sér, lokatölur 2-2. Heimamenn í Aftureldingu náðu þar með að tryggja sér gott stig og færst því nær efri hlutanum í Bestu deildinni. Blikar urðu hins vegar af mikilvægum stigum í toppbaráttunni. Gestirnir úr Kópavogi voru ekki lengi að koma sér í forystu í kvöld. Á sjöundu mínútu barst boltinn til Óla Vals Ómarssonar við vinstra vítateigshornið. Tók hann litla gabbhreyfingu til þess að mynda sér smá pláss og smurði hann svo boltann í fjærhornið. Glæsilegt mark. Miklar þreifingar voru hjá báðum liðum næstu mínútur án þess að nokkur afgerandi færi sköpuðust, en Blikar töluvert meira með boltann þó. Á 37. mínútu fengu gestirnir sína fimmtu hornspyrnu í leiknum. Kristinn Steindórsson tók þá spyrnu stutt á Valgeir Valgeirsson sem kom með fyrirgjöf á nærsvæðið. Þar kom Ásgeir Helgi Orrason á ferðinni og potaði í boltann sem endaði í markinu. Heimamenn voru þó ekki af baki dottnir. Minnkuðu þeir muninn rétt fyrir hálfleik. Elmar Kári Cogic kom þá með fyrirgjöf á fjær af hægri kantinum beint á pönnuna á Hrannari Snæ Magnússyni, sem skallaði boltann af krafti í markið. Staðan 1-2 í hálfleik. Heimamenn komu af jafn miklum krafti út úr hálfleiknum eins og þeir fóru inn í hann, því eftir aðeins rúma mínútu í seinni hálfleik voru þeir búnir að jafna leikinn. Aron Elí Sævarsson komst þá upp vinstri vænginn og renndi honum í gegnum teig gestanna. Þar kom fyrrum framherji Breiðabliks, Benjamin Stokke, á ferðinni og skilaði boltanum í netið. Til þess að koma sér aftur í forystu reyndi Halldór Árnason, þjálfari Blika, það sama og gekk svo vel gegn Stjörnunni í síðasta leik. Hann skipti þá þeim Kristni Jónssyni, Aroni Bjarnasyni og Kristófer Inga Kristinssyni inn á, en Kristófer Ingi skellti í þrennu í þeim leik á aðeins korteri. Þessi breyting skilaði þó litlu. Bæði lið voru nokkuð varfærin í sínum sóknarleik í síðari hálfleik og var færasköpunin eftir því. Besta færið áður en lokaflautið gall féll í skaut Hrannas Snæs sem var kominn einn í skyndisókn í uppbótatíma. Kom hann sér í þröngt færi en náði góðu skoti sem Anton Ari varði þó vel. Lokatölur 2-2. Atvik leiksins Fyrra mark Aftureldingar var algjör kinnhestur fyrir Blika en vítamínssprauta fyrir heimamenn. Afturelding nýtti sér þá sprautu einnig strax í upphafi síðari hálfleiks, þegar þeir jöfnuðu. Stjörnur og skúrkar Hrannar Snær var hrikalega orkumikill í þessum leik. Skoraði gott mark, fiskaði tvö gul spjöld á Blika og ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti. Sóknarleikur gestanna var frekar slakur í kvöld. Náðu lítið að skapa sér í opnum leik í kvöld. Tobias Thomsen var t.a.m. alveg týndur í fremstu víglínu gestanna. Dómarar Þórður Þorsteinn Þórðarson var með góð tök á þessum leik. Engin umdeild atvik eða erfiðar ákvarðanir í þessum leik. Stemning og umgjörð Stuðningsmannasveitir beggja liða voru duglegar að tromma og koma áleiðis stuðningi sínum í þessum leik. 750 manns voru á vellinum í kvöld. Hrannar Snær Magnússon.vísir / pawel Hrannar Snær Magnússon: „Við vissum að við áttum inni“ „Gríðarlega gott lið sem við erum að mæta hérna eftir alvöru leikjatörn. Þetta byrjaði kannski smá sloppy, 2-0 undir, en svo náum við að keyra þetta í gang og vinna okkur betur inn í leikinn,“ sagði Hrannar Snær Magnússon, annar markaskorara Aftureldingar í kvöld. Heimamenn náðu að minnka muninn rétt fyrir hálfleik og svo jafna strax í þeim seinni, sem tryggði þeim að lokum stig. „Það var gríðarlega mikilvægt að ná þessu marki inn fyrir hálfleik. Við vorum búnir að fara í fínar stöður þarna og það var bara mjög gott að ná inn einu marki. Fara ekki inn í hálfleikinn 2-0 undir. Við vissum að við áttum inni þegar við vorum að fara yfir stöðuna í hálfleik og við náum að byrja þetta af krafti strax. Bara góð byrjun í seinni.“ Afturelding er um miðja deild, sjöunda sæti, sem stendur og hafa aðeins tapað einum af sjö heimaleikjum sínum. Nýliðarnir eru í Bestu deildinni til þess að vera með. „Ég held að við séum búnir að sýna það vel í sumar að við eigum heima í þessari deild og við vitum alveg hvað við getum.“ Hrannar Snær skoraði fyrsta mark sinna manna í kvöld, sem var jafnframt hans fimmta mark á tímabilinu. Sjálfur var hann sáttur með sína frammistöðu í kvöld sem og liðsins. „Ég er bara þokkalega sáttur með mína frammistöðu í kvöld og bara allt liðið líka, frá fyrstu mínútu og til enda. Við erum að berjast fyrir hvorn annan og hlaupa og við vitum að við getum strítt öllum liðum í þessari deild og við sýndum það í dag.“ Halldór Árnason er þjálfari BreiðabliksVísir/Pawel Halldór Árnason: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ „Ég er alls ekki sáttur með stigið, en miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá held ég við eigum ekki meira skilið því miður,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir svekkjandi 2-2 jafntefli við Aftureldingu í leik þar sem Blikar komust í 0-2. Halldór var ekki með svör á reiðum höndum af hverju lið hans náði ekki fram þeirri frammistöðu sem þurfti til þess að vinna Mosfellinga. „Þeir jafna leikinn bara eftir tvær mínútur í seinni hálfleik. Mér fannst meira spirit í okkur í seinni hálfleik og mér finnst fyrri hálfleikur ekki góður. Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar og 2-0 var kannski ekkert eðlileg staða. Ég hélt við myndum sleppa inn í hálfleik með 2-0 en svo fáum við bara högg í andlitið strax í byrjun seinni. Við tökum svo yfir þegar líður á og við fáum einhver hálffæri en það er bara ekki nóg.“ Aðspurður út í það orku-level sem Halldór segist hafa verið lítið í dag hjá liðinu, þá vildi hann meðal annars kenna því að stutt væri á milli leikja. Þess má þó geta að síðasti leikur Blika var síðasta föstudag. „Það er bara frábær spurning. Það er eitthvað sem við þurfum bara að fara vel yfir. Stutt síðan við spiluðum síðast og maður er einhvern veginn að spara orku en æfa af krafti og kannski vorum við bara með þrjár of flatar æfingar, ég veit það ekki. Þetta var bara orkulítið og líka gæðalítið í fyrri hálfleik.“ Aðspurður hvort komandi Evrópuverkefni hefði áhrif, þá þvertók Halldór fyrir það. „Það ætla ég að rétt að vona ekki. Við höfum bara ekki nefnt þá ferð einu orði við strákanna síðan var dregið. Ég ætla bara rétt að vona það að fókusinn hafi verið á þennan leik. Bara mikið hrós á Aftureldingu, bara hjartað og baráttan hjá þeim í dag. Þvílík liðsheild og trú í þessu liði, en við þurfum að gera aðeins betur.“