Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2025 23:14 Arnar Pétursson var dæmdur úr leik og sakaður um að hafa stytt sér leið. @arnarpeturs Jóna Þórey Pétursdóttir, varaþingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Samfylkinguna, tjáir sig í kvöld um brottvísun Arnars Péturssonar úr Íslandsmeistarahlaupinu í 10 kílómetra hlaupi í gærkvöldi. Jóna, sem er systir Arnars, byrjar pistil sinn á orðunum: „Nú er nóg komið.“ Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið. Hún segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Hún segir líka svívirðilegt að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð Jóna hrósar bróður sinum. „Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð fyrir venjulegt fólk sem kann að hafa miklað það fyrir sér að fara hlaupa eða hreyfa sig. Hann hefur lyft hlaupum í umræðunni á Íslandi og gert þau skemmtilegri og aðgengilegri og aukið áhuga fólks á frjálsum íþróttum,“ skrifaði Jóna. „Í gær var hann, óréttilega, dæmdur úr leik í gær þegar hann vann 10 km götuhlaup á vegum Ármanns og hefði átt að hljóta Íslandsmeistaratitil fyrir sigurinn. Enn dómari hélt nú ekki, heldur sagði - í lok hlaups - að hann hefði stigið “3 skref” út fyrir gangstéttina sem hlaupið var á, þegar um 6,5 km voru búnir af hlaupinu. Já, skrefin tók hann þegar 6,5 km voru búnir. Nei honum var ekki veitt viðvörun um leið. Heldur var hann látinn klára hlaupið og tilkynnt um niðurstöðuna þegar titillinn var kominn í hús eftir alla 10 km,“ skrifaði Jóna. Aðrir fóru líka út fyrir gangstéttina „Skrefin höfðu engin áhrif á stöðu hans eða annarra keppenda, og höfðu engin áhrif á vegalengdina sem hlaupin var. Hann komst ekki fram úr neinum með þessum skrefum, og fór ekki styttri leið en aðrir. Aðrir hlauparar, þar á meðal skráður sigurvegar skv. úrslitum hlaupsins, fóru líka út fyrir gangstéttina,“ skrifaði Jóna. „Í dag gaf Frjálsíþróttadeild Ármanns út yfirlýsingu, þar sem formaður, mótsstjóri o.fl. aðilar, fullyrða að hlaupari (Arnar) “stytti sér þar með leið” með skrefunum þremur út af gangstéttinni, og taka þar með afstöðu í málinu - ranga afstöðu,“ skrifaði Jóna. Svívirðilegt „Að félagið beiti sér gegn keppanda með þessum hætti, sem á augljóslega eftir að kæra dóminn og úrslit mótsins og fá niðurstöðu í því máli, er svívirðilegt. Keppandinn, er einstaklingur, sem þarf að verja hlut sinn þar sem allt er upp í móti. Staða keppanda í þessum aðstæðum er virkilega erfið þegar kemur að kæruleiðum,“ skrifaði Jóna. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34 Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Jóna, sem er systir Arnars, byrjar pistil sinn á orðunum: „Nú er nóg komið.“ Hún segir bróður sinn hafa verið algjöran afburða málsvara hreyfingar, heilsu og sérstaklega hlaupa. Hún vekur athygli á því að Arnar hafi ekki fengið viðvörun heldur verið látinn klára hlaupið. Hún segir líka að aðrir hlauparar hafi líka farið út fyrir gangstéttina. Hún segir líka svívirðilegt að Frjálsíþróttadeild Ármanns beiti sér gegn keppanda með þessum hætti. Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð Jóna hrósar bróður sinum. „Áhrif hans eru gríðarleg og jákvæð fyrir venjulegt fólk sem kann að hafa miklað það fyrir sér að fara hlaupa eða hreyfa sig. Hann hefur lyft hlaupum í umræðunni á Íslandi og gert þau skemmtilegri og aðgengilegri og aukið áhuga fólks á frjálsum íþróttum,“ skrifaði Jóna. „Í gær var hann, óréttilega, dæmdur úr leik í gær þegar hann vann 10 km götuhlaup á vegum Ármanns og hefði átt að hljóta Íslandsmeistaratitil fyrir sigurinn. Enn dómari hélt nú ekki, heldur sagði - í lok hlaups - að hann hefði stigið “3 skref” út fyrir gangstéttina sem hlaupið var á, þegar um 6,5 km voru búnir af hlaupinu. Já, skrefin tók hann þegar 6,5 km voru búnir. Nei honum var ekki veitt viðvörun um leið. Heldur var hann látinn klára hlaupið og tilkynnt um niðurstöðuna þegar titillinn var kominn í hús eftir alla 10 km,“ skrifaði Jóna. Aðrir fóru líka út fyrir gangstéttina „Skrefin höfðu engin áhrif á stöðu hans eða annarra keppenda, og höfðu engin áhrif á vegalengdina sem hlaupin var. Hann komst ekki fram úr neinum með þessum skrefum, og fór ekki styttri leið en aðrir. Aðrir hlauparar, þar á meðal skráður sigurvegar skv. úrslitum hlaupsins, fóru líka út fyrir gangstéttina,“ skrifaði Jóna. „Í dag gaf Frjálsíþróttadeild Ármanns út yfirlýsingu, þar sem formaður, mótsstjóri o.fl. aðilar, fullyrða að hlaupari (Arnar) “stytti sér þar með leið” með skrefunum þremur út af gangstéttinni, og taka þar með afstöðu í málinu - ranga afstöðu,“ skrifaði Jóna. Svívirðilegt „Að félagið beiti sér gegn keppanda með þessum hætti, sem á augljóslega eftir að kæra dóminn og úrslit mótsins og fá niðurstöðu í því máli, er svívirðilegt. Keppandinn, er einstaklingur, sem þarf að verja hlut sinn þar sem allt er upp í móti. Staða keppanda í þessum aðstæðum er virkilega erfið þegar kemur að kæruleiðum,“ skrifaði Jóna. Það má lesa allan pistil hennar hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34 Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Stefán vann í stað Arnars Stefán Pálsson er Íslandsmeistari karla í tíu kílómetra götuhlaupi, honum var dæmdur sigur í gærkvöldi eftir að hlaup Arnars Péturssonar var dæmt ógilt. 3. júlí 2025 14:34
Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Hlaupagarpurinn og margfaldi Íslandsmeistarinn Arnar Pétursson var í kvöld dæmdur úr leik á Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi og hann er mjög ósáttur. 2. júlí 2025 22:05