Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 2. júlí 2025 15:01 Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Í dag hefur Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi afnot af 9,8 fermetra skrifstofurými í Búðardal þó að þarfagreining sýni að meira þurfi til svo aðstaðan geti kallast ásættanleg og í Búðardal er einungis einn lögreglumaður búsettur og starfandi að jafnaði í 50% starfi lögreglumanns. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um Löggæslu í Dalabyggð sem kom út í desember 2023, segir að staðsetning lögreglustöðva þurfi m.a. að taka hliðsjón af því hvar fólk býr og verkefni eiga sér stað en einnig útkallsvegalengdum, slysatíðni, viðbragðstíma, stærðar landsvæða, veðurfarsaðstæðna, færðar o.s.frv. Þá er lágmarks mönnunarþörf grenndarlögreglustöðvar í héraðinu talin vera fjórir til níu lögreglumenn. Ekki liggur fyrir skilgreining um hvaða aðstaða skuli vera til staðar en að lágmarki verði að gera kröfu til þess að þar sé aðstaða fyrir varðstofu, skýrslugerð, yfirheyrslur, starfsmannaaðstaða og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar ásamt fangaklefa til skammtímavistunar fanga. Það gefur því augaleið að 9,8 fermetra skrifstofa er ekki að uppfylla það lágmark sem lögreglan talar um að þurfi til. Ekki heldur dugar til að hér sé einungis 50% stöðuhlutfall lögreglumanns þó svo sá einstaklingur sem um ræðir sé öflugur á ýmsum sviðum og Dalamenn upp til hópa lög hlýðnir. Ljóst er að ef ekki er lögreglustöð í Búðardal er það eini byggðarkjarninn í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem ekki er innan við 45 mínútna akstursfjarlægð til lögreglustöðvar. Sveitarfélagið er vel staðsett landfræðilega til að þjónusta út frá þéttbýlinu Búðardal, þar sem segja má að um 80km séu í næsta þéttbýli hvert sem litið er (Reykhólar, Hólmavík, Hvammstangi, Borgarnes, Stykkishólmur), þó það svæði nái út fyrir skilgreint lögregluumdæmi Vesturlands. Niðurstaða fyrrnefndrar skýrslu Ríkislögreglustjóra er sú að verkefnafjöldi sé slíkur að mikilvægt sé að til staðar sé mönnuð lögregluvakt í Dalabyggð, þörf sé á auknum afbrotavörnum og að lögreglustöð í Búðardal verði að lágmarki mönnuð fjórum lögreglumönnum. Í dag starfar eins og fyrr sagði einn lögreglumaður í 50% starfi í Dalabyggð auk þess sem til staðar hafa verið héraðslögreglumenn. Aðrar vaktir hafa verið mannaðar með lögreglumönnum frá m.a. Akranesi og Borgarnesi en engin föst viðvera til staðar. Uppi eru áform um uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð og hefur lögreglustjóraembættið á Vesturlandi tekið þátt í því samtali auk annarra sem um ræðir í þeim efnum. Má þarf m.a. nefna Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna aðstöðu fyrir bílakost þeirrar stofnunar, slökkvilið Dalabyggðar, Björgunarsveitina Ósk og fl. Einnig hefur FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir) verið upplýst um stöðu mála. Hjá FSRE fást þau svör að það sé skilningur á stöðunni en til þess að sú stofnun geti aðhafst sé nauðsynlegt að viðkomandi ráðuneyti gefi heimild sem og að þess sé getið með skýrum hætti í Fjármálaáætlun að gert sé ráð fyrir verkefninu. Er hér með þessu greinarkorni enn og aftur skorað á þá sem með ákvörðunarvaldið fara að stíga fast til jarðar og láta verkin tala hvað varðar aðstöðumál löggæslu, mönnun löggæslu og aðstöðu viðbragðsaðila í Búðardal. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Dalabyggð Lögreglan Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Dalabyggð hefur ítrekað undanfarin misseri og ár kallað eftir viðbragði og aðgerðum dómsmálaráðherra varðandi algjört aðstöðuleysi starfsemi lögreglunnar í Búðardal og sem og þörf fyrir aukna mönnun lögreglunnar á svæðinu. Í dag hefur Lögreglustjóraembættið á Vesturlandi afnot af 9,8 fermetra skrifstofurými í Búðardal þó að þarfagreining sýni að meira þurfi til svo aðstaðan geti kallast ásættanleg og í Búðardal er einungis einn lögreglumaður búsettur og starfandi að jafnaði í 50% starfi lögreglumanns. Í skýrslu Ríkislögreglustjóra um Löggæslu í Dalabyggð sem kom út í desember 2023, segir að staðsetning lögreglustöðva þurfi m.a. að taka hliðsjón af því hvar fólk býr og verkefni eiga sér stað en einnig útkallsvegalengdum, slysatíðni, viðbragðstíma, stærðar landsvæða, veðurfarsaðstæðna, færðar o.s.frv. Þá er lágmarks mönnunarþörf grenndarlögreglustöðvar í héraðinu talin vera fjórir til níu lögreglumenn. Ekki liggur fyrir skilgreining um hvaða aðstaða skuli vera til staðar en að lágmarki verði að gera kröfu til þess að þar sé aðstaða fyrir varðstofu, skýrslugerð, yfirheyrslur, starfsmannaaðstaða og bílageymsla fyrir lögreglubifreiðar ásamt fangaklefa til skammtímavistunar fanga. Það gefur því augaleið að 9,8 fermetra skrifstofa er ekki að uppfylla það lágmark sem lögreglan talar um að þurfi til. Ekki heldur dugar til að hér sé einungis 50% stöðuhlutfall lögreglumanns þó svo sá einstaklingur sem um ræðir sé öflugur á ýmsum sviðum og Dalamenn upp til hópa lög hlýðnir. Ljóst er að ef ekki er lögreglustöð í Búðardal er það eini byggðarkjarninn í umdæmi lögreglustjórans á Vesturlandi þar sem ekki er innan við 45 mínútna akstursfjarlægð til lögreglustöðvar. Sveitarfélagið er vel staðsett landfræðilega til að þjónusta út frá þéttbýlinu Búðardal, þar sem segja má að um 80km séu í næsta þéttbýli hvert sem litið er (Reykhólar, Hólmavík, Hvammstangi, Borgarnes, Stykkishólmur), þó það svæði nái út fyrir skilgreint lögregluumdæmi Vesturlands. Niðurstaða fyrrnefndrar skýrslu Ríkislögreglustjóra er sú að verkefnafjöldi sé slíkur að mikilvægt sé að til staðar sé mönnuð lögregluvakt í Dalabyggð, þörf sé á auknum afbrotavörnum og að lögreglustöð í Búðardal verði að lágmarki mönnuð fjórum lögreglumönnum. Í dag starfar eins og fyrr sagði einn lögreglumaður í 50% starfi í Dalabyggð auk þess sem til staðar hafa verið héraðslögreglumenn. Aðrar vaktir hafa verið mannaðar með lögreglumönnum frá m.a. Akranesi og Borgarnesi en engin föst viðvera til staðar. Uppi eru áform um uppbyggingu sameiginlegs húsnæðis viðbragðsaðila í Dalabyggð og hefur lögreglustjóraembættið á Vesturlandi tekið þátt í því samtali auk annarra sem um ræðir í þeim efnum. Má þarf m.a. nefna Heilbrigðisstofnun Vesturlands vegna aðstöðu fyrir bílakost þeirrar stofnunar, slökkvilið Dalabyggðar, Björgunarsveitina Ósk og fl. Einnig hefur FSRE (Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir) verið upplýst um stöðu mála. Hjá FSRE fást þau svör að það sé skilningur á stöðunni en til þess að sú stofnun geti aðhafst sé nauðsynlegt að viðkomandi ráðuneyti gefi heimild sem og að þess sé getið með skýrum hætti í Fjármálaáætlun að gert sé ráð fyrir verkefninu. Er hér með þessu greinarkorni enn og aftur skorað á þá sem með ákvörðunarvaldið fara að stíga fast til jarðar og láta verkin tala hvað varðar aðstöðumál löggæslu, mönnun löggæslu og aðstöðu viðbragðsaðila í Búðardal. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun