„Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 14:05 Diljá Mist segir að breytt viðhorf ungmenna gagnvart vinnumarkaði sé áhyggjuefni hjá atvinnurekendum landsins. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún hefur fengið ábendingar að undanförnu sem snúa meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra. „Ég er alltaf í miklum samskiptum við atvinnulífið og atvinnurekendur, og undanfarið hafa borist til mín ábendingar um breytt viðhorf ungmenna, meðal annars varðandi veikindaréttindi og sumarfrí,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. „Sumarstarfsmenn sem eru kannski að koma en skilja kannski ekki alveg að inni í því er ekki sumarfrí.“ Foreldrar verði að hemja sig Diljá segir að eftir ábendingar þar sem atvinnurekendur lýstu áhyggjum af þróun mála hafi hún ákveðið að auglýsa eftir fleiri sögum. Hún hafi meðal annars verið að fá sögur af verulega auknum afskiptum foreldra af ungmennum á vinnumarkaði. „Ég hef verið að fá sögur af foreldravandamálum, þar sem að foreldrar eru að blanda sér í starfsumhverfi barnanna með beinum hætti, setja sig í samband við vinnuveitendur og svona,“ segir hún. Foreldrar, kennarar, og aðrir sem bera ábyrgð á samfélagsgerðinni verði að líta í eigin barm. Diljá veltir fyrir sér til dæmis hvort að áherslubreytingar hafi orðið í kennslu. „Það rifjaðist upp fyrir mér, að þetta var hluti af náminu þegar ég var í unglingadeild til dæmis. Það var umræða um vinnumarkaðinn og ég var að velta fyrir mér hvort við höfum aðeins gleymt okkur varðandi þessa þætti,“ segir Diljá. „Svo verða foreldrar auðvitað að hemja sig, ágæt áminning fyrir mann sjálfan.“ Málið varpi ljósi á stærri vanda Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um aukin afskipti foreldra af börnum sínum, hvort sem það í skólakerfinu, íþróttastarfi eða öðrum tómstundum. Diljá segir að umræðan um þessi mál varpi ljósi á stærri vanda. „Við foreldrar þurfum að fara hugsa okkur um. Erum við að kenna börnunum okkar að vinna? Erum við að kenna þeim heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðar og hvað það er mikilvægt fyrir börn að læra að vinna? Það var að minnsta kosti lögð þung áhersla á það í mínu uppeldi.“ „Ég er að kalla fram umræðu um þetta.“ Diljá segir að það sé ábyrgð samfélagsins að skila af sér kynslóðum sem hafa heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðarins. Svo virðist sem pottur sé víða brotinn varðandi fræðslu og uppeldi hvað ýmis atriði varðar. Hún segir mikilvægt að halda því til haga að hún hafi undan engu að kvarta sem viðskiptavinur, þegar ungmenni eru við störf. „Þau eru öll vel upplýst, kurteis og liðleg. Mér finnst mikilvægt að taka það fram.“ „En svo fær maður fullt af tölvupóstum frá þeim sem eru að reka vinnustaði, sem segja ég veit hvert þú ert að fara.“ „Samhljómurinn er þessi, þetta er viðhorfsmál hjá ungmennum, varðandi veikindarétt og frítökurétt. Svo eru það afskipti foreldra sem hafa færst í aukana,“ segir Diljá. Börn og uppeldi Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég er alltaf í miklum samskiptum við atvinnulífið og atvinnurekendur, og undanfarið hafa borist til mín ábendingar um breytt viðhorf ungmenna, meðal annars varðandi veikindaréttindi og sumarfrí,“ segir Diljá í samtali við fréttastofu. „Sumarstarfsmenn sem eru kannski að koma en skilja kannski ekki alveg að inni í því er ekki sumarfrí.“ Foreldrar verði að hemja sig Diljá segir að eftir ábendingar þar sem atvinnurekendur lýstu áhyggjum af þróun mála hafi hún ákveðið að auglýsa eftir fleiri sögum. Hún hafi meðal annars verið að fá sögur af verulega auknum afskiptum foreldra af ungmennum á vinnumarkaði. „Ég hef verið að fá sögur af foreldravandamálum, þar sem að foreldrar eru að blanda sér í starfsumhverfi barnanna með beinum hætti, setja sig í samband við vinnuveitendur og svona,“ segir hún. Foreldrar, kennarar, og aðrir sem bera ábyrgð á samfélagsgerðinni verði að líta í eigin barm. Diljá veltir fyrir sér til dæmis hvort að áherslubreytingar hafi orðið í kennslu. „Það rifjaðist upp fyrir mér, að þetta var hluti af náminu þegar ég var í unglingadeild til dæmis. Það var umræða um vinnumarkaðinn og ég var að velta fyrir mér hvort við höfum aðeins gleymt okkur varðandi þessa þætti,“ segir Diljá. „Svo verða foreldrar auðvitað að hemja sig, ágæt áminning fyrir mann sjálfan.“ Málið varpi ljósi á stærri vanda Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um aukin afskipti foreldra af börnum sínum, hvort sem það í skólakerfinu, íþróttastarfi eða öðrum tómstundum. Diljá segir að umræðan um þessi mál varpi ljósi á stærri vanda. „Við foreldrar þurfum að fara hugsa okkur um. Erum við að kenna börnunum okkar að vinna? Erum við að kenna þeim heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðar og hvað það er mikilvægt fyrir börn að læra að vinna? Það var að minnsta kosti lögð þung áhersla á það í mínu uppeldi.“ „Ég er að kalla fram umræðu um þetta.“ Diljá segir að það sé ábyrgð samfélagsins að skila af sér kynslóðum sem hafa heilbrigð viðhorf í garð vinnumarkaðarins. Svo virðist sem pottur sé víða brotinn varðandi fræðslu og uppeldi hvað ýmis atriði varðar. Hún segir mikilvægt að halda því til haga að hún hafi undan engu að kvarta sem viðskiptavinur, þegar ungmenni eru við störf. „Þau eru öll vel upplýst, kurteis og liðleg. Mér finnst mikilvægt að taka það fram.“ „En svo fær maður fullt af tölvupóstum frá þeim sem eru að reka vinnustaði, sem segja ég veit hvert þú ert að fara.“ „Samhljómurinn er þessi, þetta er viðhorfsmál hjá ungmennum, varðandi veikindarétt og frítökurétt. Svo eru það afskipti foreldra sem hafa færst í aukana,“ segir Diljá.
Börn og uppeldi Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn „Þetta er býsna vandasöm umræða. Sumir vilja til dæmis meina að ef vinnuveitendur krefja launþega um læknisvottorð til að sanna veikindi sín, þá sé það til marks um að þeir treysti ekki starfsfólki sínu,“ segir Gunnar Ármannsson lögmaður og sviðsstjóri rekstrarsviðs VHE. 9. júní 2025 08:01