Innlent

Um­ræðum haldið á­fram eftir langan fund þingflokksformanna

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Pontan hefur staðið auð bróðurpart kvöldsins.
Pontan hefur staðið auð bróðurpart kvöldsins. Vísir/Vilhelm

Þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu ásamt ráðherrum hafa fundað síðan um kvöldmatarleytið. Þau hafa freistað því að ná samkomulagi um framhald þingstarfa og þinglok.

Fréttastofa hefur ekki náð tali af þingflokksformönnum og þeir þingmenn sem hún hefur rætt við hafa takmarkað geta tjáð sig enda hafi þeir ekki upplýsingar um það sem fram fór á fundinum.

Hlé var gert á þingfundi klukkan hálf átta. Þingfundi var svo ítrekað frestað um hálftíma til klukkan ellefu í kvöld og svo loks um tíu mínútur og hófst þingfundur á nýjan leik þegar klukkan var tíu mínútur gengin í tólf. Hver niðurstaða þess fundar var liggur ekki fyrir

Þá hófust umræður um veiðigjöld á ný með ræðu Þórarins Inga Péturssonar úr Framsóknarflokki. Á mælendaskrá eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Miðflokksins. 

Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×