Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. júlí 2025 20:05 Ásmundur Ernir og Hlökk en Ásmundur hefur séð um að þjálfa hana síðust ár og hefur náð feiknagóðum árangri með hryssuna á þeim mótum, sem þau hafa keppt á. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hryssan Hlökk er eitt allra efnilegasta hross, sem hefur komið fram hér á landi en hún og knapi hennar, Ásmundur Ernir Snorrason unnu öll helstu verðlaun á Íslandsmóti á Selfossi um helgina. „ Dekurprinsessa“, segir Ásmundur. Keflvíkingurinn Ásmundur Ernir og Hlökk, sem er frá Strandarhöfði í Ásahreppi og er í eigu þeirra Guðmundar Más Stefánssonar og Auðar Margrétar Möller, fóru á kostum á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna á Selfossi um helgina og sópuðu til sín öllum helstu verðlaununum. Fótaburður Hlakkar þykir einstakur en það fór þó illa í töltkeppninni því þá fór skeifa undan hryssunni og þau þurftu því að yfirgefa keppnisvöllinn. Sárt, en svona er þetta stundum, það eru ekki alltaf jólin. „Við urðum Íslandsmeistarar í fjórgang og samanlögðum greinum, sem er tekið út frá forkeppninni í fjórgang og töltgreinunum. Og svo varð ég Íslandsmeistari líka í samanlögðum greinum í fimmgangi,“ segir Ásmundur Ernir stoltur. „Þetta er náttúrulega ofboðslegur gæðingur með mikill hreyfingu og með þessum miklum hreyfingum er búið að taka svolítinn tíma í að byggja upp styrkinn í að geta klárað öll þessu verkefni, sem hún er búin að leysa svo vel núna í ár,“ segir Ásmundur Ernir. En er ekki ótrúlegt hvað hún lyftir hátt þegar hún töltir eða hvað? „Jú, það eru margir, sem halda bara að lappirnar séu að fara að slitna af henni en það er eitthvað alveg ótrúlegt hvað hún getur gert,“ segir Ásmundur. Verðlaunin inn í stofu heima hjá Ásmundi Erni og fjölskyldu, sem komu eftir keppnina á Hlökk á Íslandsmótinu á Selfossi um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir Hlökk mikinn ljúfling. „Ég er kannski búin að búa til svona of mikla „dekurprinsessu“, segir hann hlægjandi. Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Hlökk keppir á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í næsta mánuði, það mun skýrst á næstu dögum. Heimasætan á Litla Landi, Eva Hrönn, átta ára er mikil hestastelpa og fer stundum á bak á Hlökk. En hvernig hestur er Hlökk? „Hún er mjög hágeng og mjög góð hryssa,“ segir Eva. En hvor er betri á hestum, þú eða pabbi þinn? „Ég“, segir Eva og var fljót til svars. Eva Hrönn Ásmundsdóttir, 8 ára hestastelpa á Litla landi fær stundum að fara á bak á Hlökk en þær eru mjög góðar vinkonur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Hestar Dýr Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Keflvíkingurinn Ásmundur Ernir og Hlökk, sem er frá Strandarhöfði í Ásahreppi og er í eigu þeirra Guðmundar Más Stefánssonar og Auðar Margrétar Möller, fóru á kostum á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna á Selfossi um helgina og sópuðu til sín öllum helstu verðlaununum. Fótaburður Hlakkar þykir einstakur en það fór þó illa í töltkeppninni því þá fór skeifa undan hryssunni og þau þurftu því að yfirgefa keppnisvöllinn. Sárt, en svona er þetta stundum, það eru ekki alltaf jólin. „Við urðum Íslandsmeistarar í fjórgang og samanlögðum greinum, sem er tekið út frá forkeppninni í fjórgang og töltgreinunum. Og svo varð ég Íslandsmeistari líka í samanlögðum greinum í fimmgangi,“ segir Ásmundur Ernir stoltur. „Þetta er náttúrulega ofboðslegur gæðingur með mikill hreyfingu og með þessum miklum hreyfingum er búið að taka svolítinn tíma í að byggja upp styrkinn í að geta klárað öll þessu verkefni, sem hún er búin að leysa svo vel núna í ár,“ segir Ásmundur Ernir. En er ekki ótrúlegt hvað hún lyftir hátt þegar hún töltir eða hvað? „Jú, það eru margir, sem halda bara að lappirnar séu að fara að slitna af henni en það er eitthvað alveg ótrúlegt hvað hún getur gert,“ segir Ásmundur. Verðlaunin inn í stofu heima hjá Ásmundi Erni og fjölskyldu, sem komu eftir keppnina á Hlökk á Íslandsmótinu á Selfossi um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir Hlökk mikinn ljúfling. „Ég er kannski búin að búa til svona of mikla „dekurprinsessu“, segir hann hlægjandi. Ekki er vitað á þessum tímapunkti hvort Hlökk keppir á heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í næsta mánuði, það mun skýrst á næstu dögum. Heimasætan á Litla Landi, Eva Hrönn, átta ára er mikil hestastelpa og fer stundum á bak á Hlökk. En hvernig hestur er Hlökk? „Hún er mjög hágeng og mjög góð hryssa,“ segir Eva. En hvor er betri á hestum, þú eða pabbi þinn? „Ég“, segir Eva og var fljót til svars. Eva Hrönn Ásmundsdóttir, 8 ára hestastelpa á Litla landi fær stundum að fara á bak á Hlökk en þær eru mjög góðar vinkonur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Hestar Dýr Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira