Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. júlí 2025 21:02 Nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn bíða nú eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna. Vísir/Vilhelm Metfjöldi barna bíður nú eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna eða nærri tvö þúsund og fimm hundruð börn. Aldrei hafa jafn margar tilvísanir borist og á þessu ári. Yfirlæknir segir í skoðun að vísa börnum í meira mæli frá. Geðheilsumiðstöð barna veitir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn frá meðgöngu til átján ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin tók til starfa árið 2022 og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt sem leita til hennar og langir biðlistar myndast. Til að mynda bíða nú 2.480 börn eftir því að komast í ADHD- eða einhverfugreiningu Börnum á biðlista hefur fjölgað hratt.Vísir/Sara „Það er í ákveðnu hámarki eins og er. Við héldum kannski að það væri aðeins að draga úr en því miður hefur það ekki orðið raunin á þessu ári,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna. Börn fara fyrst í frumgreiningu áður en nöfn þeirra eru skráð til frekari greiningar, en biðlistinn lengist stöðugt og getur barn þurft að bíða í allt að þrjú ár til að komast að. Hundrað fimmtíu og fjórar tilvísanir að meðaltali berast í hverju mánuði, sem er metfjöldi og foreldrar hafa áhyggjur. Tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar í hverjum mánuði hafa aldrei verið fleiri. Vísir/Sara „Það náttúrulega er í öngum sínum og þetta hef slæm áhrif oft á foreldra og stundum er um að ræða börn með mikinn vanda og við reynum náttúrulega að forgangsraða líka málum ef við sjáum að vandinn er mjög mikill.“ Erfitt sé að segja hvað skýri þessa fjölgun en ástæðurnar geti verið margar svo sem að betur sé fylgst með í skólum. Dæmi eru um að foreldrar gefist upp á biðlistanum og leiti til einkaaðila. Slíkt getur þó verið kostnaðarsamt. Guðrún segir margt hafa verið gert til að reyna að stytta biðlistann. Þannig hafi stöðugildum verið fjölgað og verklag skoðað. „Svo eru í rauninni fleiri leiðir sem við verðum að fara. Við verðum að skoða bæði kannski hvort að við eigum að vísa meira frá. Við erum með lága frávísunarprósentu og jafnvel að reyna að semja við önnur teymi, geðheilsuteymi sem eru til, hvort að þau geti tekið eitthvað af til dæmis ADHD málunum.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna segir að skoða verði hvort vísa þurfi börnum frá.Vísir/Sigurjón Á meðan börnin bíða eftir að komast að sé mikilvægt, ef grunur er um ADHD eða einhverfu, að gripið sé til ráðstafana. „Samkvæmt farsældarlögum eiga þau náttúrulega fullan rétt á þjónustu eins og önnur börn bara við hæfi. Þannig það ætti ekki að þurfa að vera komin staðfest greining þó það sé alltaf betra fyrir börnin og alla aðila þá er samt mikilvægt að grípa fyrr inn í þó að greining sé ekki komin.“ Heilbrigðismál Börn og uppeldi ADHD Einhverfa Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Geðheilsumiðstöð barna veitir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn frá meðgöngu til átján ára aldurs og fjölskyldur þeirra. Miðstöðin tók til starfa árið 2022 og síðan þá hefur þeim fjölgað hratt sem leita til hennar og langir biðlistar myndast. Til að mynda bíða nú 2.480 börn eftir því að komast í ADHD- eða einhverfugreiningu Börnum á biðlista hefur fjölgað hratt.Vísir/Sara „Það er í ákveðnu hámarki eins og er. Við héldum kannski að það væri aðeins að draga úr en því miður hefur það ekki orðið raunin á þessu ári,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar barna. Börn fara fyrst í frumgreiningu áður en nöfn þeirra eru skráð til frekari greiningar, en biðlistinn lengist stöðugt og getur barn þurft að bíða í allt að þrjú ár til að komast að. Hundrað fimmtíu og fjórar tilvísanir að meðaltali berast í hverju mánuði, sem er metfjöldi og foreldrar hafa áhyggjur. Tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar í hverjum mánuði hafa aldrei verið fleiri. Vísir/Sara „Það náttúrulega er í öngum sínum og þetta hef slæm áhrif oft á foreldra og stundum er um að ræða börn með mikinn vanda og við reynum náttúrulega að forgangsraða líka málum ef við sjáum að vandinn er mjög mikill.“ Erfitt sé að segja hvað skýri þessa fjölgun en ástæðurnar geti verið margar svo sem að betur sé fylgst með í skólum. Dæmi eru um að foreldrar gefist upp á biðlistanum og leiti til einkaaðila. Slíkt getur þó verið kostnaðarsamt. Guðrún segir margt hafa verið gert til að reyna að stytta biðlistann. Þannig hafi stöðugildum verið fjölgað og verklag skoðað. „Svo eru í rauninni fleiri leiðir sem við verðum að fara. Við verðum að skoða bæði kannski hvort að við eigum að vísa meira frá. Við erum með lága frávísunarprósentu og jafnvel að reyna að semja við önnur teymi, geðheilsuteymi sem eru til, hvort að þau geti tekið eitthvað af til dæmis ADHD málunum.“ Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir á Geðheilsumiðstöð barna segir að skoða verði hvort vísa þurfi börnum frá.Vísir/Sigurjón Á meðan börnin bíða eftir að komast að sé mikilvægt, ef grunur er um ADHD eða einhverfu, að gripið sé til ráðstafana. „Samkvæmt farsældarlögum eiga þau náttúrulega fullan rétt á þjónustu eins og önnur börn bara við hæfi. Þannig það ætti ekki að þurfa að vera komin staðfest greining þó það sé alltaf betra fyrir börnin og alla aðila þá er samt mikilvægt að grípa fyrr inn í þó að greining sé ekki komin.“
Heilbrigðismál Börn og uppeldi ADHD Einhverfa Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira