Innlent

Land­ris heldur á­fram í Svarts­engi

Atli Ísleifsson skrifar
Engar breytingar hafa orðið á helstu mælingum sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati.
Engar breytingar hafa orðið á helstu mælingum sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. Vísir/Hulda Margrét

Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi og hefur virkni verið stöðug síðustu vikur. Kvikusöfnun í hólfinu undir Svartsengi hefur haldið áfram, en ekki hafa orðið breytingar sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar þar sem segir að líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist ef kvikusöfnun heldur áfram.

„Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi, virkni hefur verið stöðug síðustu vikur. Að meðaltali mælast um 10 smáskjálftar á dag, flestir þeirra norðan við Grindavík.

Engar breytingar hafa orðið á helstu mælingum sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu.

Hættumatskort Veðurstofunnar gildir áfram til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu.

Ítarupplýsingar um hvernig hættumat og hættumatskort eru gerð

Mikilvægt að hafa í huga

Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við hugsanlega áframhaldandi virkni í Svartsengiskerfinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×