Innlent

Ragna yfir­gefur Alþingi mánuði fyrr en á­ætlað var

Atli Ísleifsson skrifar
Ragna Árnadóttir tekur nú við stöðu forstjóra Landsnets.
Ragna Árnadóttir tekur nú við stöðu forstjóra Landsnets. Vísir/Vilhelm

Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hefur fallist á beiðni Rögnu Árnadóttur um lausn frá embætti skrifstofustjóra Alþingis frá 1. júlí í stað 1. ágúst næstkomandi eins og áætlað var. Ragna hafði áður beðist lausnar til að taka við embætti forstjóra Landsnets.

Sagt er frá þessu á vef Alþingis. Þar kemur ennfremur fram að forseti þingsins hafi jafnframt falið Auði Elvu Jónsdóttur, fjármála- og rekstrarstjóra á skrifstofu Alþingis og staðgengli skrifstofustjóra, að sinna verkefnum skrifstofustjóra næsta mánuðinn. 

Ráðgert er að Sverrir Jónsson taki við embætti skrifstofustjóra Alþingis 1. ágúst næstkomandi. 

Greint var frá því í ferbrúar að Ragna myndi hætta sem skrifstofustjóri Alþingis. „Ég vildi segja ykkur frá því að ég mun söðla um 1. ágúst næstkomandi og taka við starfi forstjóra Landsnets. Þá hef ég verið hér á Alþingi í tæp sex ár, en ég var ráðin skrifstofustjóri Alþingis til sex ára frá og með 1. september 2019,“ sagði i bréfi Rögnu til starfsmanna þingsins þar sem hún tilkynnti um fyrirhuguð vistaskipti. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×