Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Kjartan Kjartansson skrifar 1. júlí 2025 10:44 Aukin úrkomuákefð og hærri sjávarstaða er á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar sem eykur flóðahættu í Bandaríkjunum og annars staðar. Repúblikana hafa nú lokað á aðgang að yfirgripsmestu skýrslu sem unnin er reglulega um áhrif loftslagsbreytinga á Bandaríkin. Vísir/EPA Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fjarlægt lögbundnar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á landið af opinberum vefsíðum. Þingmenn flokksins eru við það að samþykkja að útrýma einnig framlögum til rannsókna á loftslagi jarðar. Bandarísk lög hafa frá 1990 kveðið á um að alríkisstofnanir vinni viðamikla skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, efnahag, lýðheilsu og öryggi og skili Bandaríkjaþingi á fjögurra ára fresti. Önnur lög kveða á um að opinberar skýrslur af þessu tagi skuli aðgengilegar almenningi á stafrænu formi. Þrátt fyrir þetta voru allar vísindaskýrslur alríkisstjórnarinnar (e. National Climate Assessment) og fleiri skýrslur þeim tengdar fjarlægðar af opinberum vefsíðum sem hýstu þær í gær. Katharine Hayhoe, loftslagsvísindamaður við Tækniháskólann í Texas og einn höfunda fyrri slíkra skýrslna, benti á að þetta hefði verið gert þrátt fyrir að lög kvæðu á um að skýrslurnar skuli aðgengilegar öllum alríkisstofnunum og deildum. The US Global Change Research Program's website, including all its sub-domains that host the National Climate Assessments and related reports, is now offline. The 1990 Global Change Research Act (see below) mandates its research findings be available to all federal agencies & departments.[image or embed]— Katharine Hayhoe (@katharinehayhoe.com) June 30, 2025 at 8:21 PM Fleiri vísindamenn sem hafa komið nálægt skýrslunum í gegnum tíðina harma einnig að núverandi stjórnvöld reyni að þagga niður loftslagsvísindi. „Þetta er þjófnaður, hreint út sagt. Þau stálu þessu af ykkur. Allt sem er eytt, allt sem er fjarlægt, allar vefsíður sem er slökkt á er glæpur gegn bandarísku þjóðinni,“ sagði Kate Marvel, loftslagsvísindamaður og einn fyrri höfunda skýrslna sem voru fjarlægðar af netinu, á samfélagsmiðlinum Bluesky. Stöðvuðuð vinnu við næstu skýrslu í vor Vísindaskýrslan kom út árið 2017 á fyrra kjörtímabili núverandi forseta en ríkisstjórn hans gerði lítið úr niðurstöðum hennar. Lengi voru uppi hugmyndir innan ríkisstjórnarinnar um að skip hóp vilhallra vísindamanna til að andmæla samhljóða áliti fræðasamfélagsins um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Lítið varð þó úr því. Sjötta loftslagsmatsskýrslan á að koma út árið 2027 en ríkisstjórn repúblikana stöðvaði vinnu sem var þegar hafin við hana og rak höfunda hennar í apríl. Hundruð vísindamanna sem leggja sitt af mörkum til skýrslunnar fá ekki greitt fyrir framlag sitt. Líkt og eldri skýrslurnar hafa allar upplýsingar um þá næstu verið fjarlægðar af opinberri vefsíðunni. Ekki er ljóst hvað verður um skýrsluna sem alríkisstjórnin á að láta vinna lögum samkvæmt. Michael Mann, einn þekktasti loftslagsvísindamaður heims, leiddi að því líkum að repúblikanar ættu eftir að fá afneitara til þess að vinna næstu skýrslu. „Við vitum hver skrifar næstu loftslagsmatsskýrslu sem Bandaríkjaþing skipar fyrir um,“ skrifaði Mann á samfélagsmiðlinn Bluesky við mynd af hópi nokkurra áberandi afneitara loftslagsvísindamanna. We know who will be writing the next congressionally-mandated "National Climate Assessment" report (the co-authors will likely include all but one of the people in the photo below): www.science.org/content/arti...[image or embed]— Michael E. Mann (@michaelemann.bsky.social) June 30, 2025 at 11:34 PM Lengsta mæliröðin um styrk koltvísýrings í hættu Repúblikanar, sem hafa um árabil afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna, ætla sér þó að gera meira en að loka fyrir aðgang að þekkingu á hnattrænni hlýnunar. Umfangsmikið frumvarp um helstu stefnumál forseta þeirra sem þeir reyna nú að koma í gegnum Bandaríkjaþing gerir þannig ráð fyrir að hætt verði að fjármagna loftslagsrannsóknir. Útgjaldahluti svonefnda „Eina stóra fallega frumvarpsins“ reiknar þannig með núll dollurum í loftslagsrannsóknir Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Verði frumvarpið samþykkt óbreytt gæti stofnunin þannig þurft að loka mælistöð sinni á Mauna Loa á Havaí þar sem lengsta samfellda mæliröð á styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur verið gerð. Proposed NOAA budget zeros out ALL climate laboratories and cooperative institutions. GFDL, NSSL, GML, etc. This appears to also end the US greenhouse gas sampling network, including at Mauna Loa, the oldest continuous carbon dioxide monitoring site on Earth. www.commerce.gov/sites/defaul...[image or embed]— Robert Rohde (@rarohde.bsky.social) June 30, 2025 at 11:11 PM Athuganirnar á Mauna Loa voru fyrstu sterku vísbendingarnar um að styrkur koltvísýrings færi hratt vaxandi í lofthjúpi jarðar. Styrkurinn er nú sá hæsti í milljónir ára og helmingi hærri en hann var áður en iðnbyltingin hófst. Loftslagsmál Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Aldrei áður hefur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings aukist hraðar í lofthjúpi jarðar en í fyrra frá því að mælingar hófust. Metlosun vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, þurrkar og gróðureldar voru hluti af ástæðu þess að styrkurinn jókst svo hratt. 17. janúar 2025 11:01 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Bandarísk lög hafa frá 1990 kveðið á um að alríkisstofnanir vinni viðamikla skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi, efnahag, lýðheilsu og öryggi og skili Bandaríkjaþingi á fjögurra ára fresti. Önnur lög kveða á um að opinberar skýrslur af þessu tagi skuli aðgengilegar almenningi á stafrænu formi. Þrátt fyrir þetta voru allar vísindaskýrslur alríkisstjórnarinnar (e. National Climate Assessment) og fleiri skýrslur þeim tengdar fjarlægðar af opinberum vefsíðum sem hýstu þær í gær. Katharine Hayhoe, loftslagsvísindamaður við Tækniháskólann í Texas og einn höfunda fyrri slíkra skýrslna, benti á að þetta hefði verið gert þrátt fyrir að lög kvæðu á um að skýrslurnar skuli aðgengilegar öllum alríkisstofnunum og deildum. The US Global Change Research Program's website, including all its sub-domains that host the National Climate Assessments and related reports, is now offline. The 1990 Global Change Research Act (see below) mandates its research findings be available to all federal agencies & departments.[image or embed]— Katharine Hayhoe (@katharinehayhoe.com) June 30, 2025 at 8:21 PM Fleiri vísindamenn sem hafa komið nálægt skýrslunum í gegnum tíðina harma einnig að núverandi stjórnvöld reyni að þagga niður loftslagsvísindi. „Þetta er þjófnaður, hreint út sagt. Þau stálu þessu af ykkur. Allt sem er eytt, allt sem er fjarlægt, allar vefsíður sem er slökkt á er glæpur gegn bandarísku þjóðinni,“ sagði Kate Marvel, loftslagsvísindamaður og einn fyrri höfunda skýrslna sem voru fjarlægðar af netinu, á samfélagsmiðlinum Bluesky. Stöðvuðuð vinnu við næstu skýrslu í vor Vísindaskýrslan kom út árið 2017 á fyrra kjörtímabili núverandi forseta en ríkisstjórn hans gerði lítið úr niðurstöðum hennar. Lengi voru uppi hugmyndir innan ríkisstjórnarinnar um að skip hóp vilhallra vísindamanna til að andmæla samhljóða áliti fræðasamfélagsins um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Lítið varð þó úr því. Sjötta loftslagsmatsskýrslan á að koma út árið 2027 en ríkisstjórn repúblikana stöðvaði vinnu sem var þegar hafin við hana og rak höfunda hennar í apríl. Hundruð vísindamanna sem leggja sitt af mörkum til skýrslunnar fá ekki greitt fyrir framlag sitt. Líkt og eldri skýrslurnar hafa allar upplýsingar um þá næstu verið fjarlægðar af opinberri vefsíðunni. Ekki er ljóst hvað verður um skýrsluna sem alríkisstjórnin á að láta vinna lögum samkvæmt. Michael Mann, einn þekktasti loftslagsvísindamaður heims, leiddi að því líkum að repúblikanar ættu eftir að fá afneitara til þess að vinna næstu skýrslu. „Við vitum hver skrifar næstu loftslagsmatsskýrslu sem Bandaríkjaþing skipar fyrir um,“ skrifaði Mann á samfélagsmiðlinn Bluesky við mynd af hópi nokkurra áberandi afneitara loftslagsvísindamanna. We know who will be writing the next congressionally-mandated "National Climate Assessment" report (the co-authors will likely include all but one of the people in the photo below): www.science.org/content/arti...[image or embed]— Michael E. Mann (@michaelemann.bsky.social) June 30, 2025 at 11:34 PM Lengsta mæliröðin um styrk koltvísýrings í hættu Repúblikanar, sem hafa um árabil afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna, ætla sér þó að gera meira en að loka fyrir aðgang að þekkingu á hnattrænni hlýnunar. Umfangsmikið frumvarp um helstu stefnumál forseta þeirra sem þeir reyna nú að koma í gegnum Bandaríkjaþing gerir þannig ráð fyrir að hætt verði að fjármagna loftslagsrannsóknir. Útgjaldahluti svonefnda „Eina stóra fallega frumvarpsins“ reiknar þannig með núll dollurum í loftslagsrannsóknir Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA). Verði frumvarpið samþykkt óbreytt gæti stofnunin þannig þurft að loka mælistöð sinni á Mauna Loa á Havaí þar sem lengsta samfellda mæliröð á styrk koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur verið gerð. Proposed NOAA budget zeros out ALL climate laboratories and cooperative institutions. GFDL, NSSL, GML, etc. This appears to also end the US greenhouse gas sampling network, including at Mauna Loa, the oldest continuous carbon dioxide monitoring site on Earth. www.commerce.gov/sites/defaul...[image or embed]— Robert Rohde (@rarohde.bsky.social) June 30, 2025 at 11:11 PM Athuganirnar á Mauna Loa voru fyrstu sterku vísbendingarnar um að styrkur koltvísýrings færi hratt vaxandi í lofthjúpi jarðar. Styrkurinn er nú sá hæsti í milljónir ára og helmingi hærri en hann var áður en iðnbyltingin hófst.
Loftslagsmál Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Aldrei áður hefur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings aukist hraðar í lofthjúpi jarðar en í fyrra frá því að mælingar hófust. Metlosun vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, þurrkar og gróðureldar voru hluti af ástæðu þess að styrkurinn jókst svo hratt. 17. janúar 2025 11:01 Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Aldrei áður hefur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings aukist hraðar í lofthjúpi jarðar en í fyrra frá því að mælingar hófust. Metlosun vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, þurrkar og gróðureldar voru hluti af ástæðu þess að styrkurinn jókst svo hratt. 17. janúar 2025 11:01
Algengustu rangfærslurnar um loftslagsbreytingar Þýða fyrri loftslagsbreytingar eða kuldi og snjókoma virkilega að ekkert sé að marka loftslagsvísindi? 17. desember 2018 09:30