Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2025 06:50 Musk gaf 300 milljónir dollara í kosningasjóði Repúblikana í fyrra. Nú kann svo að fara að auðjöfurinn muni beita fjármunum sínum gegn flokknum í næstu kosningum. Getty Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. Trump hefur gert þinginu að samþykkja frumvarpið fyrir 4. júlí, þegar Bandaríkin fagna sjálfstæði sínu, en óvissa er uppi um hvort nægur fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins muni styðja það yfir höfuð. Atkvæðagreiðslur hafa staðið yfir vegna fjölda viðaukatillaga sem lagðar hafa verið fram í tengslum við málið. Áhyggjur eru þegar uppi um að frumvarpið hafi breyst svo mikið í meðförum öldungadeildarinnar að það muni ekki ná í gegn þegar það fer aftur til neðri deildarinnar. The Senate version of the One Big Beautiful bill contains significant changes to Medicaid that would be devastating to North Carolina, and I cannot support it. The Senate should go back to the House’s commonsense approach to Medicaid reform to enact work requirements while… pic.twitter.com/eFIc31R0sQ— Senator Thom Tillis (@SenThomTillis) June 28, 2025 Fulltrúadeildin samþykkti sína eigin útgáfu af frumvarpinu með aðeins eins atkvæðis meirihluta. Tveir öldungadeildaþingmenn Repúblikanaflokksins, Thom Tillis og Rand Paul, hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu og aðeins tvo til viðbótar þarf til að koma í veg fyrir samþykkt þess. Nokkrir þingmenn hafa lýst því yfir að frumvarpið gangi ekki nógu langt í því að skera niður stuðning ríkisins við ýmis úrræði á borð við Medicaid og þá vill þingmaðurinn Susan Collins frá Maine að auknar álögur verði settar á efnuðustu einstaklinga landsins. VOX POPULIVOX DEI80% voted for a new party https://t.co/JkeOlG7Kl4— Elon Musk (@elonmusk) July 1, 2025 Elon Musk, efnaðasti maður heims, hefur einnig blandað sér í umræðuna á ný eftir nokkuð hlé og heitir því nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk ef frumvarpið verður samþykkt. Hann hefur verið harðlega gagnrýnin á hið „stóra og fallega“ frumvarp, þar sem það mun auka skuldir ríkisins þrátt fyrir niðurskurð á ýmsum sviðum. Musk sagðist einnig í gær myndu beita öllu sínu valdi til að tryggja að þeir þingmenn Repúblikanaflokksins sem samþykktu frumvarpið myndu tapa sætunum sínum í næstu kosningum. Ef Musk stendur við stóru orðin má segja að eitt stærsta vopn Repúblikanaflokksins í kosningunum í fyrra verði notað gegn flokknum á næstu árum. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Trump hefur gert þinginu að samþykkja frumvarpið fyrir 4. júlí, þegar Bandaríkin fagna sjálfstæði sínu, en óvissa er uppi um hvort nægur fjöldi þingmanna Repúblikanaflokksins muni styðja það yfir höfuð. Atkvæðagreiðslur hafa staðið yfir vegna fjölda viðaukatillaga sem lagðar hafa verið fram í tengslum við málið. Áhyggjur eru þegar uppi um að frumvarpið hafi breyst svo mikið í meðförum öldungadeildarinnar að það muni ekki ná í gegn þegar það fer aftur til neðri deildarinnar. The Senate version of the One Big Beautiful bill contains significant changes to Medicaid that would be devastating to North Carolina, and I cannot support it. The Senate should go back to the House’s commonsense approach to Medicaid reform to enact work requirements while… pic.twitter.com/eFIc31R0sQ— Senator Thom Tillis (@SenThomTillis) June 28, 2025 Fulltrúadeildin samþykkti sína eigin útgáfu af frumvarpinu með aðeins eins atkvæðis meirihluta. Tveir öldungadeildaþingmenn Repúblikanaflokksins, Thom Tillis og Rand Paul, hafa þegar tilkynnt að þeir muni ekki greiða atkvæði með frumvarpinu og aðeins tvo til viðbótar þarf til að koma í veg fyrir samþykkt þess. Nokkrir þingmenn hafa lýst því yfir að frumvarpið gangi ekki nógu langt í því að skera niður stuðning ríkisins við ýmis úrræði á borð við Medicaid og þá vill þingmaðurinn Susan Collins frá Maine að auknar álögur verði settar á efnuðustu einstaklinga landsins. VOX POPULIVOX DEI80% voted for a new party https://t.co/JkeOlG7Kl4— Elon Musk (@elonmusk) July 1, 2025 Elon Musk, efnaðasti maður heims, hefur einnig blandað sér í umræðuna á ný eftir nokkuð hlé og heitir því nú að stofna nýjan stjórnmálaflokk ef frumvarpið verður samþykkt. Hann hefur verið harðlega gagnrýnin á hið „stóra og fallega“ frumvarp, þar sem það mun auka skuldir ríkisins þrátt fyrir niðurskurð á ýmsum sviðum. Musk sagðist einnig í gær myndu beita öllu sínu valdi til að tryggja að þeir þingmenn Repúblikanaflokksins sem samþykktu frumvarpið myndu tapa sætunum sínum í næstu kosningum. Ef Musk stendur við stóru orðin má segja að eitt stærsta vopn Repúblikanaflokksins í kosningunum í fyrra verði notað gegn flokknum á næstu árum.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira