„Þetta er ekkert líf“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. júní 2025 19:32 Patrik Ingi Heiðarsson segir líf sitt vera í biðstöðu en hann hefur verið á Grensásdeild Landspítalans í tæpt ár. Vísir/Sigurjón Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár. Hann fékk úthlutað íbúð í vor og borgar leigu af henni en getur ekki flutt inn í hana vegna skorts á þjónustu og tækjum. Í nóvember árið 2023 var Patrik Ingi Heiðarsson að prufukeyra nýtt mótorhjól í bænum Menton í Frakklandi þar sem hann bjó á þeim tíma. „Ég fer niður einhverja götu þarna í heimabænum sem ég bjó í og ég held að hjólið hafi fest í botni og svo lendi ég á kant á hringtorgi og flýg einhverja fleiri metra, kannski tuttugu þrjátíu, lendi á kyrrstæðum bíl og skoppa á honum svo á grindverk. Við það mænuskaddast ég.“ Patrik er lamaður fyrir neðan brjóst. Þá skaddaðist önnur hönd hans mikið. Í september á síðasta ári kom hann aftur til Íslands. Frá þeim tíma hefur hann dvalið á Grensásdeild Landspítalans. Hann sótti strax um að fá úthlutað íbúð sem hentaði þörfum hans og hann gæti fengið aðstoð. „Skipta á legusárinu daglega. Klósett- og sturtuferðir og í stól og í föt. Ég næ ekki að klæða mig í buxur eða skó sjálfur.“ Í maí síðastliðnum fékk hann svo íbúð úthlutað í Hátúni í Reykjavík. Hann byrjaði strax að borga leigu en nú einum og hálfum mánuði síðar hefur hann enn ekki getað flutt inn í hana. Hann segir að starfsfólk heimaþjónustu Reykjavíkurborgar hafi til að byrja með sagt hjálpartæki vanta í íbúðina. Nú séu tækin flest komin. Þrátt fyrir það sé algjörlega óvíst hvenær hann geti flutt inn. „Þau eru nú komin. Það er kominn baðstóll og svo er á ég að fá lyftuna í dag eða á morgun en þau bera fyrir sig að þau kunni ekki á þessa lyftu eða að þau hafi ekki mannskap í það að sinna mér og sérstaklega ekki um helgar.“ Líf hans sé biðstöðu en hann þráir að geta flutt í íbúðina. „Þetta er ekkert líf. Ég er búinn að vera hérna í næstum því ár núna. Þannig að þetta er svolítið þungt á alla held ég.“ Erfitt sé fyrir börnin hans að heimsækja hann á spítalann en hann á þrjú börn af fyrri samböndum. Hann segir starfsfólk spítalans hafa reynst sér vel. Hann viti hins vegar að margir bíði eftir plássi á spítalanum og því sé heppilegast fyrir alla að það fari að leysast úr hans málum. „Það væri bara best held ég fyrir alla að ég gæti bara farið heim til mín í rauninni. Byrjað að lifa bara mínu lífi sjálfstætt. Fengið fólk í heimsókn, eldað saman, fengið okkur bjór heima eða eitthvað svoleiðis. Bara lifa aðeins lífinu eins og allir eiga rétt á." Heilbrigðismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Í nóvember árið 2023 var Patrik Ingi Heiðarsson að prufukeyra nýtt mótorhjól í bænum Menton í Frakklandi þar sem hann bjó á þeim tíma. „Ég fer niður einhverja götu þarna í heimabænum sem ég bjó í og ég held að hjólið hafi fest í botni og svo lendi ég á kant á hringtorgi og flýg einhverja fleiri metra, kannski tuttugu þrjátíu, lendi á kyrrstæðum bíl og skoppa á honum svo á grindverk. Við það mænuskaddast ég.“ Patrik er lamaður fyrir neðan brjóst. Þá skaddaðist önnur hönd hans mikið. Í september á síðasta ári kom hann aftur til Íslands. Frá þeim tíma hefur hann dvalið á Grensásdeild Landspítalans. Hann sótti strax um að fá úthlutað íbúð sem hentaði þörfum hans og hann gæti fengið aðstoð. „Skipta á legusárinu daglega. Klósett- og sturtuferðir og í stól og í föt. Ég næ ekki að klæða mig í buxur eða skó sjálfur.“ Í maí síðastliðnum fékk hann svo íbúð úthlutað í Hátúni í Reykjavík. Hann byrjaði strax að borga leigu en nú einum og hálfum mánuði síðar hefur hann enn ekki getað flutt inn í hana. Hann segir að starfsfólk heimaþjónustu Reykjavíkurborgar hafi til að byrja með sagt hjálpartæki vanta í íbúðina. Nú séu tækin flest komin. Þrátt fyrir það sé algjörlega óvíst hvenær hann geti flutt inn. „Þau eru nú komin. Það er kominn baðstóll og svo er á ég að fá lyftuna í dag eða á morgun en þau bera fyrir sig að þau kunni ekki á þessa lyftu eða að þau hafi ekki mannskap í það að sinna mér og sérstaklega ekki um helgar.“ Líf hans sé biðstöðu en hann þráir að geta flutt í íbúðina. „Þetta er ekkert líf. Ég er búinn að vera hérna í næstum því ár núna. Þannig að þetta er svolítið þungt á alla held ég.“ Erfitt sé fyrir börnin hans að heimsækja hann á spítalann en hann á þrjú börn af fyrri samböndum. Hann segir starfsfólk spítalans hafa reynst sér vel. Hann viti hins vegar að margir bíði eftir plássi á spítalanum og því sé heppilegast fyrir alla að það fari að leysast úr hans málum. „Það væri bara best held ég fyrir alla að ég gæti bara farið heim til mín í rauninni. Byrjað að lifa bara mínu lífi sjálfstætt. Fengið fólk í heimsókn, eldað saman, fengið okkur bjór heima eða eitthvað svoleiðis. Bara lifa aðeins lífinu eins og allir eiga rétt á."
Heilbrigðismál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira