Steini frá Straumnesi látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2025 16:19 Steini í Straumnesi með flottan lax. Laxá í Aðaldal Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði. „Með sorg í hjarta kveðjum við kæran vin og félaga, Steingrím Stefánsson – Steina frá Straumnesi,“ segir í færslu Laxár í Aðaldal á Facebook. Auk laxveiðinnar var Steini virkur og stoltur félagi í björgunarsveitinni í Aðaldal. „Fregnin hefur skilið eftir sig djúpt tóm í hópi fjölskyldu, vina, samstarfsfólks og veiðimanna sem þekktu hann og nutu samfylgdar hans við Laxá í Aðaldal.“ Steini hafi í 38 ár verið ómissandi hluti af lífi og starfi við Laxá í Aðaldal sem er ein frægasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. „Með hlýju, rósemd og einstökum húmor tók hann á móti gestum árinnar og leiddi þá um sín uppáhalds veiðisvæði – staði sem hann þekkti eins og lófann á sér. Fáir þekktu ána betur og unnu störf sín af jafn mikilli ánægju og Steini,“ segir í færslunni. „Hann elskaði ána sína og leið aldrei betur en þegar hann var úti í henni miðri eða á bökkum hennar að liðsinna veiðimönnum. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Steina og hafa hann í lífi okkar munum sakna hans sárt. Lífið við ána verður ekki samt án hans. Við erum þakklát fyrir öll árin, samfylgdina, hlýjuna og gleðina.“ Meðal þeirra sem minnasta Steina er Gunnar Helgason leikari. „Hann Steini (Steingrímur S Stefansson) var leiðsögumaður okkar bræðra í Aðaldalnum í nokkur ár og hann var svo sérstakur, svo einstakur að það myndaðist djúp vinátta okkar í millum,“ segir Gunnar í færslu á Facebook. „Þegar ég var við tökur á Allra síðasta veiðiferðin eyddum við nokkrum dögum saman við að keyra með ánni, ræða veiðistaði og bera saman bækur okkar. Hans bók var vitaskuld miklu þykkari en mín en hann hlustaði af sinni einstöku þolinmæði þegar ég talaði af mis mikilli visku. Og vináttan dýpkaði.“ Þeir hafi síðustu sumur veitt saman sem makkerar. „Tveir vinir að gera það sem þeim fannst skemmtilegast á uppáhaldsstaðnum okkar. Og hver einustu jól hringdi hann og pantaði bók sem hann vildi gefa í jólagjöf. Dalurinn hefur misst mikið!!!“ Andlát Lax Norðurþing Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
„Með sorg í hjarta kveðjum við kæran vin og félaga, Steingrím Stefánsson – Steina frá Straumnesi,“ segir í færslu Laxár í Aðaldal á Facebook. Auk laxveiðinnar var Steini virkur og stoltur félagi í björgunarsveitinni í Aðaldal. „Fregnin hefur skilið eftir sig djúpt tóm í hópi fjölskyldu, vina, samstarfsfólks og veiðimanna sem þekktu hann og nutu samfylgdar hans við Laxá í Aðaldal.“ Steini hafi í 38 ár verið ómissandi hluti af lífi og starfi við Laxá í Aðaldal sem er ein frægasta og vinsælasta laxveiðiá landsins. „Með hlýju, rósemd og einstökum húmor tók hann á móti gestum árinnar og leiddi þá um sín uppáhalds veiðisvæði – staði sem hann þekkti eins og lófann á sér. Fáir þekktu ána betur og unnu störf sín af jafn mikilli ánægju og Steini,“ segir í færslunni. „Hann elskaði ána sína og leið aldrei betur en þegar hann var úti í henni miðri eða á bökkum hennar að liðsinna veiðimönnum. Við sem áttum því láni að fagna að starfa með Steina og hafa hann í lífi okkar munum sakna hans sárt. Lífið við ána verður ekki samt án hans. Við erum þakklát fyrir öll árin, samfylgdina, hlýjuna og gleðina.“ Meðal þeirra sem minnasta Steina er Gunnar Helgason leikari. „Hann Steini (Steingrímur S Stefansson) var leiðsögumaður okkar bræðra í Aðaldalnum í nokkur ár og hann var svo sérstakur, svo einstakur að það myndaðist djúp vinátta okkar í millum,“ segir Gunnar í færslu á Facebook. „Þegar ég var við tökur á Allra síðasta veiðiferðin eyddum við nokkrum dögum saman við að keyra með ánni, ræða veiðistaði og bera saman bækur okkar. Hans bók var vitaskuld miklu þykkari en mín en hann hlustaði af sinni einstöku þolinmæði þegar ég talaði af mis mikilli visku. Og vináttan dýpkaði.“ Þeir hafi síðustu sumur veitt saman sem makkerar. „Tveir vinir að gera það sem þeim fannst skemmtilegast á uppáhaldsstaðnum okkar. Og hver einustu jól hringdi hann og pantaði bók sem hann vildi gefa í jólagjöf. Dalurinn hefur misst mikið!!!“
Andlát Lax Norðurþing Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira