Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júní 2025 11:53 Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka. vísir/vilhelm Ársverðbólga eykst um 0.4 prósentustig á milli mánaða og mælist nú 4,2 prósent. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir svo mikla hækkun hafa komið þeim í opna skjöldu. Reikna megi með að stýrivextir verði ekki lækkaðir aftur á þessu ári. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og mælist ársverðbólga nú 4,2 prósent. Mesta hækkunin síðustu tólf mánuði á einstaka undirliðum neysluvísitölunnar hefur orðið á húsnæði, hita og rafmagni sem nemur 7,2 prósentum og mat og drykkjavörum sem hafa hækkað um sex prósent í verði. Jákvæðar fréttir með þeim neikvæðu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir aukninguna koma mikið á óvart. Óvænt hækkun flugfargjalda hafi mest áhrif en hún nemur 12,7 prósentum. „Venjulega hækka þau í júní og júlí, minni hækkun í júní og meiri í júlí en hækkunin virðist hafa komið inn af miklum krafti núna. Það gæti orðið til þess að hækkunin á flugfargjöldum verði minni í næsta mánuði. Það eru svona jákvæðu fréttirnar að verðbólgan er ekki að aukast á breiðum grunni.“ Ekki ánægðir með tölurnar Bergþóra bendir á að verðbólgan sé nú komin yfir efri vikmörk Seðlabanka Íslands sem sé áhyggjuefni enda muni það hafa áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun. „Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir og peningastefnunefnd Seðlabankans eru ekki ánægðir með þessar tölur. Þessar tölur ýta undir það að líklegast verða vexti óbreyttir í ágúst og mögulega út árið. Auðvitað eru tveir mánuðir í næstu ákvörðun hjá nefndinni og allt getur gerst.“ Stýrvaxtahækkun á komandi mánuðum er ekki talin líkleg. Það fari þó alfarið eftir þróun vísitölu næstu mánuði. Reiknað er með að verðbólgan hjaðni örlítið næstu tvo mánuði en aðra sögu er að segja um haustið. „Fram á við höldum við að verðbólga muni hjaðna örlítið í næsta mánuði og í ágúst en svo er útlit fyrir að hún muni aftur aukast í haust þegar að þessir einksiptiliðir detta út úr mælingunni. Þegar ég tala um einskiptiliði þá er ég til dæmis að tala um eins og í fyrra þegar að verðbólgan lækkaði skarpt síðasta haust vegna gjaldfrjálsra háskóla og skólamáltíða sem detta úr mælingunni núna í haust.“ Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,84 prósent á milli mánaða og mælist ársverðbólga nú 4,2 prósent. Mesta hækkunin síðustu tólf mánuði á einstaka undirliðum neysluvísitölunnar hefur orðið á húsnæði, hita og rafmagni sem nemur 7,2 prósentum og mat og drykkjavörum sem hafa hækkað um sex prósent í verði. Jákvæðar fréttir með þeim neikvæðu Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir aukninguna koma mikið á óvart. Óvænt hækkun flugfargjalda hafi mest áhrif en hún nemur 12,7 prósentum. „Venjulega hækka þau í júní og júlí, minni hækkun í júní og meiri í júlí en hækkunin virðist hafa komið inn af miklum krafti núna. Það gæti orðið til þess að hækkunin á flugfargjöldum verði minni í næsta mánuði. Það eru svona jákvæðu fréttirnar að verðbólgan er ekki að aukast á breiðum grunni.“ Ekki ánægðir með tölurnar Bergþóra bendir á að verðbólgan sé nú komin yfir efri vikmörk Seðlabanka Íslands sem sé áhyggjuefni enda muni það hafa áhrif á næstu stýrivaxtaákvörðun. „Þetta eru auðvitað ekki góðar fréttir og peningastefnunefnd Seðlabankans eru ekki ánægðir með þessar tölur. Þessar tölur ýta undir það að líklegast verða vexti óbreyttir í ágúst og mögulega út árið. Auðvitað eru tveir mánuðir í næstu ákvörðun hjá nefndinni og allt getur gerst.“ Stýrvaxtahækkun á komandi mánuðum er ekki talin líkleg. Það fari þó alfarið eftir þróun vísitölu næstu mánuði. Reiknað er með að verðbólgan hjaðni örlítið næstu tvo mánuði en aðra sögu er að segja um haustið. „Fram á við höldum við að verðbólga muni hjaðna örlítið í næsta mánuði og í ágúst en svo er útlit fyrir að hún muni aftur aukast í haust þegar að þessir einksiptiliðir detta út úr mælingunni. Þegar ég tala um einskiptiliði þá er ég til dæmis að tala um eins og í fyrra þegar að verðbólgan lækkaði skarpt síðasta haust vegna gjaldfrjálsra háskóla og skólamáltíða sem detta úr mælingunni núna í haust.“
Verðlag Efnahagsmál Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira