Tölum um stóra valdaframsalsmálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. júní 2025 08:32 Talað hefur verið um það að bókun 35 sé ekki nógu gott heiti þegar rætt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um að lögfestur verði forgangur innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gagnvart íslenzkri löggjöf þó málið snúist sannarlega um umrædda bókun við samninginn. Ég vil því leggja til heitið stóra valdaframsalsmálið eða einfaldlega valdaframsalsmálið til styttingar. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Hefur þróun samningsins jafnt og þétt verið meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á það valdaframsal sem fælist í inngöngu í sambandið. Hins vegar hefur hingað til einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum einstakar lagagerðir. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar sem fyrr segir um lögfestingu þess að allt regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið hér á landi í gegnum EES-samninginn frá því að Íslands gerðist aðili að honum fyrir rúmum 30 árum og allt það regluverk sem mun verða innleitt í framtíðinni gangi framar íslenskri löggjöf. Með öðrum orðum er um að ræða miklu stærra mál en við höfum staðið frammi fyrir áður og þar með talin aðildin að samningnum í byrjun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Talað hefur verið um það að bókun 35 sé ekki nógu gott heiti þegar rætt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um að lögfestur verði forgangur innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gagnvart íslenzkri löggjöf þó málið snúist sannarlega um umrædda bókun við samninginn. Ég vil því leggja til heitið stóra valdaframsalsmálið eða einfaldlega valdaframsalsmálið til styttingar. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Hefur þróun samningsins jafnt og þétt verið meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á það valdaframsal sem fælist í inngöngu í sambandið. Hins vegar hefur hingað til einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum einstakar lagagerðir. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar sem fyrr segir um lögfestingu þess að allt regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið hér á landi í gegnum EES-samninginn frá því að Íslands gerðist aðili að honum fyrir rúmum 30 árum og allt það regluverk sem mun verða innleitt í framtíðinni gangi framar íslenskri löggjöf. Með öðrum orðum er um að ræða miklu stærra mál en við höfum staðið frammi fyrir áður og þar með talin aðildin að samningnum í byrjun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).