„Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. júní 2025 20:24 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. vísir/einar Formaður Miðflokksins segir nýjustu könnun Maskínu sýna að Flokkur fólksins sé á hverfandi hveli. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir niðurstöðuna skýra stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Miðflokkurinn er hástökkvari nýjustu könnunar Maskínu og bætir við sig rúmlega þremur prósentustigum. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og hefur aldrei mælst með hærra fylgi í Maskínukönnun. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala og er nú 17,3 prósent. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi og fylgi Viðreisnar dalar einnig. Lítil sem engin breyting er á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Ekki verið að ræða málin til gamans Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir innihaldsríka umræðu á þingi vera að skila sér. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt þó að maður passi sig að gleyma sér ekki í könnunum. Þetta er sterk vísbending um það sem við höfum fundið mjög sterkt. Það er aukinn meðbyr með okkur.“ Umræður langt fram á nótt og málflutningurinn hefur verið að borga sig? „Hugsanlega en það er vegna þess að fólk gerir sér grein fyrir að við erum ekki að ræða málin af gamni okkar. Þetta eru stórmál sem við höfum sterkar skoðanir á og mál sem varða til dæmis fullveldi landsins.“ Vísar orðum Ólafs til föðurhúsanna Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur minnihlutanum gjörsamlega hafa mistekist að bæta við sig fylgi heilt yfir og sakaði flokkana um tafarleika og málþóf. Sigmundur vísar því til föðurhúsanna. „Ólafur Þ. Harðarson er farinn að hafa mjög mikið fyrir því að gefa þær skýringar sem hann telur best henta sínum skjólstæðingum. Hann er farinn að teygja sig mjög langt eins og hann gerði í áhugaverðu viðtali á Bylgjunni í dag. Hann segir meira hvað honum langar að sjá en það sem blasir við.“ „Hann vill reyndar líka bera í bætiflokka fyrir Flokk fólksins. Segja þeim að vera rólegir, hafið ekki áhyggjur. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fólk er farið að sjá hvað það er lítið á bak við allar fullyrðingarnar. Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli sýnist mér,“ bætir Sigmundur við. Fólk sem er ánægt með málþóf laðist að Miðflokki Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir könnuna merki um að ríkisstjórnin standi styrkum fótum þrátt fyrir slæmt gengi Flokk fólksins. „Ég tel þetta vera mikla stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina, mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti frá hruni sem að ríkisstjórn mælist svona sterk sjö mánuðum eftir kosningar. Ef maður rýnir í gögn Maskínu þá hefur Flokkur fólksins oft mælst undir kjörfylgi og Samfylkingin reyndar oft mælst yfir kjörfylgi svo það eru oft alls konar hreyfingar í þessum könnunum.“ Spurður hvort það sé ástæða fyrir stjórnarflokkanna til að hafa áhyggjur af fylgisaukningu Miðflokksins svarar Guðmundur því neitandi. „Þetta er frekar tilfærsla á fylgi innan stjórnarandstöðunnar. Það virðist vera að Miðflokkurinn hafi verið í forystu þegar það kemur að þeim vinnubrögðum sem stjórnarandstaðan er í. Það er kannski eðlilegt að fólk sem er ánægt með málþóf og annað gefi sig upp á flokk sem hefur leitt þau vinnubrögð í þinginu. Fólk sem er kannski óánægt með ríkisstjórnina eða ánægt með stjórnarandstöðuna eru að gefa sig upp á flokk sem hefur tekið mesta forystu í stjórnarandstöðunni.“ Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Miðflokkurinn er hástökkvari nýjustu könnunar Maskínu og bætir við sig rúmlega þremur prósentustigum. Samfylkingin heldur áfram að bæta við sig og hefur aldrei mælst með hærra fylgi í Maskínukönnun. Á sama tíma heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að dala og er nú 17,3 prósent. Flokkur fólksins tapar 0,6 prósenta fylgi og fylgi Viðreisnar dalar einnig. Lítil sem engin breyting er á fylgi Framsóknar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna. Ekki verið að ræða málin til gamans Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir innihaldsríka umræðu á þingi vera að skila sér. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt þó að maður passi sig að gleyma sér ekki í könnunum. Þetta er sterk vísbending um það sem við höfum fundið mjög sterkt. Það er aukinn meðbyr með okkur.“ Umræður langt fram á nótt og málflutningurinn hefur verið að borga sig? „Hugsanlega en það er vegna þess að fólk gerir sér grein fyrir að við erum ekki að ræða málin af gamni okkar. Þetta eru stórmál sem við höfum sterkar skoðanir á og mál sem varða til dæmis fullveldi landsins.“ Vísar orðum Ólafs til föðurhúsanna Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur minnihlutanum gjörsamlega hafa mistekist að bæta við sig fylgi heilt yfir og sakaði flokkana um tafarleika og málþóf. Sigmundur vísar því til föðurhúsanna. „Ólafur Þ. Harðarson er farinn að hafa mjög mikið fyrir því að gefa þær skýringar sem hann telur best henta sínum skjólstæðingum. Hann er farinn að teygja sig mjög langt eins og hann gerði í áhugaverðu viðtali á Bylgjunni í dag. Hann segir meira hvað honum langar að sjá en það sem blasir við.“ „Hann vill reyndar líka bera í bætiflokka fyrir Flokk fólksins. Segja þeim að vera rólegir, hafið ekki áhyggjur. Nú er flokkurinn í ríkisstjórn og fólk er farið að sjá hvað það er lítið á bak við allar fullyrðingarnar. Fyrir vikið er flokkurinn á hverfandi hveli sýnist mér,“ bætir Sigmundur við. Fólk sem er ánægt með málþóf laðist að Miðflokki Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir könnuna merki um að ríkisstjórnin standi styrkum fótum þrátt fyrir slæmt gengi Flokk fólksins. „Ég tel þetta vera mikla stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina, mér skilst að þetta sé í fyrsta skipti frá hruni sem að ríkisstjórn mælist svona sterk sjö mánuðum eftir kosningar. Ef maður rýnir í gögn Maskínu þá hefur Flokkur fólksins oft mælst undir kjörfylgi og Samfylkingin reyndar oft mælst yfir kjörfylgi svo það eru oft alls konar hreyfingar í þessum könnunum.“ Spurður hvort það sé ástæða fyrir stjórnarflokkanna til að hafa áhyggjur af fylgisaukningu Miðflokksins svarar Guðmundur því neitandi. „Þetta er frekar tilfærsla á fylgi innan stjórnarandstöðunnar. Það virðist vera að Miðflokkurinn hafi verið í forystu þegar það kemur að þeim vinnubrögðum sem stjórnarandstaðan er í. Það er kannski eðlilegt að fólk sem er ánægt með málþóf og annað gefi sig upp á flokk sem hefur leitt þau vinnubrögð í þinginu. Fólk sem er kannski óánægt með ríkisstjórnina eða ánægt með stjórnarandstöðuna eru að gefa sig upp á flokk sem hefur tekið mesta forystu í stjórnarandstöðunni.“
Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira