Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Árni Sæberg skrifar 24. júní 2025 14:41 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. Vísir/Ívar Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. Fátt er meira rætt þessa dagana en frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á útreikningi álagningar veiðigjalda, sem leiða mun til hækkunar innheimtra veiðigjalda. Skoðanakannanafyrirtækið Maskína hefur nú tekið púlsinn á almenningi um málið þrjá mánuði í röð. Svokölluð þjóðgátt Maskínu var spurð eftirfarandi spurningar: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ertu frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum? Stuðningur sjö prósentum minni Samkvæmt nýjustu könnuninni eru 62 prósent almennings hlynnt frumvarpinu, fjórtán prósent í meðallagi hlynnt og 24 prósent andvíg. Sú könnun var framkvæmd dagana 20. til 24. júní og 975 tóku þátt. Í könnun sem framkvæmd var í maí sögðust 69 prósent svarenda hlynntir frumvarpinu, þrettán prósent í meðallagi og átján prósent andvíg. Þá var stuðningurinn í við meiri en í mars, þegar hugur þjóðarinnar til frumvarpsins var kannaður rétt eftir að það var kynnt. Þá voru 63 prósent hlynnt frumvarpinu, sextán prósent í meðallagi hlynnt og 22 prósent andvíg. Þekking nánast óbreytt Þrátt fyrir miklar umræður og umfjöllun um frumvarp atvinnuvegaráðherra virðist þekking almennings á innihaldi þess lítið hafa breyst milli mánaða. Svarendur voru einnig spurðir eftirfarandi spurningar: Þekkir þú fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum vel eða illa? Nú segjast 38 prósent þekkja frumvarpið vel, 37 prósent í meðallagi vel og 24 prósent illa. Í maí sögðust 38 prósent líka þekkja frumvarpið vel en aðeins færri sögðust þekkja það í meðallagi vel, 34 prósent, og fleiri illa, 28 prósent. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43 Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34 Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44 Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Fátt er meira rætt þessa dagana en frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á útreikningi álagningar veiðigjalda, sem leiða mun til hækkunar innheimtra veiðigjalda. Skoðanakannanafyrirtækið Maskína hefur nú tekið púlsinn á almenningi um málið þrjá mánuði í röð. Svokölluð þjóðgátt Maskínu var spurð eftirfarandi spurningar: Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) ertu frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum? Stuðningur sjö prósentum minni Samkvæmt nýjustu könnuninni eru 62 prósent almennings hlynnt frumvarpinu, fjórtán prósent í meðallagi hlynnt og 24 prósent andvíg. Sú könnun var framkvæmd dagana 20. til 24. júní og 975 tóku þátt. Í könnun sem framkvæmd var í maí sögðust 69 prósent svarenda hlynntir frumvarpinu, þrettán prósent í meðallagi og átján prósent andvíg. Þá var stuðningurinn í við meiri en í mars, þegar hugur þjóðarinnar til frumvarpsins var kannaður rétt eftir að það var kynnt. Þá voru 63 prósent hlynnt frumvarpinu, sextán prósent í meðallagi hlynnt og 22 prósent andvíg. Þekking nánast óbreytt Þrátt fyrir miklar umræður og umfjöllun um frumvarp atvinnuvegaráðherra virðist þekking almennings á innihaldi þess lítið hafa breyst milli mánaða. Svarendur voru einnig spurðir eftirfarandi spurningar: Þekkir þú fyrirhugað frumvarp atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum vel eða illa? Nú segjast 38 prósent þekkja frumvarpið vel, 37 prósent í meðallagi vel og 24 prósent illa. Í maí sögðust 38 prósent líka þekkja frumvarpið vel en aðeins færri sögðust þekkja það í meðallagi vel, 34 prósent, og fleiri illa, 28 prósent.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Skoðanakannanir Tengdar fréttir „Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43 Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34 Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44 Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
„Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. 24. júní 2025 11:43
Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. 24. júní 2025 08:34
Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. 24. júní 2025 06:44
Æf vegna ummæla Kristrúnar um falsfréttir: „Þessi skammarlegu, ómaklegu ummæli“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gera alvarlegar athugasemdir við ummæli sem forsætisráðherra lét falla í Kastljósi Ríkissjónvarpsins, þar sem hann sagði minnihlutann hafa talað í „falsfréttastíl“ um veiðigjaldamálið. Segja þeir málið alvarlegt og hafa þeir krafist þess að hann dragi orð sín til baka. 24. júní 2025 00:29