Breytingar á lögum um sjúkratryggingar mismuni eftir efnahagsstöðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 08:06 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Stjórn félagsins segir að þar sem greiðsluþátttöku í erlendri heilbrigðisþjónustu sé forgangsraðað yfir einkarekna heilbrigðisþjónustu hérlendis sé verið að mismuna sjúklingum eftir efnahagi þeirra. Í frumvarpi Ölmu Möller til breytinga á lögum segir að ef einstaklingur hafi ekki kost á meðferð hérlendis innan ákveðinna tímamarka megi hann leita til Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðsluþátttöku í meðferð í öðru aðildarríki EES-samningsins. Læknafélag Íslands (LÍ) segir það alvarlegt að ekki standi til boða að leita til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hérlendis ef biðtími í opinbera heilbrigðiskerfinu sé of langur. Upp geti komið mál þar sem biðtími opinbera heilbrigðiskerfisins sé of langur en sjúklingar eigi samt sem áður kost á meðferð hérlendis. „LÍ telur það mjög alvarlegt mál að ekki skuli í þessu ákvæði opnað fyrir það að þegar sjúklingur hefur beðið lengur en talið er forsvaranlegt eftir meðferð í hinu opinbera kerfi eigi hann rétt á aðgangi að meðferð í einkarekinni starfsemi lækna og þá greiði Sjúkratryggingar fyrir kostnaðinn, líkt og gert er ef sjúklingurinn kýs að leita til útlanda,“ segir í umsögn LÍ. Í umsögninni sem undirrituð er af Steinunni Þórðardóttur, formanni LÍ, sakar stjórn félagsins stjórnvöld um að „notfæra sér það að fjölmargir sjúkratryggðir í þessari stöðu veigra sér við að leita sér lækninga á EES-svæðinu.“ Sjúklingar leiti frekar til lækna sem starfa einkageiranum og greiði sjálfir fullt verð fyrir meðferðina. „Þetta er hins vegar ekki úrræði sem er á færi allra sjúkratryggða og niðurstaðan er misrétti.“ Gefa lítið fyrir rök ráðuneytisins Í umsögninni segir einnig að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi sjálf talað fyrir því að þeir sem hafi öðlast rétt til að sækja heilbrigðisþjónustu í EES-ríkjunum hafi einnig þann valkost að nýta sér þjónustu sem standi til boða hérlendis með fullri greiðsluþátttöku. „Það skýtur skökku við þegar utanríkisráðherra er í stöðu til að ýta loksins í gegn áralöngu baráttumáli skuli það ekki gert.“ Stjórn Læknafélagsins segist einnig gefa lítið fyrir rök heilbrigðisráðuneytisins um að skyldi heilbrigðisþjónustan standa til boði hér á landi myndi það gera ráðuneytinu erfitt að halda útgjöldum heilbrigðisþjónustu innan fjárlaga. Breytingin sem LÍ leggur til myndi einnig rýra möguleika til markvissrar forgangsröðunar þjónustu. „Hér lítur heilbrigðisráðuneytið framhjá þeirri augljósu staðreynd að almannatryggingareglur Evrópusambandsins sem Ísland varð að lögfesta hér á landi við staðfestingu EES-samningsins gefa sjúkratryggðum þegar þennan rétt - en þá til útlanda. Íslensk stjórnvöld hafa enga möguleika á því að halda innan neinna ramma útgjöldum heilbrigðisþjónustu vegna læknismeðferðar erlendis þegar bið er orðin of löng hér á landi,“ skrifar stjórn LÍ. „Sjúkratryggðir eiga réttinn á og fyrir meðferðina verður að borga.“ LÍ skorar á Alþingi að breyta frumvarpinu og tryggja jafna stöðu allra sjúkratryggða í landinu. „Annað er að mati LÍ gróft brot á jafnræðisreglu og mismunar sjúkratryggðum herfilega eftir efnahag.“ Umsögn LÍ má lesa hér. Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Í frumvarpi Ölmu Möller til breytinga á lögum segir að ef einstaklingur hafi ekki kost á meðferð hérlendis innan ákveðinna tímamarka megi hann leita til Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðsluþátttöku í meðferð í öðru aðildarríki EES-samningsins. Læknafélag Íslands (LÍ) segir það alvarlegt að ekki standi til boða að leita til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hérlendis ef biðtími í opinbera heilbrigðiskerfinu sé of langur. Upp geti komið mál þar sem biðtími opinbera heilbrigðiskerfisins sé of langur en sjúklingar eigi samt sem áður kost á meðferð hérlendis. „LÍ telur það mjög alvarlegt mál að ekki skuli í þessu ákvæði opnað fyrir það að þegar sjúklingur hefur beðið lengur en talið er forsvaranlegt eftir meðferð í hinu opinbera kerfi eigi hann rétt á aðgangi að meðferð í einkarekinni starfsemi lækna og þá greiði Sjúkratryggingar fyrir kostnaðinn, líkt og gert er ef sjúklingurinn kýs að leita til útlanda,“ segir í umsögn LÍ. Í umsögninni sem undirrituð er af Steinunni Þórðardóttur, formanni LÍ, sakar stjórn félagsins stjórnvöld um að „notfæra sér það að fjölmargir sjúkratryggðir í þessari stöðu veigra sér við að leita sér lækninga á EES-svæðinu.“ Sjúklingar leiti frekar til lækna sem starfa einkageiranum og greiði sjálfir fullt verð fyrir meðferðina. „Þetta er hins vegar ekki úrræði sem er á færi allra sjúkratryggða og niðurstaðan er misrétti.“ Gefa lítið fyrir rök ráðuneytisins Í umsögninni segir einnig að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi sjálf talað fyrir því að þeir sem hafi öðlast rétt til að sækja heilbrigðisþjónustu í EES-ríkjunum hafi einnig þann valkost að nýta sér þjónustu sem standi til boða hérlendis með fullri greiðsluþátttöku. „Það skýtur skökku við þegar utanríkisráðherra er í stöðu til að ýta loksins í gegn áralöngu baráttumáli skuli það ekki gert.“ Stjórn Læknafélagsins segist einnig gefa lítið fyrir rök heilbrigðisráðuneytisins um að skyldi heilbrigðisþjónustan standa til boði hér á landi myndi það gera ráðuneytinu erfitt að halda útgjöldum heilbrigðisþjónustu innan fjárlaga. Breytingin sem LÍ leggur til myndi einnig rýra möguleika til markvissrar forgangsröðunar þjónustu. „Hér lítur heilbrigðisráðuneytið framhjá þeirri augljósu staðreynd að almannatryggingareglur Evrópusambandsins sem Ísland varð að lögfesta hér á landi við staðfestingu EES-samningsins gefa sjúkratryggðum þegar þennan rétt - en þá til útlanda. Íslensk stjórnvöld hafa enga möguleika á því að halda innan neinna ramma útgjöldum heilbrigðisþjónustu vegna læknismeðferðar erlendis þegar bið er orðin of löng hér á landi,“ skrifar stjórn LÍ. „Sjúkratryggðir eiga réttinn á og fyrir meðferðina verður að borga.“ LÍ skorar á Alþingi að breyta frumvarpinu og tryggja jafna stöðu allra sjúkratryggða í landinu. „Annað er að mati LÍ gróft brot á jafnræðisreglu og mismunar sjúkratryggðum herfilega eftir efnahag.“ Umsögn LÍ má lesa hér.
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira