Breytingar á lögum um sjúkratryggingar mismuni eftir efnahagsstöðu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. júní 2025 08:06 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Læknafélag Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um sjúkratryggingar. Stjórn félagsins segir að þar sem greiðsluþátttöku í erlendri heilbrigðisþjónustu sé forgangsraðað yfir einkarekna heilbrigðisþjónustu hérlendis sé verið að mismuna sjúklingum eftir efnahagi þeirra. Í frumvarpi Ölmu Möller til breytinga á lögum segir að ef einstaklingur hafi ekki kost á meðferð hérlendis innan ákveðinna tímamarka megi hann leita til Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðsluþátttöku í meðferð í öðru aðildarríki EES-samningsins. Læknafélag Íslands (LÍ) segir það alvarlegt að ekki standi til boða að leita til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hérlendis ef biðtími í opinbera heilbrigðiskerfinu sé of langur. Upp geti komið mál þar sem biðtími opinbera heilbrigðiskerfisins sé of langur en sjúklingar eigi samt sem áður kost á meðferð hérlendis. „LÍ telur það mjög alvarlegt mál að ekki skuli í þessu ákvæði opnað fyrir það að þegar sjúklingur hefur beðið lengur en talið er forsvaranlegt eftir meðferð í hinu opinbera kerfi eigi hann rétt á aðgangi að meðferð í einkarekinni starfsemi lækna og þá greiði Sjúkratryggingar fyrir kostnaðinn, líkt og gert er ef sjúklingurinn kýs að leita til útlanda,“ segir í umsögn LÍ. Í umsögninni sem undirrituð er af Steinunni Þórðardóttur, formanni LÍ, sakar stjórn félagsins stjórnvöld um að „notfæra sér það að fjölmargir sjúkratryggðir í þessari stöðu veigra sér við að leita sér lækninga á EES-svæðinu.“ Sjúklingar leiti frekar til lækna sem starfa einkageiranum og greiði sjálfir fullt verð fyrir meðferðina. „Þetta er hins vegar ekki úrræði sem er á færi allra sjúkratryggða og niðurstaðan er misrétti.“ Gefa lítið fyrir rök ráðuneytisins Í umsögninni segir einnig að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi sjálf talað fyrir því að þeir sem hafi öðlast rétt til að sækja heilbrigðisþjónustu í EES-ríkjunum hafi einnig þann valkost að nýta sér þjónustu sem standi til boða hérlendis með fullri greiðsluþátttöku. „Það skýtur skökku við þegar utanríkisráðherra er í stöðu til að ýta loksins í gegn áralöngu baráttumáli skuli það ekki gert.“ Stjórn Læknafélagsins segist einnig gefa lítið fyrir rök heilbrigðisráðuneytisins um að skyldi heilbrigðisþjónustan standa til boði hér á landi myndi það gera ráðuneytinu erfitt að halda útgjöldum heilbrigðisþjónustu innan fjárlaga. Breytingin sem LÍ leggur til myndi einnig rýra möguleika til markvissrar forgangsröðunar þjónustu. „Hér lítur heilbrigðisráðuneytið framhjá þeirri augljósu staðreynd að almannatryggingareglur Evrópusambandsins sem Ísland varð að lögfesta hér á landi við staðfestingu EES-samningsins gefa sjúkratryggðum þegar þennan rétt - en þá til útlanda. Íslensk stjórnvöld hafa enga möguleika á því að halda innan neinna ramma útgjöldum heilbrigðisþjónustu vegna læknismeðferðar erlendis þegar bið er orðin of löng hér á landi,“ skrifar stjórn LÍ. „Sjúkratryggðir eiga réttinn á og fyrir meðferðina verður að borga.“ LÍ skorar á Alþingi að breyta frumvarpinu og tryggja jafna stöðu allra sjúkratryggða í landinu. „Annað er að mati LÍ gróft brot á jafnræðisreglu og mismunar sjúkratryggðum herfilega eftir efnahag.“ Umsögn LÍ má lesa hér. Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira
Í frumvarpi Ölmu Möller til breytinga á lögum segir að ef einstaklingur hafi ekki kost á meðferð hérlendis innan ákveðinna tímamarka megi hann leita til Sjúkratrygginga Íslands fyrir greiðsluþátttöku í meðferð í öðru aðildarríki EES-samningsins. Læknafélag Íslands (LÍ) segir það alvarlegt að ekki standi til boða að leita til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hérlendis ef biðtími í opinbera heilbrigðiskerfinu sé of langur. Upp geti komið mál þar sem biðtími opinbera heilbrigðiskerfisins sé of langur en sjúklingar eigi samt sem áður kost á meðferð hérlendis. „LÍ telur það mjög alvarlegt mál að ekki skuli í þessu ákvæði opnað fyrir það að þegar sjúklingur hefur beðið lengur en talið er forsvaranlegt eftir meðferð í hinu opinbera kerfi eigi hann rétt á aðgangi að meðferð í einkarekinni starfsemi lækna og þá greiði Sjúkratryggingar fyrir kostnaðinn, líkt og gert er ef sjúklingurinn kýs að leita til útlanda,“ segir í umsögn LÍ. Í umsögninni sem undirrituð er af Steinunni Þórðardóttur, formanni LÍ, sakar stjórn félagsins stjórnvöld um að „notfæra sér það að fjölmargir sjúkratryggðir í þessari stöðu veigra sér við að leita sér lækninga á EES-svæðinu.“ Sjúklingar leiti frekar til lækna sem starfa einkageiranum og greiði sjálfir fullt verð fyrir meðferðina. „Þetta er hins vegar ekki úrræði sem er á færi allra sjúkratryggða og niðurstaðan er misrétti.“ Gefa lítið fyrir rök ráðuneytisins Í umsögninni segir einnig að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafi sjálf talað fyrir því að þeir sem hafi öðlast rétt til að sækja heilbrigðisþjónustu í EES-ríkjunum hafi einnig þann valkost að nýta sér þjónustu sem standi til boða hérlendis með fullri greiðsluþátttöku. „Það skýtur skökku við þegar utanríkisráðherra er í stöðu til að ýta loksins í gegn áralöngu baráttumáli skuli það ekki gert.“ Stjórn Læknafélagsins segist einnig gefa lítið fyrir rök heilbrigðisráðuneytisins um að skyldi heilbrigðisþjónustan standa til boði hér á landi myndi það gera ráðuneytinu erfitt að halda útgjöldum heilbrigðisþjónustu innan fjárlaga. Breytingin sem LÍ leggur til myndi einnig rýra möguleika til markvissrar forgangsröðunar þjónustu. „Hér lítur heilbrigðisráðuneytið framhjá þeirri augljósu staðreynd að almannatryggingareglur Evrópusambandsins sem Ísland varð að lögfesta hér á landi við staðfestingu EES-samningsins gefa sjúkratryggðum þegar þennan rétt - en þá til útlanda. Íslensk stjórnvöld hafa enga möguleika á því að halda innan neinna ramma útgjöldum heilbrigðisþjónustu vegna læknismeðferðar erlendis þegar bið er orðin of löng hér á landi,“ skrifar stjórn LÍ. „Sjúkratryggðir eiga réttinn á og fyrir meðferðina verður að borga.“ LÍ skorar á Alþingi að breyta frumvarpinu og tryggja jafna stöðu allra sjúkratryggða í landinu. „Annað er að mati LÍ gróft brot á jafnræðisreglu og mismunar sjúkratryggðum herfilega eftir efnahag.“ Umsögn LÍ má lesa hér.
Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Sjá meira