Grunar að fjárheimildir ætlaðar þjónustu hafi farið í launakostnað Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2025 12:46 Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar. Vísir/Anton Brink Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að fjármála- og efnahagsráðuneytið vinni skýrslu sem leiðir í ljós hvort fjárheimildir sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi farið í launahækkanir ríkisstarfsmanna, umfram forsendur fjárlaga. Beiðni átta þingmanna Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðherra um launaþróun hjá hinu opinbera er á dagskrá Alþingis í dag. Beiðnin er í átta liðum og í henni er meðal annars beðið um umsamdar launahækkanir ríkisstarfsmanna og forsendur fjárlaga varðandi launaþróun árin 2014-2024 og hver áhrif styttingar vinnuvikunnar hjá þrjátíu stærstu ríkisaðilunum voru. Tíð umræða Í samtali við fréttastofu segir Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti flutningsmaður beiðninnar að mikilvægt sé að skoða tengsl fjárheimilda og raunverulegra launaútgjalda hjá hinu opinbera. „Grunsemdir okkar eru að það hafi farið meira í launakostnað frá ríkinu en fjárheimildir í fjárlögum gera ráð fyrir. Og þannig hefur það bitnað á öðrum verkefnum hjá ríkinu,“ segir Njáll Trausti, en hann hefur stóra hluta þingsetu sinnar setið í fjárlaganefnd. Hann segir launakostnað opinberra starfsmanna þekkt umræðuefni síðustu misseri og því sé hann að reyna að draga fram eftirlitshlutverk þingsins í þeim málum. „Þetta er tilfinning sem við erum með, og þá þurfum við að fá það fram ef svo er en annars ekki. Það er nauðsynlegt að gefa gleggri mynd af þessari stöðu.“ Launahækkanir virðist umfram heimildir Í greinargerð með beiðninni segir að sérstaklega sé mikilvægt að kanna hvort og þá hvernig forstöðumenn ríkisstofnana hafa haft svigrúm til að semja um launahækkanir umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fjárlögum hvers árs. „Það virðist sem hluti nýrra fjárheimilda sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi leitt til launahækkana umfram forsendur fjárlaga án þess að Alþingi hafi tekið slíka ákvörðun,“ Njáll Trausti á ekki von á löngum umræðum um málið, sjaldgæft sé að skýrslubeiðni sé hafnað. Hann reiknar með að skýrslan verði tilbúin með haustinu. „Ég átta mig á því að þetta er mjög stór beiðni en það er heilbrigt að taka þetta saman í tengslum við ríkisfjármálin.“ Skaðleg áhrif á verðbólgu Þá segir í greinargerð að skýrslan muni vonandi veita betri innsýn í hversu stór hluti nýrra fjárheimilda ríkisaðila hafi runnið í launahækkanir frekar en til eflingar þjónustu eða nýrra verkefna. „Það hefur lengi verið umræða um að hið opinbera hafi dregið áfram launahækkanir, sem getur haft skaðleg áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Þannig að þetta er mjög stórt og mikilvægt mál, grunnmál í tengslum við ríkisfjármálin,“ segir Njáll Trausti. Ásamt honum fara Diljá Mist Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur Adolfsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir beiðninni. Málið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnum á þingfundi dagsins sem hefst klukkan þrjú. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Beiðni átta þingmanna Sjálfstæðisflokksins um skýrslu frá fjármála- og efnahagsráðherra um launaþróun hjá hinu opinbera er á dagskrá Alþingis í dag. Beiðnin er í átta liðum og í henni er meðal annars beðið um umsamdar launahækkanir ríkisstarfsmanna og forsendur fjárlaga varðandi launaþróun árin 2014-2024 og hver áhrif styttingar vinnuvikunnar hjá þrjátíu stærstu ríkisaðilunum voru. Tíð umræða Í samtali við fréttastofu segir Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti flutningsmaður beiðninnar að mikilvægt sé að skoða tengsl fjárheimilda og raunverulegra launaútgjalda hjá hinu opinbera. „Grunsemdir okkar eru að það hafi farið meira í launakostnað frá ríkinu en fjárheimildir í fjárlögum gera ráð fyrir. Og þannig hefur það bitnað á öðrum verkefnum hjá ríkinu,“ segir Njáll Trausti, en hann hefur stóra hluta þingsetu sinnar setið í fjárlaganefnd. Hann segir launakostnað opinberra starfsmanna þekkt umræðuefni síðustu misseri og því sé hann að reyna að draga fram eftirlitshlutverk þingsins í þeim málum. „Þetta er tilfinning sem við erum með, og þá þurfum við að fá það fram ef svo er en annars ekki. Það er nauðsynlegt að gefa gleggri mynd af þessari stöðu.“ Launahækkanir virðist umfram heimildir Í greinargerð með beiðninni segir að sérstaklega sé mikilvægt að kanna hvort og þá hvernig forstöðumenn ríkisstofnana hafa haft svigrúm til að semja um launahækkanir umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar í fjárlögum hvers árs. „Það virðist sem hluti nýrra fjárheimilda sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi leitt til launahækkana umfram forsendur fjárlaga án þess að Alþingi hafi tekið slíka ákvörðun,“ Njáll Trausti á ekki von á löngum umræðum um málið, sjaldgæft sé að skýrslubeiðni sé hafnað. Hann reiknar með að skýrslan verði tilbúin með haustinu. „Ég átta mig á því að þetta er mjög stór beiðni en það er heilbrigt að taka þetta saman í tengslum við ríkisfjármálin.“ Skaðleg áhrif á verðbólgu Þá segir í greinargerð að skýrslan muni vonandi veita betri innsýn í hversu stór hluti nýrra fjárheimilda ríkisaðila hafi runnið í launahækkanir frekar en til eflingar þjónustu eða nýrra verkefna. „Það hefur lengi verið umræða um að hið opinbera hafi dregið áfram launahækkanir, sem getur haft skaðleg áhrif á verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika í landinu. Þannig að þetta er mjög stórt og mikilvægt mál, grunnmál í tengslum við ríkisfjármálin,“ segir Njáll Trausti. Ásamt honum fara Diljá Mist Einarsdóttir, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Jens Garðar Helgason, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Ólafur Adolfsson þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrir beiðninni. Málið er á dagskrá á eftir óundirbúnum fyrirspurnum á þingfundi dagsins sem hefst klukkan þrjú.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira