Réttlæti fyrir þjóðina, framfarir fyrir landsbyggðina Guðmundur Ari Sigurjónson skrifar 23. júní 2025 08:00 Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að þeir sjö milljarðar sem þjóðin fær í sinn hlut með þessari leiðréttingu muni renna beint til samgönguframkvæmda á landsbyggðinni. Með samþykkt frumvarpsins munu því eigendur útgerðarfélaganna, hvort sem þeir eru búsettir í Reykjavík eða annars staðar, greiða réttlátan hlut til þjóðarinnar sem verður nýttur til að efla öryggi og bæta vegasamgöngur á landsbyggðinni. Þetta skiptir máli enda veit fólk sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu eða sem ferðast um landið okkar að þörf er á stórsókn í viðhaldi vega, bættu umferðaröryggi og að byggðarlög verði betur tengd með jarðgangagerð. Þetta hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins boðað en nauðsynleg forsenda slíkra framkvæmda er að verkefnin séu fjármögnuð. Útgerðarfyrirtækin hafa hagnast vel á síðustu árum á því að nýta auðlind sem er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Árið 2023 var hagnaður útgerðarfélaganna 67,5 milljarðar króna og nálgast eigið fé félaganna nú 500 milljarða. Með leiðréttu veiðigjaldi og bættum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni hefði hagnaður félaganna því farið úr 67 þúsund milljónum niður í 60 þúsund milljónir á ári. Félögin munu áfram standa sterk með öfluga starfsemi hringinn í kringum landið og hafa burði til að ráðast í fjárfestingar og nýsköpunarverkefni sem drífa áfram verðmætasköpun fyrirtækjanna. Útgerðarfélögin eru þó fjölbreytt og það bárust umsagnir frá sjávarútvegssveitarfélögum landsins þegar frumvarpið var birt sem lýstu yfir áhyggjum af því að minni og meðalstór fyrirtæki myndu hugsanlega ekki ráða við hærra veiðigjald og að það gæti leitt af sér sameiningar félaga. Við þessu hefur atvinnuveganefnd brugðist með hækkuðu frítekjumarki sem ver minni og meðalstóru fyrirtækin og veitir þeim afslátt af því að greiða þjóðinni þann 33% hlut í hagnaði sem lögin kveða á um. Á Alþingi hefur þetta mál mikið verið rætt og hafa einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar boðað að þeir stefni á að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið komist til atkvæðagreiðslu í sumar. Það gera þeir til að koma í veg fyrir að eigendur útgerðarfyrirtækjanna borgi réttan hlut til þjóðarinnar og koma þannig í veg fyrir að fjármögnun sé tryggð í nauðsynlegar samgöngubætur um land allt. Þessi afstaða minnihlutans er alvarleg gagnvart lýðræðinu í landinu en ekki síður alvarleg í ljósi þess að þarna fara fremstir í flokki fulltrúar flokka sem að sátu í ríkisstjórn síðastliðin 7 ár. Það var ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þröngri stöðu ríkissjóðs og ástandi vega vítt um land. Það var greinilega ekki nóg fyrir þessa flokka að veikja rekstur ríkissjóðs og öryggi vegakerfisins þegar þeir voru í ríkisstjórn heldur ætla þeir einnig að vinna gegn því að sú ríkisstjórn sem fékk lýðræðislegt umboð þjóðarinnar í þeirra stað nái að tryggja nauðsynlegar framfarir á landsbyggðinni. Ríkisstjórnarflokkarnir eru hins vegar samstíga og ákveðnir í að klára þetta mikilvæga réttlætismál fyrir þjóðina. Það er skylda okkar sem sitjum á Alþingi að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninga og þá þinglegu meðferð mála sem endar með atkvæðagreiðslu. Þar geta þingmenn sýnt með atkvæði sínu hvort þeir standi með þjóðinni í þessu máli eða eigendum stærstu útgerða landsins. En með viðstöðulausu málþófi sínu á þingi er stjórnarandstaðan í raun að berjast gegn framförum á landsbyggðinni. Það er öllum ljóst að ríkisstjórnin mun klára þetta mál. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu langt mun stjórnarandstaðan ganga gegn lýðræðinu til að verja hagsmuni nokkurra fjölskyldna? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Breytingar á veiðigjöldum Byggðamál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Nú hefst þriðja vikan af umræðum um veiðigjaldafrumvarpið á Alþingi. Tilgangur þess er að tryggja að þau 33% sem þjóðin á lögum samkvæmt að fá af hagnaði af fiskveiðum í kringum landið séu reiknuð af raunverulegu markaðsverði en ekki verði sem útgerðin hefur sjálf áhrif á með innri viðskiptum. Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hefur boðað að þeir sjö milljarðar sem þjóðin fær í sinn hlut með þessari leiðréttingu muni renna beint til samgönguframkvæmda á landsbyggðinni. Með samþykkt frumvarpsins munu því eigendur útgerðarfélaganna, hvort sem þeir eru búsettir í Reykjavík eða annars staðar, greiða réttlátan hlut til þjóðarinnar sem verður nýttur til að efla öryggi og bæta vegasamgöngur á landsbyggðinni. Þetta skiptir máli enda veit fólk sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu eða sem ferðast um landið okkar að þörf er á stórsókn í viðhaldi vega, bættu umferðaröryggi og að byggðarlög verði betur tengd með jarðgangagerð. Þetta hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins boðað en nauðsynleg forsenda slíkra framkvæmda er að verkefnin séu fjármögnuð. Útgerðarfyrirtækin hafa hagnast vel á síðustu árum á því að nýta auðlind sem er sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt lögum. Árið 2023 var hagnaður útgerðarfélaganna 67,5 milljarðar króna og nálgast eigið fé félaganna nú 500 milljarða. Með leiðréttu veiðigjaldi og bættum vegaframkvæmdum á landsbyggðinni hefði hagnaður félaganna því farið úr 67 þúsund milljónum niður í 60 þúsund milljónir á ári. Félögin munu áfram standa sterk með öfluga starfsemi hringinn í kringum landið og hafa burði til að ráðast í fjárfestingar og nýsköpunarverkefni sem drífa áfram verðmætasköpun fyrirtækjanna. Útgerðarfélögin eru þó fjölbreytt og það bárust umsagnir frá sjávarútvegssveitarfélögum landsins þegar frumvarpið var birt sem lýstu yfir áhyggjum af því að minni og meðalstór fyrirtæki myndu hugsanlega ekki ráða við hærra veiðigjald og að það gæti leitt af sér sameiningar félaga. Við þessu hefur atvinnuveganefnd brugðist með hækkuðu frítekjumarki sem ver minni og meðalstóru fyrirtækin og veitir þeim afslátt af því að greiða þjóðinni þann 33% hlut í hagnaði sem lögin kveða á um. Á Alþingi hefur þetta mál mikið verið rætt og hafa einstaka þingmenn stjórnarandstöðunnar boðað að þeir stefni á að beita málþófi til að koma í veg fyrir að frumvarpið komist til atkvæðagreiðslu í sumar. Það gera þeir til að koma í veg fyrir að eigendur útgerðarfyrirtækjanna borgi réttan hlut til þjóðarinnar og koma þannig í veg fyrir að fjármögnun sé tryggð í nauðsynlegar samgöngubætur um land allt. Þessi afstaða minnihlutans er alvarleg gagnvart lýðræðinu í landinu en ekki síður alvarleg í ljósi þess að þarna fara fremstir í flokki fulltrúar flokka sem að sátu í ríkisstjórn síðastliðin 7 ár. Það var ríkisstjórnin sem ber ábyrgð á þröngri stöðu ríkissjóðs og ástandi vega vítt um land. Það var greinilega ekki nóg fyrir þessa flokka að veikja rekstur ríkissjóðs og öryggi vegakerfisins þegar þeir voru í ríkisstjórn heldur ætla þeir einnig að vinna gegn því að sú ríkisstjórn sem fékk lýðræðislegt umboð þjóðarinnar í þeirra stað nái að tryggja nauðsynlegar framfarir á landsbyggðinni. Ríkisstjórnarflokkarnir eru hins vegar samstíga og ákveðnir í að klára þetta mikilvæga réttlætismál fyrir þjóðina. Það er skylda okkar sem sitjum á Alþingi að virða lýðræðislega niðurstöðu kosninga og þá þinglegu meðferð mála sem endar með atkvæðagreiðslu. Þar geta þingmenn sýnt með atkvæði sínu hvort þeir standi með þjóðinni í þessu máli eða eigendum stærstu útgerða landsins. En með viðstöðulausu málþófi sínu á þingi er stjórnarandstaðan í raun að berjast gegn framförum á landsbyggðinni. Það er öllum ljóst að ríkisstjórnin mun klára þetta mál. Spurningin er hins vegar þessi: Hversu langt mun stjórnarandstaðan ganga gegn lýðræðinu til að verja hagsmuni nokkurra fjölskyldna? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun