Sagt að hann gæti ekki klárað námið en gerði það samt Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 19:18 Patrekur segir mótlætið hafa reynt mikið á hann í náminu en það hafi aldrei komið til greina að gefast upp. Vísir/Ívar Fannar Fyrsti lögblindi maðurinn til þess að ljúka meistaranámi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands segir stjórnendur námsins ítrekað hafa sett honum stólinn fyrir dyrnar og efast um getu hans. Hann segist þakklátur kennurum sínum, það hafi aldrei komið til greina að gefast upp. Patrekur Andrés Axelsson greindist nítján ára gamall með arfgengan augnsjúkdóm og er í dag með um fimm prósent sjón. Hann hefur aldrei látið sjúkdóminn stoppa sig og hefur meðal annars verið fulltrúi Íslands á Ólympíuleikum fatlaðra og klárað nám í rafvirkjun. Nú hefur Patrekur lokið mastersnámi í sjúkraþjálfun fyrstur lögblindra einstaklinga en hann segist hafa mætt fordómum og mótlæti stjórnenda læknadeildar Háskóla Íslands í náminu. Tveimur mánuðum eftir að hann hóf nám var hann boðaður á fund. „Ég spurði: Fara aðrir nemar á svona fund? „Nei, bara þú.“Af hverju? „Það eru öðruvísi aðstæður hjá þér.“ Svo fékk ég lögfræðibréf í hendurnar á fundinum um að mér væri synjað um áframhaldandi nám.“ Efasemdir stjórnenda námsins um getu Patreks hafi snúið að verklegum þætti námsins. „En ef maður lærir fræðin, grunninn, ert með alla þekkinguna og spyrð réttra spurninga, ferð eftir því sem er kennt þá er ekkert sem bendir til þess að þetta sé ekki hægt.“ „Svo var búið að finna verknám fyrir mig og verknámsstað og þar var ég bara lagður í einelti af verknámskennaranum. Það er þannig? Já, hún sagði að hún gæti ekki metið mig því ég væri of blindur og svo tók hún á móti mér og spurði mig hvar blindrastafurinn væri.“ Patrekur segir annað verknám hafa gengið vel og tekur fram að flestir kennarar hafi verið til fyrirmyndar. Hann segist þeim afar þakklátur og er nú búinn með námið. „Það þarf bara að finna út úr hlutunum, finna réttu lausnirnar. Einstaklingurinn sem er með hömlunina er oft með launsina, hann veit best hverjar hans þarfir eru, þannig ég hvet bara alla blinda og sjónskerta sem hafa áhuga á sjúkraþjálfun að sækja um.“ Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Patrekur Andrés Axelsson greindist nítján ára gamall með arfgengan augnsjúkdóm og er í dag með um fimm prósent sjón. Hann hefur aldrei látið sjúkdóminn stoppa sig og hefur meðal annars verið fulltrúi Íslands á Ólympíuleikum fatlaðra og klárað nám í rafvirkjun. Nú hefur Patrekur lokið mastersnámi í sjúkraþjálfun fyrstur lögblindra einstaklinga en hann segist hafa mætt fordómum og mótlæti stjórnenda læknadeildar Háskóla Íslands í náminu. Tveimur mánuðum eftir að hann hóf nám var hann boðaður á fund. „Ég spurði: Fara aðrir nemar á svona fund? „Nei, bara þú.“Af hverju? „Það eru öðruvísi aðstæður hjá þér.“ Svo fékk ég lögfræðibréf í hendurnar á fundinum um að mér væri synjað um áframhaldandi nám.“ Efasemdir stjórnenda námsins um getu Patreks hafi snúið að verklegum þætti námsins. „En ef maður lærir fræðin, grunninn, ert með alla þekkinguna og spyrð réttra spurninga, ferð eftir því sem er kennt þá er ekkert sem bendir til þess að þetta sé ekki hægt.“ „Svo var búið að finna verknám fyrir mig og verknámsstað og þar var ég bara lagður í einelti af verknámskennaranum. Það er þannig? Já, hún sagði að hún gæti ekki metið mig því ég væri of blindur og svo tók hún á móti mér og spurði mig hvar blindrastafurinn væri.“ Patrekur segir annað verknám hafa gengið vel og tekur fram að flestir kennarar hafi verið til fyrirmyndar. Hann segist þeim afar þakklátur og er nú búinn með námið. „Það þarf bara að finna út úr hlutunum, finna réttu lausnirnar. Einstaklingurinn sem er með hömlunina er oft með launsina, hann veit best hverjar hans þarfir eru, þannig ég hvet bara alla blinda og sjónskerta sem hafa áhuga á sjúkraþjálfun að sækja um.“
Málefni fatlaðs fólks Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira