Krísa í Kattholti: Fólk losar sig við ketti á sumrin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júní 2025 13:00 Kattholt er nú yfirfullt af köttum. Vísir/Kristín Kattholt er þessa dagana yfirfullt af heimilislausum kisum og leita forsvarsmenn þess nú á náðir almennings um kattamat, kattasand og annað kattadót sem geti nýst við starfsemina. Rekstrarstýra segir fjöldann mega rekja til sumarsins en þá sé það algengara að eigendur losi sig við dýrin. Kattaathvarfið Kattholt sem um árabil hefur verið rekið í Árbænum í Reykjavík af Kattavinafélagi Íslands er nú yfirfullt af heimilislausum köttum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem jafnframt er óskað eftir öllum þeim kattamati, kattasandi og klórustaurum sem almenningur kunni að búa yfir. Ninja Dögg Torfadóttir rekstrarstýra Kattholts segir fjölda heimilislausra katta mega rekja til árstímans. „Núna er sumartíminn og því miður er það þannig að fólk er að ferðast og þetta er tíminn sem þau hafa ekki tíma fyrir dýrin sín og þetta er tími sem Kattholt fyllist yfirleitt. Núna er ástandið þannig að allur matur hjá okkur er að verða búinn og við erum að reyna eins og við getum að hugsa eins vel um kisurnar og hægt er og við þurfum smá hjálp, staðan er bara þannig, því miður.“ Ninja segir allan stuðning vel þeginn. „Kisurnar sem eru núna hjá okkur í athvarfinu eru flestallar kisur sem munu svo í framtíðinni leita sér að nýjum eigendum en eins og staðan er hjá okkur núna eru margar kisur sem eru mjög hræddar og þurfa meiri aðlögun. Við erum að vinna í því. Okkur vantar fósturheimili, okkur vantar líka bara sjálfboðaliða til að koma, höfum haft yndislega sjálfboðaliða sem koma og eru að tala við kisurnar, til þess að bara manna þær og til þess að þær fái tækifæri til þess að fara á heimili.“ Fjöldinn í Kattholti sé í takt við árstímann. „Það er eins og á sumrin sé bara fólk sem vilji, losa sig við dýrin, mér finnst leiðinlegt að segja það en það er bara þannig að þetta er bara tíminn sem fólk er önnum kafið og þá fara dýrin eitthvert annað, það er bara þannig, þau eru ekki númer eitt, tvö og þrjú oft.“ Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Kattaathvarfið Kattholt sem um árabil hefur verið rekið í Árbænum í Reykjavík af Kattavinafélagi Íslands er nú yfirfullt af heimilislausum köttum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem jafnframt er óskað eftir öllum þeim kattamati, kattasandi og klórustaurum sem almenningur kunni að búa yfir. Ninja Dögg Torfadóttir rekstrarstýra Kattholts segir fjölda heimilislausra katta mega rekja til árstímans. „Núna er sumartíminn og því miður er það þannig að fólk er að ferðast og þetta er tíminn sem þau hafa ekki tíma fyrir dýrin sín og þetta er tími sem Kattholt fyllist yfirleitt. Núna er ástandið þannig að allur matur hjá okkur er að verða búinn og við erum að reyna eins og við getum að hugsa eins vel um kisurnar og hægt er og við þurfum smá hjálp, staðan er bara þannig, því miður.“ Ninja segir allan stuðning vel þeginn. „Kisurnar sem eru núna hjá okkur í athvarfinu eru flestallar kisur sem munu svo í framtíðinni leita sér að nýjum eigendum en eins og staðan er hjá okkur núna eru margar kisur sem eru mjög hræddar og þurfa meiri aðlögun. Við erum að vinna í því. Okkur vantar fósturheimili, okkur vantar líka bara sjálfboðaliða til að koma, höfum haft yndislega sjálfboðaliða sem koma og eru að tala við kisurnar, til þess að bara manna þær og til þess að þær fái tækifæri til þess að fara á heimili.“ Fjöldinn í Kattholti sé í takt við árstímann. „Það er eins og á sumrin sé bara fólk sem vilji, losa sig við dýrin, mér finnst leiðinlegt að segja það en það er bara þannig að þetta er bara tíminn sem fólk er önnum kafið og þá fara dýrin eitthvert annað, það er bara þannig, þau eru ekki númer eitt, tvö og þrjú oft.“
Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira