Mikilvægt að fólk þurfi ekki að flýja húsnæði vegna ofnæmis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2025 20:50 Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður FÍOÓL. Vísir/Ívar Fannar Ofnæmislæknar eru uggandi vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um gæludýrahald í fjölbýlishúsum. Formaður félags ofnæmislækna óttast að skjólstæðingum hennar verði svo gott sem úthýst úr fjölbýlishúsum verði breytingarnar að veruleika. Frumvarp félags- og húsnæðisráðherra sem felur í sér að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda hefur nú verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Verði það að veruleika munu gæludýraeigendur ekki lengur þurfa að lúta reglum húsfélags um hunda- og kattahald og hafa stjórnarliðar sagst vongóðir um að málið verði samþykkt fyrir þinglok. Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður Félags íslenskra ofnæmislækna sína stétt hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Það sem mér finnst mikilvægt er að það sé staðið vörð um það að fólk sem er með mjög mikið ofnæmi geti ekki lent í því að þurfa að flýja húsnæðið sitt af þessum ástæðum og núverandi frumvarp er náttúrulega ekki þannig,“ segir Sólrún. Fólkið sé þannig sett í erfiða aðstöðu. „Þú getur ímyndað þér ef foreldrar eiga til dæmis lítið astmaveikt barn sem fær alvarlegan astma, ég held að flestir myndu í þessu tilfelli reyna að koma sér úr húsnæðinu ef þeir eiga þess kost, sem náttúrulega ekkert allir eiga heldur, þannig ef maður hefur ekkert um það að segja hvort það er dýr í húsnæðinu manns eða hvort dýr flytur inn í húsnæðið sem maður býr í, eða þá sameign eins og við erum að tala um, þá held ég að það geti sett marga í erfiða stöðu.“ Ofnæmisvaldar í sameign skipti miklu máli og hafi mikil áhrif, jafnvel þó gæludýrin eigi enga leið þar um og séu einungis inni í sínum eigin íbúðum. „Síðan er náttúrulega hópur líka sem fær mikið ofnæmiskvef, nefstíflur, lekur mikið úr nefinu, kláði, nef og augu og slíkt af dýrunum bara eins og frjókornum og öðrum umhverfis- og ofnæmisvökum og það náttúrulega truflar líf og skerðir lífsgæði mjög mikið líka og það á ekkert bara við um ef dýrið er inni í húsnæðinu þínu heldur ef þú þarft að ganga reglulega um svæði þar sem dýrin eru eins og á teppalögðum gangi eða einhverju slíku, þá berst þetta inn með skónum, þessir ofnæmisvakar eru afskaplega smáir og límkenndir og klístrast með manni í förum allar leiðir.“ Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Dýr Hundar Kettir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Frumvarp félags- og húsnæðisráðherra sem felur í sér að hunda- og kattahald í fjölbýlishúsum verði ekki lengur háð samþykki annarra eigenda hefur nú verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Verði það að veruleika munu gæludýraeigendur ekki lengur þurfa að lúta reglum húsfélags um hunda- og kattahald og hafa stjórnarliðar sagst vongóðir um að málið verði samþykkt fyrir þinglok. Sólrún Melkorka Maggadóttir formaður Félags íslenskra ofnæmislækna sína stétt hafa miklar áhyggjur af breytingunum. „Það sem mér finnst mikilvægt er að það sé staðið vörð um það að fólk sem er með mjög mikið ofnæmi geti ekki lent í því að þurfa að flýja húsnæðið sitt af þessum ástæðum og núverandi frumvarp er náttúrulega ekki þannig,“ segir Sólrún. Fólkið sé þannig sett í erfiða aðstöðu. „Þú getur ímyndað þér ef foreldrar eiga til dæmis lítið astmaveikt barn sem fær alvarlegan astma, ég held að flestir myndu í þessu tilfelli reyna að koma sér úr húsnæðinu ef þeir eiga þess kost, sem náttúrulega ekkert allir eiga heldur, þannig ef maður hefur ekkert um það að segja hvort það er dýr í húsnæðinu manns eða hvort dýr flytur inn í húsnæðið sem maður býr í, eða þá sameign eins og við erum að tala um, þá held ég að það geti sett marga í erfiða stöðu.“ Ofnæmisvaldar í sameign skipti miklu máli og hafi mikil áhrif, jafnvel þó gæludýrin eigi enga leið þar um og séu einungis inni í sínum eigin íbúðum. „Síðan er náttúrulega hópur líka sem fær mikið ofnæmiskvef, nefstíflur, lekur mikið úr nefinu, kláði, nef og augu og slíkt af dýrunum bara eins og frjókornum og öðrum umhverfis- og ofnæmisvökum og það náttúrulega truflar líf og skerðir lífsgæði mjög mikið líka og það á ekkert bara við um ef dýrið er inni í húsnæðinu þínu heldur ef þú þarft að ganga reglulega um svæði þar sem dýrin eru eins og á teppalögðum gangi eða einhverju slíku, þá berst þetta inn með skónum, þessir ofnæmisvakar eru afskaplega smáir og límkenndir og klístrast með manni í förum allar leiðir.“
Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Dýr Hundar Kettir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira