„Jákvæð viðbrögð“ um veiðigjaldið? Heimir Örn Árnason skrifar 21. júní 2025 12:00 Þann 18. júní hélt Eydís Ásbjörnsdóttur, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, því fram á Alþingi að stjórnarliðar hefðu fengið „jákvæð viðbrögð“ sveitarstjórnarfólks um land allt við tvöföldun veiðigjalda og hvatti stjórnarandstöðuna til að „tala við sitt fólk“. Við – kjörnir fulltrúar í stærstu sjávarútvegssveitarfélögum kjördæmisins hennar – erum einmitt „fólkið“ sem þingmaðurinn á að hafa talað við. Umsagnir okkar og kollega um þetta sama frumvarp segjast hins vegar annað: Hvað sögðu sveitarfélögin í raun? Sveitarfélag Tilvitnun úr umsögn Akureyrarbær Hækkunin „grefur undan fjárfestingu og stöðugleika í atvinnulífi bæjarins.“ Norðurþing Varar við verulegri tekjuáhættu og „óþolandi misræmi“ þar sem stærstur hluti hækkunarinnar lendir á kjördæminu. Langanesbyggð Bendir á að gjöldin „geta grafið undan byggðafestu“ þar sem sjávarútvegur standi undir grunni sveitarfélagsins. Vopnafjarðarhreppur Telur frumvarpið setja „hagsmuni samfélagsins í uppnám“ með skertum fjárfestingartækifærum og færri störfum. Fjarðabyggð Bæjarráð „mótmælir harðlega“ að hækkunin bitni einkum „á landsbyggðinni“. Vestmannaeyjabær „Óásættanlegt að leggja fram tvöföldun veiðigjalda án mats á áhrifum á sveitarfélög; getur orðið gífurlegt högg.“ Vesturbyggð Varar við að gjaldið verði „of íþyngjandi fyrir smærri útgerðir“ og krefst skýrra svara um hvernig innheimtan nýtist byggðunum. Ísafjarðarbær Hækkunin sé „bein ógn við byggðafestu“ á Vestfjörðum. Bolungarvíkurkaupstaður Hefur „áhyggjur af aukinni gjaldtöku og mögulegri samþjöppun“ sem leiði til fækkunar starfa og minni samfélagsþátttöku. Snæfellsbær Telur gjaldið „kæfa nýsköpun og áform um fjölgun starfa.“ Suðurnesjabær Varar við „skaðlegum áhrifum á lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki.“ Akraneskaupstaður Kallar eftir áhrifamati; „Óvissa skapar fyrirtækjum erfiðleika… stöðugleiki í starfsumhverfi sjávarútvegs skiptir verulega miklu máli.“ Dalvíkurbyggð Segir með ólíkindum að hækkunin sé talin áhrifalítil; vísar til þess að sjávarútvegur standi undir 34% launa í sveitarfélaginu. Grindavíkurbær Minnir á náttúruhamfarir og varar við að hækkunin bæti 400m.kr. á útgerðir sem þegar glími við fordæmalausar áskoranir. Þetta minnir lítið á „jákvæð“ viðbrögð – nema orðið hafi skipt um merkingu. Hún hafði þetta rétt… árið 2018 Þann 2. nóvember 2018, sem formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, undirritaði Eydís bókun sem taldi 10 % aukaálag á uppsjávarútgerðir „ósanngjarnan landsbyggðarskatt“ sem gengi beint á sveitarfélög með öflugan sjávarútveg. Sömu rök heyrist nú – en nú kallar hún viðbrögðin „jákvæð“. Allt einn misskilningur Að lýsa ofangreindum umsögnum sem „jákvæðum viðbrögðum“ eru einfaldlega alger öfugmæli. Sami þingmaður hefur líka lýst ánægju með breytingar á strandveiðikerfinu sem færa kvóta frá Norðaustur‑ til Norðvesturkjördæmis. Allt grefur þetta undan núverandi kerfi sem skapar atvinnu og verðmæti í kjördæminu og sjávarútvegi um allt land. Kerfi sem skapar byggðafestu og veitir heilsársstörf. Ég hvet Alþingi til að hlusta á málefnalegar athugasemdir sveitarfélaganna áður en lokaniðurstaða er fest á blað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, formaður bæjarráðs á Akureyri og stjórnarmaður í Samtökum sjávarútvegsfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Heimir Örn Árnason Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Ósnortin víðerni Kristín Bjarnadóttir Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Þann 18. júní hélt Eydís Ásbjörnsdóttur, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, því fram á Alþingi að stjórnarliðar hefðu fengið „jákvæð viðbrögð“ sveitarstjórnarfólks um land allt við tvöföldun veiðigjalda og hvatti stjórnarandstöðuna til að „tala við sitt fólk“. Við – kjörnir fulltrúar í stærstu sjávarútvegssveitarfélögum kjördæmisins hennar – erum einmitt „fólkið“ sem þingmaðurinn á að hafa talað við. Umsagnir okkar og kollega um þetta sama frumvarp segjast hins vegar annað: Hvað sögðu sveitarfélögin í raun? Sveitarfélag Tilvitnun úr umsögn Akureyrarbær Hækkunin „grefur undan fjárfestingu og stöðugleika í atvinnulífi bæjarins.“ Norðurþing Varar við verulegri tekjuáhættu og „óþolandi misræmi“ þar sem stærstur hluti hækkunarinnar lendir á kjördæminu. Langanesbyggð Bendir á að gjöldin „geta grafið undan byggðafestu“ þar sem sjávarútvegur standi undir grunni sveitarfélagsins. Vopnafjarðarhreppur Telur frumvarpið setja „hagsmuni samfélagsins í uppnám“ með skertum fjárfestingartækifærum og færri störfum. Fjarðabyggð Bæjarráð „mótmælir harðlega“ að hækkunin bitni einkum „á landsbyggðinni“. Vestmannaeyjabær „Óásættanlegt að leggja fram tvöföldun veiðigjalda án mats á áhrifum á sveitarfélög; getur orðið gífurlegt högg.“ Vesturbyggð Varar við að gjaldið verði „of íþyngjandi fyrir smærri útgerðir“ og krefst skýrra svara um hvernig innheimtan nýtist byggðunum. Ísafjarðarbær Hækkunin sé „bein ógn við byggðafestu“ á Vestfjörðum. Bolungarvíkurkaupstaður Hefur „áhyggjur af aukinni gjaldtöku og mögulegri samþjöppun“ sem leiði til fækkunar starfa og minni samfélagsþátttöku. Snæfellsbær Telur gjaldið „kæfa nýsköpun og áform um fjölgun starfa.“ Suðurnesjabær Varar við „skaðlegum áhrifum á lítil og meðalstór sjávarútvegsfyrirtæki.“ Akraneskaupstaður Kallar eftir áhrifamati; „Óvissa skapar fyrirtækjum erfiðleika… stöðugleiki í starfsumhverfi sjávarútvegs skiptir verulega miklu máli.“ Dalvíkurbyggð Segir með ólíkindum að hækkunin sé talin áhrifalítil; vísar til þess að sjávarútvegur standi undir 34% launa í sveitarfélaginu. Grindavíkurbær Minnir á náttúruhamfarir og varar við að hækkunin bæti 400m.kr. á útgerðir sem þegar glími við fordæmalausar áskoranir. Þetta minnir lítið á „jákvæð“ viðbrögð – nema orðið hafi skipt um merkingu. Hún hafði þetta rétt… árið 2018 Þann 2. nóvember 2018, sem formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, undirritaði Eydís bókun sem taldi 10 % aukaálag á uppsjávarútgerðir „ósanngjarnan landsbyggðarskatt“ sem gengi beint á sveitarfélög með öflugan sjávarútveg. Sömu rök heyrist nú – en nú kallar hún viðbrögðin „jákvæð“. Allt einn misskilningur Að lýsa ofangreindum umsögnum sem „jákvæðum viðbrögðum“ eru einfaldlega alger öfugmæli. Sami þingmaður hefur líka lýst ánægju með breytingar á strandveiðikerfinu sem færa kvóta frá Norðaustur‑ til Norðvesturkjördæmis. Allt grefur þetta undan núverandi kerfi sem skapar atvinnu og verðmæti í kjördæminu og sjávarútvegi um allt land. Kerfi sem skapar byggðafestu og veitir heilsársstörf. Ég hvet Alþingi til að hlusta á málefnalegar athugasemdir sveitarfélaganna áður en lokaniðurstaða er fest á blað. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, formaður bæjarráðs á Akureyri og stjórnarmaður í Samtökum sjávarútvegsfélaga.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun