Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júní 2025 11:14 Einstaklingarnir sækja um vegabréfsáritun til þess að auðvelda ferðlag sitt á Schengen-svæðið. Vísir/Vilhelm Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir. „Starfsfólk lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur meðal annars orðið þess vart að einstaklingar séu að sækja um vegabréfsáritanir hjá íslenskum stjórnvöldum þar sem umsóknir séu afgreiddar hraðar og það séu meiri líkur á að þær séu samþykktar,“ segir í umsögn lögreglustjórans á Suðurnesjum um frumvarp utanríkisráðherra um vegabréfsáritanir. Þar kemur einnig fram að umræddir einstaklingar ætli sér ekki að ferðast um landið heldur afbóki hótel og flug um leið og þeir fái áritunina. Frá áramótum hafa um tuttugu mál komið upp hjá lögregluembættinu sem varða frávísunum með hliðsjón af afturköllun áritunar. „Þá hefur einnig komið upp mál þar sem einstaklingar bóka sólahringsferð til Íslands til að fá stimpil hér landi til að virkja vegabréfsáritunina svo að viðkomandi geti ferðast áfram inn í Evrópu.“ Vilja skýrara frumvarp Frumvarp utanríkisráðherra kveður á að utanríkisráðuneytið taki alfarið við framkvæmd vegabréfsáritana en þá sé sami aðilinn sem hefur heimild til að bæði veita og synja vegabréfsáritunum. Þá verði kæruleið aðlöguð að finnskri fyrirmynd sem þýðir að ráðuneytið hefur heimild til að taka aftur upp mál í stað þess að vísa þeim til kærunefndar útlendingamála. Í umsókninni lýsir lögreglustjórinn yfir ánægju en kallar jafnframt eftir því að ákveðin atriði þurfi að skýra í frumvarpinu. Þar á meðal er ítarlegri heimild til að afturkalla vegabréfsáritanir, til að mynda ef að einstaklingur hefur gefið upp rangar upplýsingar um tilgang ferðarinnar eða ef að umsækjendurnir séu einungis að nýta sér íslenska áritun til að komast inn á Schengen-svæðið. Ferðalög Utanríkismál Alþingi Lögreglumál Vegabréf Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
„Starfsfólk lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur meðal annars orðið þess vart að einstaklingar séu að sækja um vegabréfsáritanir hjá íslenskum stjórnvöldum þar sem umsóknir séu afgreiddar hraðar og það séu meiri líkur á að þær séu samþykktar,“ segir í umsögn lögreglustjórans á Suðurnesjum um frumvarp utanríkisráðherra um vegabréfsáritanir. Þar kemur einnig fram að umræddir einstaklingar ætli sér ekki að ferðast um landið heldur afbóki hótel og flug um leið og þeir fái áritunina. Frá áramótum hafa um tuttugu mál komið upp hjá lögregluembættinu sem varða frávísunum með hliðsjón af afturköllun áritunar. „Þá hefur einnig komið upp mál þar sem einstaklingar bóka sólahringsferð til Íslands til að fá stimpil hér landi til að virkja vegabréfsáritunina svo að viðkomandi geti ferðast áfram inn í Evrópu.“ Vilja skýrara frumvarp Frumvarp utanríkisráðherra kveður á að utanríkisráðuneytið taki alfarið við framkvæmd vegabréfsáritana en þá sé sami aðilinn sem hefur heimild til að bæði veita og synja vegabréfsáritunum. Þá verði kæruleið aðlöguð að finnskri fyrirmynd sem þýðir að ráðuneytið hefur heimild til að taka aftur upp mál í stað þess að vísa þeim til kærunefndar útlendingamála. Í umsókninni lýsir lögreglustjórinn yfir ánægju en kallar jafnframt eftir því að ákveðin atriði þurfi að skýra í frumvarpinu. Þar á meðal er ítarlegri heimild til að afturkalla vegabréfsáritanir, til að mynda ef að einstaklingur hefur gefið upp rangar upplýsingar um tilgang ferðarinnar eða ef að umsækjendurnir séu einungis að nýta sér íslenska áritun til að komast inn á Schengen-svæðið.
Ferðalög Utanríkismál Alþingi Lögreglumál Vegabréf Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira