Vara við því að ölvuðu fólki sé boðið að sitja að sumbli í Lystigarðinum Kjartan Kjartansson skrifar 22. júní 2025 09:03 Frá 17. júní hátið í Lystigarði Akureyrar árið 2023. Garðyrkjufólk er ósátt við að halda eigi hátíð þar sem áfengi er í boði í garðinum. Lystigarður Akureyrar Garðyrkjufólk hefur áhyggjur af fyrirhugaðri bjórhátið sem á að halda í lystigarði bæjarins í næsta mánuði. Formaður Garðyrkjufélags Íslands segir augljósa áhættu fólgna í því að bjóða ölvuðu fólki að sitja að sumbli innan um óbætanlegar plöntur. Skipuleggjandi segir aldrei hafa verið gengið illa um garðinn á fyrri hátíðum. Til stendur að halda sumar- og bjórhátíð veitingahússins LYST í Lystigarði Akureyrar dagana 18. til 20. júlí. Það verður fjórða árið í röð þar sem handverksbrugghús kynna framleiðslu sína í garðinum. Ekki eru allir sáttir við áformin. Tvö bréf þar sem áhyggjum var lýst af hátíðinni voru lögð fram til kynningar í bæjarráði Akureyrar á fimmtudag, bæði frá garðyrkjufólki. Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands, ritaði bænum bréf þar sem hún sagði það skjóta skökku við að drykkjuhátíð væri auglýst í eins dýrmætu plöntusafni og Lystigarðurinn á Akureyri væri. Þekkt væri að dómgreind fólks slævðist verulega þegar það væri undir áhrifum áfengis og þá gætu óhöppin átt sér stað. „Slík óhöpp þurfa ekki að vera alvarleg en áhættan á því að bjóða ölvuðu fólki upp að sitja að sumbli í grasagarði með óbætanlegum plöntum hlýtur að vera augljós hverjum sem horfa vill,“ skrifar Guðríður sem vill að bæjarstjórn Akureyrar skoði að finna hátíðinni annan stað. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Í svipaðan streng tekur Ásta Camilla Gylfadóttir sem skrifaði sögu Lystigarðsins og vann þar sem garðyrkjufræðingur á sínum tíma. Hún telur bjórhátíð alls ekki eiga heima í garðinum þar sem viðkvæmur gróður sé alltumlykjandi og „fólk í misjöfnu ástandi reiki um garðinn og detti í beðin“. Líkir hún garðinum við safn með lifandi plöntur. „Myndi maður vera með samskonar bjórhátíð á Listasafni Akureyrar í Gilinu eða Minjasafninu? Plöntur í grasagarði eru jafn dýrmætir safngripir eins og listaverk á vegg eða askur í hillu,“ segir Ásta Camilla í bréfi sínu. Alltaf farið vel fram Reynir Grétarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar og eigandi LYST, segir hátíðina hafa farið vel fram öll þau ár sem hún hafi verið haldin. Reynt sé að standa vel að hátíðinni og í sátt við garðinn. Þannig hafi verið sérstök gæsla fyrir beðin og brýnt fyrir gestum að ganga vel um. Að þessi sinni kynna fimmtán brugghús framleiðslu sína. Sá hluti hátíðarinnar er á milli klukkan 13:00 og 18:00 á laugardag. Reynir segir að hátíðin hafi aldrei verið stórt fyllerí og flestir gestir kunni sig. Veitingahúsið LYST í Lystigarðin Akureyrar. Eigendur þess hafa staðið fyrir sumar- og bjórhátíð síðustu ár.Lystigarður Akureyrar Hann er þó meðvitaður um að ákveðin togstreita hafi verið um hátíðina en skipuleggjendur hafi aldrei sýnt neitt annað en samstarfsvilja um að halda garðinum fínum. Hann bendir á að nýbúið sé að halda 17. júní hátíð í garðinum. Þar sé þar að auki veitingastaður- og kaffihús og svið fyrir viðburði. „Mér finnst ömurlegt að garðyrkjufólk sé að kvarta yfir þessu. Flest þeirra hafa ekki mætt á þetta,“ segir Reynir. Lokahnykkur hátíðarinnar í ár er tónleikar í lystigarðinum sem Reynir segir að séu þeir flottustu til þessa. Þar troða Rakel Sigurðardóttir, Bríet, Una Torfadóttir og Jói Pé og Króli upp. Akureyri Áfengi Garðyrkja Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Til stendur að halda sumar- og bjórhátíð veitingahússins LYST í Lystigarði Akureyrar dagana 18. til 20. júlí. Það verður fjórða árið í röð þar sem handverksbrugghús kynna framleiðslu sína í garðinum. Ekki eru allir sáttir við áformin. Tvö bréf þar sem áhyggjum var lýst af hátíðinni voru lögð fram til kynningar í bæjarráði Akureyrar á fimmtudag, bæði frá garðyrkjufólki. Guðríður Helgadóttir, formaður Garðyrkjufélags Íslands, ritaði bænum bréf þar sem hún sagði það skjóta skökku við að drykkjuhátíð væri auglýst í eins dýrmætu plöntusafni og Lystigarðurinn á Akureyri væri. Þekkt væri að dómgreind fólks slævðist verulega þegar það væri undir áhrifum áfengis og þá gætu óhöppin átt sér stað. „Slík óhöpp þurfa ekki að vera alvarleg en áhættan á því að bjóða ölvuðu fólki upp að sitja að sumbli í grasagarði með óbætanlegum plöntum hlýtur að vera augljós hverjum sem horfa vill,“ skrifar Guðríður sem vill að bæjarstjórn Akureyrar skoði að finna hátíðinni annan stað. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Í svipaðan streng tekur Ásta Camilla Gylfadóttir sem skrifaði sögu Lystigarðsins og vann þar sem garðyrkjufræðingur á sínum tíma. Hún telur bjórhátíð alls ekki eiga heima í garðinum þar sem viðkvæmur gróður sé alltumlykjandi og „fólk í misjöfnu ástandi reiki um garðinn og detti í beðin“. Líkir hún garðinum við safn með lifandi plöntur. „Myndi maður vera með samskonar bjórhátíð á Listasafni Akureyrar í Gilinu eða Minjasafninu? Plöntur í grasagarði eru jafn dýrmætir safngripir eins og listaverk á vegg eða askur í hillu,“ segir Ásta Camilla í bréfi sínu. Alltaf farið vel fram Reynir Grétarsson, skipuleggjandi hátíðarinnar og eigandi LYST, segir hátíðina hafa farið vel fram öll þau ár sem hún hafi verið haldin. Reynt sé að standa vel að hátíðinni og í sátt við garðinn. Þannig hafi verið sérstök gæsla fyrir beðin og brýnt fyrir gestum að ganga vel um. Að þessi sinni kynna fimmtán brugghús framleiðslu sína. Sá hluti hátíðarinnar er á milli klukkan 13:00 og 18:00 á laugardag. Reynir segir að hátíðin hafi aldrei verið stórt fyllerí og flestir gestir kunni sig. Veitingahúsið LYST í Lystigarðin Akureyrar. Eigendur þess hafa staðið fyrir sumar- og bjórhátíð síðustu ár.Lystigarður Akureyrar Hann er þó meðvitaður um að ákveðin togstreita hafi verið um hátíðina en skipuleggjendur hafi aldrei sýnt neitt annað en samstarfsvilja um að halda garðinum fínum. Hann bendir á að nýbúið sé að halda 17. júní hátíð í garðinum. Þar sé þar að auki veitingastaður- og kaffihús og svið fyrir viðburði. „Mér finnst ömurlegt að garðyrkjufólk sé að kvarta yfir þessu. Flest þeirra hafa ekki mætt á þetta,“ segir Reynir. Lokahnykkur hátíðarinnar í ár er tónleikar í lystigarðinum sem Reynir segir að séu þeir flottustu til þessa. Þar troða Rakel Sigurðardóttir, Bríet, Una Torfadóttir og Jói Pé og Króli upp.
Akureyri Áfengi Garðyrkja Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira