Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna Clara Ganslandt skrifar 19. júní 2025 13:31 Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku. Í tilefni þess ítrekar Evrópusambandið hlutverk sitt og ábyrgð í jafnréttisbaráttu kynjanna, bæði innan Evrópu sem og á heimsvísu. Það er mikilvægt að standa vörð um grundvallarréttindi kvenna og stúlkna ásamt því að tryggja enn betri árangur fyrir komandi kynslóðir. Þrátt fyrir miklar framfarir á síðustu áratugum er enn langt í land. Konur og stúlkur um allan heim þurfa enn að sæta kynbundnu ofbeldi og mismunun á vinnumarkaði sem birtist í formi kynbundins launamismunar og hinu svokallaða glerþaki. Að auki skortir margar konur víðs vegar um heim aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu þar sem málefni kvenna eru sérstaklega undirfjármögnuð. Á sama tíma stendur heimurinn frammi fyrir bakslagi í baráttunni fyrir mannréttindum og jafnrétti kynjanna. Réttindi kvenna snerta ekki einungis konur heldur allt samfélagið í heild sinni. Kvenréttindi varða okkur öll þar sem að þátttaka kvenna í þjóðfélaginu er bráðnauðsynleg til að viðhalda góðum lífskjörum og áframhaldandi velmegun. Það er of dýrkeypt að útiloka allt það hugvit og mannafla sem konur veita samfélaginu. Þess vegna hefur ESB gefið út nýjan vegvísi um jafnrétti kynjanna (e. Roadmap for Women´s Rights) í mars sl. til að knýja áfram heildræna stefnu í jafnréttismálum. Síðastliðin ár hafa sýnt mikilvægi þess að bregðast skjótt við áðurnefndri þróun. Í ljósi þess hefur ESB ekki einungis lagt áherslu á framsækni í stefnumótun heldur einnig á að styðja við aðildarríki þess í framkvæmd þeirra. Að auki er mikilvægt að gera ráð fyrir skörun ólíkra vandamála sem konur innan mismunandi þjóðfélagshópa standa frammi fyrir. Til að tryggja jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt að efla þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins, þá sérstaklega í öryggis- og varnarmálum en í ár eru 25 ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun nr. 1325 um “kynferði, frið og öryggi”. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðastliðinn aldarfjórðung og hefur aldrei verið meira um vopnuð átök í heiminum fyrr en nú þar sem helmingi fleiri konur búa á átakasvæðum. Konur á flótta eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum þar sem þær eru í 96% tilvika fórnarlömb þess. Að auki er mikilvægt að ítreka að margar hverjar konur eru líklegar til að verða fórnarlömb mansals og þvingaðs vændis m.a. til að greiða fyrir nauðsynjavörur. Þrátt fyrir þessa tölfræði hafa konur ennþá afar skerta aðkomu að friðar- og vopnahlésviðræðum. Þess vegna er mikilvægt að bregðast skjótt við nýrri heimsmynd og auka vitundarvakningu um þátttöku kvenna í öryggismálum. Ég er því stolt að ítreka áherslu og stuðning ESB til þessara málefna og fagna einnig samstarfi Íslands og ESB á þessu sviði. Þetta samstarf byggir fyrst og fremst á sameiginlegum gildum um mannréttindi og jafnréttindi kynjanna. Þessi gildi kristallast í þátttöku Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sem Ísland var kjörið í síðastliðinn október 2024. Á tímum sem þessum, sem einkennast af ólgu í alþjóðastjórnmálum og aukinni mótspyrnu í jafnréttindabaráttunni af hálfu skipulagðra hreyfinga, er mikilvægt að bandamenn standi þétt saman. Þess vegna tek ég þátttöku Íslands í mannréttindaráði SÞ fagnandi og hlakka til að fylgjast með framvindu þess á komandi árum. Gleðilegan kvenréttindadag. Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku. Í tilefni þess ítrekar Evrópusambandið hlutverk sitt og ábyrgð í jafnréttisbaráttu kynjanna, bæði innan Evrópu sem og á heimsvísu. Það er mikilvægt að standa vörð um grundvallarréttindi kvenna og stúlkna ásamt því að tryggja enn betri árangur fyrir komandi kynslóðir. Þrátt fyrir miklar framfarir á síðustu áratugum er enn langt í land. Konur og stúlkur um allan heim þurfa enn að sæta kynbundnu ofbeldi og mismunun á vinnumarkaði sem birtist í formi kynbundins launamismunar og hinu svokallaða glerþaki. Að auki skortir margar konur víðs vegar um heim aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu þar sem málefni kvenna eru sérstaklega undirfjármögnuð. Á sama tíma stendur heimurinn frammi fyrir bakslagi í baráttunni fyrir mannréttindum og jafnrétti kynjanna. Réttindi kvenna snerta ekki einungis konur heldur allt samfélagið í heild sinni. Kvenréttindi varða okkur öll þar sem að þátttaka kvenna í þjóðfélaginu er bráðnauðsynleg til að viðhalda góðum lífskjörum og áframhaldandi velmegun. Það er of dýrkeypt að útiloka allt það hugvit og mannafla sem konur veita samfélaginu. Þess vegna hefur ESB gefið út nýjan vegvísi um jafnrétti kynjanna (e. Roadmap for Women´s Rights) í mars sl. til að knýja áfram heildræna stefnu í jafnréttismálum. Síðastliðin ár hafa sýnt mikilvægi þess að bregðast skjótt við áðurnefndri þróun. Í ljósi þess hefur ESB ekki einungis lagt áherslu á framsækni í stefnumótun heldur einnig á að styðja við aðildarríki þess í framkvæmd þeirra. Að auki er mikilvægt að gera ráð fyrir skörun ólíkra vandamála sem konur innan mismunandi þjóðfélagshópa standa frammi fyrir. Til að tryggja jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt að efla þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins, þá sérstaklega í öryggis- og varnarmálum en í ár eru 25 ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun nr. 1325 um “kynferði, frið og öryggi”. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðastliðinn aldarfjórðung og hefur aldrei verið meira um vopnuð átök í heiminum fyrr en nú þar sem helmingi fleiri konur búa á átakasvæðum. Konur á flótta eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum þar sem þær eru í 96% tilvika fórnarlömb þess. Að auki er mikilvægt að ítreka að margar hverjar konur eru líklegar til að verða fórnarlömb mansals og þvingaðs vændis m.a. til að greiða fyrir nauðsynjavörur. Þrátt fyrir þessa tölfræði hafa konur ennþá afar skerta aðkomu að friðar- og vopnahlésviðræðum. Þess vegna er mikilvægt að bregðast skjótt við nýrri heimsmynd og auka vitundarvakningu um þátttöku kvenna í öryggismálum. Ég er því stolt að ítreka áherslu og stuðning ESB til þessara málefna og fagna einnig samstarfi Íslands og ESB á þessu sviði. Þetta samstarf byggir fyrst og fremst á sameiginlegum gildum um mannréttindi og jafnréttindi kynjanna. Þessi gildi kristallast í þátttöku Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sem Ísland var kjörið í síðastliðinn október 2024. Á tímum sem þessum, sem einkennast af ólgu í alþjóðastjórnmálum og aukinni mótspyrnu í jafnréttindabaráttunni af hálfu skipulagðra hreyfinga, er mikilvægt að bandamenn standi þétt saman. Þess vegna tek ég þátttöku Íslands í mannréttindaráði SÞ fagnandi og hlakka til að fylgjast með framvindu þess á komandi árum. Gleðilegan kvenréttindadag. Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun