Finnar draga sig út úr sáttmála gegn jarðsprengjum Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 10:34 Finnski herinn fær heimild til þess að beita jarðsprengjum til þess að verja Finnland með samþykkt þingsins um að yfirgefa Ottawa-sáttmálann í dag. Frá æfingu finnska hersins. Vísir/EPA Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna á finnska þinginu greiddi atkvæði með því að Finnland segi sig frá Ottawa-sáttmálanum sem bannar notkun jarðsprengna. Tilefnið er vaxandi ógn sem Finnar telja stafa af nágrönnum þeirra í Rússlandi. Ottawa-sáttmálinn tók gildi árið 1999 en aðildarríki hans skuldbundu sig til þess að framleiða ekki jarðsprengjur sem eru hannaðar gegn hermönnum og til þess að eyða birgðum sínum af slíkum sprengjum. Þegar atkvæði voru greidd um tillögu ríkisstjórnarinnar um að Finnland segði sig frá sáttmálanum í dag greiddu 157 þingmenn atkvæði með en aðeins átján á móti. Samhliða greiddi þingið atkvæði með því að Finnland héldi áfram að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum til þess að eyða jarðsprengjum, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur orðið Finnum tilefni til þess að endurskoða varnir sínar á síðustu árum. Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið ári eftir að innrásin hófst. Þá hafa þeir treyst varnir á landamærunum að Rússlandi, meðal annars til að hindra för Rússa sem reyna að komast ólögleg yfir þau til þess að koma sér undan herkvaðningu og hælisleitenda sem Finnar telja að rússnesk stjórnvöld sendi vísvitandi til þess að reyna að valda óstöðugleika í Finnlandi. Rússar hafa verið sakaðir um að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og fjarskiptainnviðum í Finnlandi og í Eystrasalti. Þá hefur þurft að aflýsa flugferðum á finnskum flugvöllum vegna truflana á staðsetningarbúnaði sem talið er að rekja megi til aðgerða Rússa til þess að leyna slóð flutningaskipa sem þeir nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja. Eystrasaltsríkin og Pólland hafa áður tilkynnt að þau ætli að segja sig frá sáttmálanum en líkt og Finnland hafa þau mátt kenna á heimsvaldastefnu Rússlands og Sovétríkjanna í gegnum tíðina. Finnland Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Ottawa-sáttmálinn tók gildi árið 1999 en aðildarríki hans skuldbundu sig til þess að framleiða ekki jarðsprengjur sem eru hannaðar gegn hermönnum og til þess að eyða birgðum sínum af slíkum sprengjum. Þegar atkvæði voru greidd um tillögu ríkisstjórnarinnar um að Finnland segði sig frá sáttmálanum í dag greiddu 157 þingmenn atkvæði með en aðeins átján á móti. Samhliða greiddi þingið atkvæði með því að Finnland héldi áfram að taka þátt í alþjóðlegum verkefnum til þess að eyða jarðsprengjum, að sögn finnska ríkisútvarpsins. Innrásarstríð Rússa í Úkraínu hefur orðið Finnum tilefni til þess að endurskoða varnir sínar á síðustu árum. Finnar gengu í Atlantshafsbandalagið ári eftir að innrásin hófst. Þá hafa þeir treyst varnir á landamærunum að Rússlandi, meðal annars til að hindra för Rússa sem reyna að komast ólögleg yfir þau til þess að koma sér undan herkvaðningu og hælisleitenda sem Finnar telja að rússnesk stjórnvöld sendi vísvitandi til þess að reyna að valda óstöðugleika í Finnlandi. Rússar hafa verið sakaðir um að vinna skemmdarverk á sæstrengjum og fjarskiptainnviðum í Finnlandi og í Eystrasalti. Þá hefur þurft að aflýsa flugferðum á finnskum flugvöllum vegna truflana á staðsetningarbúnaði sem talið er að rekja megi til aðgerða Rússa til þess að leyna slóð flutningaskipa sem þeir nota til þess að komast í kringum viðskiptaþvinganir vestrænna ríkja. Eystrasaltsríkin og Pólland hafa áður tilkynnt að þau ætli að segja sig frá sáttmálanum en líkt og Finnland hafa þau mátt kenna á heimsvaldastefnu Rússlands og Sovétríkjanna í gegnum tíðina.
Finnland Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira