Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 19. júní 2025 09:02 Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði. Einhver hluti íbúa við fjörðinn sáttur, annar hluti ósáttur. Við höfum mörg hver fylgst með baráttu Seyðfirðinga í gegnum árin, hún hefur verið strembin og þar á að koma upp sjókvíaeldi í óþökk þorra íbúa. Óháð skoðanamun ber okkur skylda til að standa vörð um náttúruauðlindir okkar, því þær eru undirstaða samfélagsins hér við fjörðinn. Fyrir fimm árum samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar að beina því til þáverandi sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Tillagan kom frá oddvita Sjálfstæðisflokksins og naut víðtæks stuðnings innan bæjarstjórnar. Árið 2023 lagði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram frumvarpsdrög um lagareldi þar sem gert var ráð fyrir að bæði Eyjafjörður og Öxarfjörður yrðu formlega friðaðir og eldi laxfiska bannað. Umræðan um sjókvíaeldi í Eyjafirði er ekki ný – í mörg ár hefur verið unnið að undirbúningi slíkrar starfsemi þrátt fyrir viðvarandi andstöðu íbúa. Undanfarin ár hefur töluverður vöxtur verið í ferðaþjónustu í Eyjafirði. Inn Eyjafjörð siglir töluverður fjöldi skemmtiferðaskipa hvert sumar, eins hefur verið vöxtur í hvalaskoðun við fjörðinn. Millilandaflug er að festa sig í sessi og töluverð uppbygging er á gistirýmum á svæðinu. Hingað kemur fólk til að upplifa ósnortna náttúru og þar liggja vaxtarmöguleikar svæðisins, ekki í stóriðju á borð við sjókvíaeldi sem hefur óafturkræf áhrif á náttúru og umhverfi. Reynslan sýnir að laxeldi í sjókvíum hefur valdið alvarlegum skaða á vistkerfum og haft mjög skaðleg áhrif á villta stofna lax og göngusilungs. Tæplega 70% landsmanna eru á móti sjókvíaeldi samkvæmt könnun frá 2024. Eingöngu 21% íbúa í Norðausturkjördæmi eru jákvæð í garð sjókvíaeldis. Sköpum frið um Eyjafjörð. Friðum fjörðinn fyrir sjókvíaeldi– og leyfum náttúrunni að njóta vafans. Höfundur er bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Umhverfismál Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði. Einhver hluti íbúa við fjörðinn sáttur, annar hluti ósáttur. Við höfum mörg hver fylgst með baráttu Seyðfirðinga í gegnum árin, hún hefur verið strembin og þar á að koma upp sjókvíaeldi í óþökk þorra íbúa. Óháð skoðanamun ber okkur skylda til að standa vörð um náttúruauðlindir okkar, því þær eru undirstaða samfélagsins hér við fjörðinn. Fyrir fimm árum samþykkti meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar að beina því til þáverandi sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður yrði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Tillagan kom frá oddvita Sjálfstæðisflokksins og naut víðtæks stuðnings innan bæjarstjórnar. Árið 2023 lagði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, fram frumvarpsdrög um lagareldi þar sem gert var ráð fyrir að bæði Eyjafjörður og Öxarfjörður yrðu formlega friðaðir og eldi laxfiska bannað. Umræðan um sjókvíaeldi í Eyjafirði er ekki ný – í mörg ár hefur verið unnið að undirbúningi slíkrar starfsemi þrátt fyrir viðvarandi andstöðu íbúa. Undanfarin ár hefur töluverður vöxtur verið í ferðaþjónustu í Eyjafirði. Inn Eyjafjörð siglir töluverður fjöldi skemmtiferðaskipa hvert sumar, eins hefur verið vöxtur í hvalaskoðun við fjörðinn. Millilandaflug er að festa sig í sessi og töluverð uppbygging er á gistirýmum á svæðinu. Hingað kemur fólk til að upplifa ósnortna náttúru og þar liggja vaxtarmöguleikar svæðisins, ekki í stóriðju á borð við sjókvíaeldi sem hefur óafturkræf áhrif á náttúru og umhverfi. Reynslan sýnir að laxeldi í sjókvíum hefur valdið alvarlegum skaða á vistkerfum og haft mjög skaðleg áhrif á villta stofna lax og göngusilungs. Tæplega 70% landsmanna eru á móti sjókvíaeldi samkvæmt könnun frá 2024. Eingöngu 21% íbúa í Norðausturkjördæmi eru jákvæð í garð sjókvíaeldis. Sköpum frið um Eyjafjörð. Friðum fjörðinn fyrir sjókvíaeldi– og leyfum náttúrunni að njóta vafans. Höfundur er bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar