Við fögnum en gleymum ekki Sandra B. Franks skrifar 19. júní 2025 07:31 Þann 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur loksins kosningarétt. Þetta var bylting í klæðum hóflegrar kurteisi. Íhaldssamt samfélag fékk að heyra það sem lengi hafði kraumað undir yfirborðinu. Að konur væru ekki aðeins eiginkonur, mæður eða þegnar á jaðrinum, heldur borgarar með dómgreind, vilja og rödd sem áttu fullt erindi í samfélaginu. Það voru ekki öskur á torgum sem skiluðu þessum sigri, heldur þrautseig barátta, djúp sannfæring og óbilandi réttlætiskennd. Og á bak við þessa baráttu stóðu konur sem höfðu hvorki völd né efni, en höfðu í staðinn rök, reynslu og raddbönd sem neituðu að þagna. Í dag, 110 árum síðar, minnumst við þessa sögulega dags með stolti. Við fögnum því sem áunnist hefur, en við gleymum ekki því sem enn stendur út af. Jafnrétti verður ekki afgreitt með því að segja „þetta er nú miklu betra en áður“. Það er alveg rétt, en það er ekki nóg. Konur í kvennastéttum hafa í áratugi haldið uppi grunnstoðum samfélagsins. Í leikskólum, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, í heimahjúkrun, geðþjónustu og félagsþjónustu. Allt störf sem snúast um að annast aðra, að halda lífi, reisn og mannhelgi. Þær hafa séð um börn, aldraða, fatlaða, veika og deyjandi. Þetta eru störf sem krefjast umhyggju, útsjónarsemi og fagmennsku, en hafa á undarlegan hátt aldrei hlotið þann sess sem þau verðskulda í umræðu um framtíð velferðar og fjármögnun. Sýnileiki, virðing og sanngirni Sjúkraliðar þekkja þetta mætavel. Við vinnum störf sem skipta sköpum fyrir velferð og öryggi fólks, en samt þarf að berjast fyrir því að þau séu metin að verðleikum. Við höfum lifað það að vera kölluð „hjálparstétt“ og „aðstoðarfólk“, eins og við séum aukaatriði í eigin fagi. En störf sjúkraliða eru ekki afgangsstörf. Þau eru gangverk heilbrigðiskerfisins. Við krefjumst ekki við að fá klapp á bakið. Við krefjumst þess að menntun okkar, þekking og ábyrgð endurspeglist í kjörum, starfsheitum og faglegrar viðurkenningar. Það á ekki að þurfa sérstaka baráttu fyrir því, það á að vera hluti af sjálfsagðri og sanngjarnri samfélagsgerð. En raunveruleikinn er annar. Grunnhjúkrun og önnur umönnunarstörf, sérhæfð störf sjúkraliða, eru enn vanmetin, vanlaunuð og ósýnileg þegar rætt er um heilsu, velferð og fjármögnun. Þau eru falin á bak við skilgreiningar og kerfi sem skilja þá eftir sem bera mestu ábyrgðina á nærveru og öryggi fólks. Kvenréttindadagurinn er því ekki bara söguleg minning. Þessi dagur er áminning og ákall. Um að jafnrétti er ekki afstaðin frásögn, heldur lifandi verkefni. Um að konur þurfi enn að minna á eigið gildi, hvort sem það er á Alþingi, í stjórnunarstöðum eða á vöktum á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Hann minnir okkur á að rödd kvenna, þeirra sem sjá um að samfélagið standi undir sér, verður að heyrast. Ekki bara þegar fögur orð eru flutt á ráðstefnum, heldur í fjármálaáætlunum stjórnvalda, fjárveitingum, samningum og forgangsröðun. Við fögnum sigrum sögunnar, en lítum ekki undan því sem enn þarf að nást. Verkefnin eru fjölmörg og brýn. Jafnrétti er ekki eitthvað sem má bíða, það þarf að vera leiðarljós í nútímalegu velferðarsamfélagi. Og það verður ekki að veruleika nema með markvissum aðgerðum, réttlátri umbótastefnu og vilja sem byggir á raunsæi og virðingu. Jafnrétti er ekki draumsýn, það er framkvæmanlegt. Við höfum verkfærin, reynsluna og raddirnar. Það þarf bara að hlusta og að hrinda í framkvæmd því sem konur hafa krafist í rúma öld. Samfélag sem metur öll störf að verðleikum. Ekki aðeins þau sem tala hæst, heldur líka þau sem þegja, sinna fólki og bera mestu ábyrgð. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þann 19. júní árið 1915 fengu íslenskar konur loksins kosningarétt. Þetta var bylting í klæðum hóflegrar kurteisi. Íhaldssamt samfélag fékk að heyra það sem lengi hafði kraumað undir yfirborðinu. Að konur væru ekki aðeins eiginkonur, mæður eða þegnar á jaðrinum, heldur borgarar með dómgreind, vilja og rödd sem áttu fullt erindi í samfélaginu. Það voru ekki öskur á torgum sem skiluðu þessum sigri, heldur þrautseig barátta, djúp sannfæring og óbilandi réttlætiskennd. Og á bak við þessa baráttu stóðu konur sem höfðu hvorki völd né efni, en höfðu í staðinn rök, reynslu og raddbönd sem neituðu að þagna. Í dag, 110 árum síðar, minnumst við þessa sögulega dags með stolti. Við fögnum því sem áunnist hefur, en við gleymum ekki því sem enn stendur út af. Jafnrétti verður ekki afgreitt með því að segja „þetta er nú miklu betra en áður“. Það er alveg rétt, en það er ekki nóg. Konur í kvennastéttum hafa í áratugi haldið uppi grunnstoðum samfélagsins. Í leikskólum, á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, í heimahjúkrun, geðþjónustu og félagsþjónustu. Allt störf sem snúast um að annast aðra, að halda lífi, reisn og mannhelgi. Þær hafa séð um börn, aldraða, fatlaða, veika og deyjandi. Þetta eru störf sem krefjast umhyggju, útsjónarsemi og fagmennsku, en hafa á undarlegan hátt aldrei hlotið þann sess sem þau verðskulda í umræðu um framtíð velferðar og fjármögnun. Sýnileiki, virðing og sanngirni Sjúkraliðar þekkja þetta mætavel. Við vinnum störf sem skipta sköpum fyrir velferð og öryggi fólks, en samt þarf að berjast fyrir því að þau séu metin að verðleikum. Við höfum lifað það að vera kölluð „hjálparstétt“ og „aðstoðarfólk“, eins og við séum aukaatriði í eigin fagi. En störf sjúkraliða eru ekki afgangsstörf. Þau eru gangverk heilbrigðiskerfisins. Við krefjumst ekki við að fá klapp á bakið. Við krefjumst þess að menntun okkar, þekking og ábyrgð endurspeglist í kjörum, starfsheitum og faglegrar viðurkenningar. Það á ekki að þurfa sérstaka baráttu fyrir því, það á að vera hluti af sjálfsagðri og sanngjarnri samfélagsgerð. En raunveruleikinn er annar. Grunnhjúkrun og önnur umönnunarstörf, sérhæfð störf sjúkraliða, eru enn vanmetin, vanlaunuð og ósýnileg þegar rætt er um heilsu, velferð og fjármögnun. Þau eru falin á bak við skilgreiningar og kerfi sem skilja þá eftir sem bera mestu ábyrgðina á nærveru og öryggi fólks. Kvenréttindadagurinn er því ekki bara söguleg minning. Þessi dagur er áminning og ákall. Um að jafnrétti er ekki afstaðin frásögn, heldur lifandi verkefni. Um að konur þurfi enn að minna á eigið gildi, hvort sem það er á Alþingi, í stjórnunarstöðum eða á vöktum á sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum og í heimahúsum. Hann minnir okkur á að rödd kvenna, þeirra sem sjá um að samfélagið standi undir sér, verður að heyrast. Ekki bara þegar fögur orð eru flutt á ráðstefnum, heldur í fjármálaáætlunum stjórnvalda, fjárveitingum, samningum og forgangsröðun. Við fögnum sigrum sögunnar, en lítum ekki undan því sem enn þarf að nást. Verkefnin eru fjölmörg og brýn. Jafnrétti er ekki eitthvað sem má bíða, það þarf að vera leiðarljós í nútímalegu velferðarsamfélagi. Og það verður ekki að veruleika nema með markvissum aðgerðum, réttlátri umbótastefnu og vilja sem byggir á raunsæi og virðingu. Jafnrétti er ekki draumsýn, það er framkvæmanlegt. Við höfum verkfærin, reynsluna og raddirnar. Það þarf bara að hlusta og að hrinda í framkvæmd því sem konur hafa krafist í rúma öld. Samfélag sem metur öll störf að verðleikum. Ekki aðeins þau sem tala hæst, heldur líka þau sem þegja, sinna fólki og bera mestu ábyrgð. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun