Gerðu árás á sjónvarpshúsið í miðri útsendingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. júní 2025 16:30 IRIB er eini starfandi fjölmiðillinn í Íran. X Aukin harka hefur færst í loftárásir Ísraela og Írana á víxl í dag. Ísraelsher hefur gert árás á höfuðstöðvar ríkisútvarpsins í Tehran, nokkrum klukkustundum eftir að varnarmálaráðherra Ísrael boðaði „hvarf“ ríkismiðilsins. Fréttakona IRIB virðist hafa verið að flytja fréttir af loftárásunum þegar hár hvellur heyrist og brot úr byggingunni hrynur úr loftinu. Í framhaldinu sést hún yfirgefa myndverið. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. BREAKING: The moment of the attack on IRIB (Iran State Broadcaster) pic.twitter.com/CVU26HHFub— Faytuks Network (@FaytuksNetwork) June 16, 2025 Ísraelsher hafði fyrr um daginn ráðlagt Írönum að rýma á nokkrum svæðum í höfuðborginni Tehran vegna þess að þar væru hernaðarinnviðir sem herinn hygðist gera að skotmörkum. Innan þess svæðis eru höfuðstöðvar IRIB staðsettar. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í tilkynningu skömmu síðar að „málpípa áróðurs og undirróðurs“ hyrfi innan skamms. Síðar í dag staðfesti hann árás Ísraelshers á höfuðstöðvarnar, samkvæmt umfjöllun BBC. Hófu útsendingar á ný Times of Israel greinir frá því að sjónvarpsútsendingar IRIB séu hafnar á ný og hefur eftir Hassan Abedini embættismanni miðilsins að Ísraelsher muni ekki lækka í þeim rostann. „Ríkisstjórnin virðist ekki vita að raddir íslömsku byltingarinnar munu áfram heyrast og að stök hernaðaraðgerð mun ekki þagga niður í stórveldinu Íran,“ hefur miðillinn eftir Abedini. Samkvæmt fréttum IRIB gerði Ísraelsher loftárásir á sjúkrahús í vesturhluta Íran. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Íran hafa minnst 224 verið drepnir í árásum Ísraela á landið síðan á föstudaginn. Fréttaflutningur af atburðunum frá Íran hefur verið af skornum skammti þar sem fjölmiðlafrelsi þar í landi er takmarkað. Blaðamönnum breska ríkisútvarpsins hefur til að mynda ekki verið hleypt inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Að sögn almannavarna Ísrael voru fimm drepnir og tugir særðir í eldflaugaárásum Írana á Ísrael í nótt. Í gær drápu Ísraelar yfirmann leyniþjónustu íranska hersins og munu árásirnar á Ísrael í nótt hafa verið gerðar í hefndarskyni við þá árás. Íran Ísrael Hernaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Fréttakona IRIB virðist hafa verið að flytja fréttir af loftárásunum þegar hár hvellur heyrist og brot úr byggingunni hrynur úr loftinu. Í framhaldinu sést hún yfirgefa myndverið. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. BREAKING: The moment of the attack on IRIB (Iran State Broadcaster) pic.twitter.com/CVU26HHFub— Faytuks Network (@FaytuksNetwork) June 16, 2025 Ísraelsher hafði fyrr um daginn ráðlagt Írönum að rýma á nokkrum svæðum í höfuðborginni Tehran vegna þess að þar væru hernaðarinnviðir sem herinn hygðist gera að skotmörkum. Innan þess svæðis eru höfuðstöðvar IRIB staðsettar. Israel Katz varnarmálaráðherra Ísrael sagði í tilkynningu skömmu síðar að „málpípa áróðurs og undirróðurs“ hyrfi innan skamms. Síðar í dag staðfesti hann árás Ísraelshers á höfuðstöðvarnar, samkvæmt umfjöllun BBC. Hófu útsendingar á ný Times of Israel greinir frá því að sjónvarpsútsendingar IRIB séu hafnar á ný og hefur eftir Hassan Abedini embættismanni miðilsins að Ísraelsher muni ekki lækka í þeim rostann. „Ríkisstjórnin virðist ekki vita að raddir íslömsku byltingarinnar munu áfram heyrast og að stök hernaðaraðgerð mun ekki þagga niður í stórveldinu Íran,“ hefur miðillinn eftir Abedini. Samkvæmt fréttum IRIB gerði Ísraelsher loftárásir á sjúkrahús í vesturhluta Íran. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Íran hafa minnst 224 verið drepnir í árásum Ísraela á landið síðan á föstudaginn. Fréttaflutningur af atburðunum frá Íran hefur verið af skornum skammti þar sem fjölmiðlafrelsi þar í landi er takmarkað. Blaðamönnum breska ríkisútvarpsins hefur til að mynda ekki verið hleypt inn í landið til að flytja fréttir af átökunum. Að sögn almannavarna Ísrael voru fimm drepnir og tugir særðir í eldflaugaárásum Írana á Ísrael í nótt. Í gær drápu Ísraelar yfirmann leyniþjónustu íranska hersins og munu árásirnar á Ísrael í nótt hafa verið gerðar í hefndarskyni við þá árás.
Íran Ísrael Hernaður Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira