Segir ásakanir SFS um blekkingu og afvegaleiðingu alvarlegar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:09 Hanna Katrín Friðriksson segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Vísir/Vilhelm Atvinnuvegaráðherra segir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi ráðast á stofnanir ríkisins til að „þvinga fram aðra niðurstöðu“ vegna fyrirhugaðra breytinga á veiðigjöldum. Hún kærir sig lítið um ásakanir um blekkingar. Eftir þrjár breytingartillögur frá atvinnuveganefnd sé frumvarpið nú tilbúið í aðra umræðu. „Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, í aðsendri grein á Vísi. „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi.“ Hanna Katrín og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjöld í lok mars og var það lagt fyrir Alþingi 1. maí. Nokkrum klukkustundum áður en frumvarpið var kynnt höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sent út tilkynningu þar sem fyrirhugaðar breytingar voru gagnrýndar. Á kynningarfundinum sagði Hanna Katrín breytingarnar á lögunum snúast „eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti.“ Þjóðin fengi einn þriðja af hagnaði útgerðanna en útgerðin tvo þriðju. Veiðigjöldin hefðu átt að vera mun hærri á árum áður og sé verið að leiðrétta þau. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. „Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt,“ segir Hanna Katrín. Hækka frítekjumark til að vernda minni aðila Þegar tillagan fór í fyrstu umræðu fyrir Alþingi var slegið met en ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. Fór svo þannig að hún var samþykkt og fór málið til atvinnuveganefndar þingsins. Frumvarpið er nú tilbúið í aðra umræðu. „Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín segir atvinnuveganefnd hafi lagt fram þrjár breytingartillögur á frumvarpinu. Fyrst hafi aðferðafræði útreikninganna verið gerð skýrari og frítekjumark hækkað til að vernda minni fyrirtæki. Miðað verði við áttatíu prósent af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds á makríl. „Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna,“ segir Hanna Katrín. Haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða þingið SFS hefur verið fremst í flokki hvað varðar gagnrýni á frumvarpinu. Til að mynda létu fulltrúar SFS útbúa auglýsingu þar sem norskir athafnamenn furða sig á fyriráætlunum. Ráðmenn gagnrýndu auglýsinguna harðlega og sagði Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hana lýsa firringu. „Hvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar,“ segir Hanna Katrín. „Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi.“ Hún segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Þar sé einungis fólk sem vinni störf sín af fagmennsku og heilindum. „Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga.“ Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Það hefur sennilega ekki farið fram hjá mörgum að Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp mitt um breytingu á lögum um veiðigjöld þar sem markmiðið er að tryggja þjóðinni sanngjarnari hlutdeild í ágóðanum af nýtingu á fiskveiðiauðlind sinni,“ skrifar Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, í aðsendri grein á Vísi. „Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þessum breytingum en kunnugleg varðstaða hefur sést frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og þeim flokkum sem nú skipa minnihluta á þingi.“ Hanna Katrín og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu frumvarp til breytinga á lögum um veiðigjöld í lok mars og var það lagt fyrir Alþingi 1. maí. Nokkrum klukkustundum áður en frumvarpið var kynnt höfðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sent út tilkynningu þar sem fyrirhugaðar breytingar voru gagnrýndar. Á kynningarfundinum sagði Hanna Katrín breytingarnar á lögunum snúast „eingöngu um uppfært mat á aflaverðmæti.“ Þjóðin fengi einn þriðja af hagnaði útgerðanna en útgerðin tvo þriðju. Veiðigjöldin hefðu átt að vera mun hærri á árum áður og sé verið að leiðrétta þau. Reiknað er með því að allt að tvöfalt hærri upphæð verði innheimt á ári miðað við eldra fyrirkomulag. „Frumvarpið byggir á einföldum og réttlátum grunni: Að þeir sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar greiði sanngjarnt gjald fyrir það. Í áraraðir hefur veiðigjaldið byggst á undirverðlagningu úr innri viðskiptum fyrirtækja sem hafa þannig sjálf ráðið þeim grunni sem gjaldið er reiknað út frá. Sú nálgun verður nú leiðrétt,“ segir Hanna Katrín. Hækka frítekjumark til að vernda minni aðila Þegar tillagan fór í fyrstu umræðu fyrir Alþingi var slegið met en ekkert frumvarp hefur verið lengur rætt í fyrstu umræðu. Fór svo þannig að hún var samþykkt og fór málið til atvinnuveganefndar þingsins. Frumvarpið er nú tilbúið í aðra umræðu. „Á grundvelli þessarar vinnu hefur meirihluti nefndarinnar nú afgreitt málið út til annarrar umræðu í þingsal með tillögum um mikilvægar breytingar sem styrkja málið enn frekar,“ segir Hanna Katrín. Hanna Katrín segir atvinnuveganefnd hafi lagt fram þrjár breytingartillögur á frumvarpinu. Fyrst hafi aðferðafræði útreikninganna verið gerð skýrari og frítekjumark hækkað til að vernda minni fyrirtæki. Miðað verði við áttatíu prósent af norsku markaðsverði við útreikninga veiðigjalds á makríl. „Tekið var undir þau rök að íslenskar makrílafurðir væru ekki að öllu leyti af sömu gæðum og þær sem eru unnar í Noregi þótt fjárfestingar í vinnslu og tæknibúnaði hér á landi hafi aukið verðmæti íslensks makríls til muna,“ segir Hanna Katrín. Haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða þingið SFS hefur verið fremst í flokki hvað varðar gagnrýni á frumvarpinu. Til að mynda létu fulltrúar SFS útbúa auglýsingu þar sem norskir athafnamenn furða sig á fyriráætlunum. Ráðmenn gagnrýndu auglýsinguna harðlega og sagði Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hana lýsa firringu. „Hvert sem sjónarhornið er, er með miklum ólíkindum að fylgjast með framgöngu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi sem ráðast að sérfræðingum atvinnuvegaráðuneytisins með dylgjum um vankunnáttu og ásökunum um blekkingar,“ segir Hanna Katrín. „Síðasta sendingin er sú versta en þar er því bókstaflega haldið fram að ráðuneytið hafi reynt að afvegaleiða Alþingi. Þær gerast varla alvarlegri ásakanirnar og þeim verður svarað á öðrum vettvangi.“ Hún segir það sorglegt að fylgjast með „árásum SFS á starfsfólk stjórnsýslunnar.“ Þar sé einungis fólk sem vinni störf sín af fagmennsku og heilindum. „Það er hins vegar grafalvarlegt mál þegar viðbragð þessara sömu hagsmunaafla er að ráðast að stofnunum ríkisins að því er virðist í þeim tilgangi að þvinga fram aðra niðurstöðu. Við því verður brugðist af fullum þunga.“
Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira